Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 98

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 98
Tveir leikir fóru fram í NBA- deildinni í fyrrinótt þar sem Detroit Pistons og Washington Wizards unnu bæði góða útisigra á andstæðingum sínum. Detroit gerði góða ferð til Cleveland og vann LeBron James og félaga, 87-71, og Washington vann góðan útisigur á Sacramento Kings, 126-119. Chauncey Billups fór fyrir liði Detroit Pistons, skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar. Tayshaun Prince kom næstur í stigaskori þar sem hann skoraði 16 stig en sex leikmenn Detroit skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Billups lét lítið fyrir sér fara þar til í fjórða leikhluta þar sem hann skoraði tólf af sautján stig- um sínum í leiknum en hann skor- aði aðeins úr einu af níu skotum sínum í þriðja leikhluta. „Þeir sáu mig klúðra skotum fyrr í leiknum við slökuðu þeir aðeins á í vörninni gegn mér. Það var þá sem ég sótti á þá. Þannig leik- maður er ég,“ sagði Billups eftir leikinn. Lebron James var stigahæst- ur heimamanna í Cleveland með 26 stig auk þess sem hann hirti 10 fráköst en næstur honum kom Zydrunas Ilgauskas með 16 stig skoruð. Antawn Jamison átti góðan leik fyrir Washington Wizards þegar liðið vann Sacramento Kings, 126-119. Jamison skoraði 33 stig og tók 13 fráköst. Gilberto Arenas átti einnig mjög góðan leik fyrir Wizards og skoraði 30 stig en Washington skoraði 73 stig í síðari hálfleik. Stórleikur Kevin Martin fyrir Sacramento dugði ekki til en hann skoraði 40 stig fyrir Kings. Billups afgreiddi Cleveland Glazer-fjölskyldan, eig- andi enska knattspyrnuliðsins Manchester United, er tilbúin að leggja fram 25 milljónir punda aukalega til leikmannakaupa ef félagið hefur áhuga á að kaupa ofurstjörnu til félagsins. Þetta kemur fram í 60 blaðsíðna fjár- hagsáætlun sem fjölskyldan hefur lagt fram. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, mun áfram fá 25 milljónir punda árlega til leikmannakaupa en ef Ferguson hefur möguleika og áhuga á að kaupa stóra stjörnu til félagsins segist fjölskyldan ekki ætla að standa í vegi fyrir því. Fjölskyldan segist gera sér grein fyrir því að hún geti ekki keppt við Chelsea hvað eyðslu í leikmenn varðar en bætir við að Manchester United ætli sér að feta í fótspor Real Madrid hvað varðar auknar auglýsingar, jafnt innan sem utan vallar. Fram kemur í áætluninni að miðaverð á Old Trafford, heima- velli Manchester United, muni hækka jafnt og þétt næstu sex árin og að miðinn muni verða á um 50% hærra verði árið 2012 en hann er á núna. Fjölskyldan segir að sæti sem seljast á verðinu 23 pund til 39 pund séu ódýr þegar mið sé tekið af Lundúnafélögunum, sem rukka um helmingi meira fyrir svipuð sæti. Ekkert kemur fram um að fjöl- skyldan ætli sér að selja Old Traff- ord og leigja hann aftur, né er minnst á það að félagið muni reyna að gera sína eigin sjónvarpssamn- inga. Fjölskyldan virðist ekki hafa getað stillt sig um að skjóta örlítið á Chelsea því í skýrslunni segir að ensku meistararnir séu ekki væn- legur auglýsingaaðili vegna þess hve fáa stuðningsmenn félagið eigi utan Bretlandseyja. Glazer-fjölskyldan er tilbúin að leggja fram 25 milljónir punda aukalega til handa Manchester United til leikmannakaupa eftir því sem kemur fram í nýrri fjárhagsáætlun. Á móti kemur að miðaverð mun tvöfaldast á næstu fimm árum. Hnefaleikakappinn Amir Kahn hefur látið hafa eftir sér að hann ætli sér að verða heims- meistari innan tólf mánaða. Kahn vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, þá sautján ára gamall, og hefur unnið tíu fyrstu bardaga sína sem atvinnuhnefaleikamaður. Kahn, sem er nýorðinn tvítugur, ætlar sér að verða heimsmeistari áður en hann verður 21 árs. „Ég vil vinna titilinn á næsta ári og ég sé ekki af hverju það ætti ekki að takast. Tyson gerði þetta þegar hann var 20 ára, af hverju ætti ég ekki að geta það?“ Stefnir á heims- meistaratitil Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els segist hafa þriggja ára áætlun í huganum sem stuðli að því að veita Tiger Woods harða keppni í golfheiminum. Els hefur átt við hnémeiðsli að stríða en segist vera búinn að ná sér að fullu og virðist vera í góðu formi. „Ég sé árið 2007 fyrir mér sem byrjun á þriggja ára áætlun þar sem ég mun algjörlega endur- skoða mitt spil. Mig langar að vinna fleiri risamót og veita Tiger harða keppni. Ef maður lítur á stöðu hans núna er ekki hægt að sjá að neinn muni ógna honum á næstunni. Ég ætla að gefa mér þrjú ár í þetta markmið og ég trúi því að ég geti náð þessu,“ sagði Els á heimasíðu sinni, ernieels.com. Með áætlun um að ná Tiger Lilian Thuram, varnar- maður Barcelona, verður frá keppni í mánuð eftir að hafa rifið lærvöðva í leik Barcelona og Athletico Madrid á fimmtudaginn sem endaði með jafntefli, 1-1. Vetrarhlé er nú í spænsku deildinni og það er kærkomið fyrir ríkjandi Spánarmeistara því félagið er með sex varnarmenn á sjúkralistanum hjá sér. Edmilson, Rafael Marquez, Giovanni van Bronckhorst, Sylvinho og Oleguer eiga allir við meiðsli að stríða en ættu að vera klárir í slaginn þegar mótið fer af stað aftur eftir áramótin. Lilian Thuram frá í mánuð Brasilíski bakvörðurinn Daniel Alves hefur framlengt samning sinn við Sevilla um eitt ár og er því með samning til ársins 2012 við spænska liðið. Alves er 23 ára gamall og hefur verið orðaður við bæði Barcelona og Liverpool að undanförnu. „Þessi samningur sýnir að báðir aðilar eru ánægðir og að leikmanninum líður vel hjá félaginu,“ sagði Monchi Rodrigu- ez, yfirmaður íþróttamála hjá Sevilla. Alves er þó með klásúlu í samningi sínum þar sem segir að hægt sé að kaupa hann fyrir 60 milljónir evra. Alves framleng- ir samning sinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.