Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 10
[Hlutabréf] Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 15,9 prósent á árinu 2006 og stóð í 6.410 stigum við lokun markaða í gær. Þetta er tölu- vert minni hækkun en árin 2003- 2005 þegar vísitalan hækkaði vel yfir fimmtíu prósent innan árs. Greiningardeild Kaupþings telur að hækkun ársins sé vel ásættanleg í ljósi þeirra aðstæðna er ríkt hafa á innlendum hluta- bréfamarkaði á árinu. Hlutabréf hækkuðu skarpt framan af ári og sleikti Úrvalsvísitalan sjö þúsund stiga múrinn um miðjan febrúar. Upp úr því tóku hlutabréf að falla hratt og hélst sú lækkun langt fram á sumar. Mikill viðsnúning- ur varð á markaði á þriðja árs- fjórðungi þegar Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp fimmtán pró- sent. Fjögur félög hækkuðu yfir þrjátíu prósent á árinu, TM, HB Grandi, Glitnir og FL Group. TM hækkaði um tæp fjörutíu prósent. Sjö félög sýndu neikvæða nafnávöxtun á árinu. Mest féllu bréf í Flögu Group árið 2006 eða um 43,2 prósent. Minni hækkanir á hlutabréfum Tryggingamiðstöðin hástökkvari ársins 2006. Vöruskiptahallinn versn- aði til muna á fyrstu ellefu mánuðum ársins miðað við árið í fyrra. Verðhækkanir og geng- islækkun skýra helst aukningu útflutnings á árinu 2006 á meðan stór- iðjuframkvæmdir skýra aukinn innflutning. Vöruskipti voru neikvæð um 13,5 milljarða króna í nóvember sam- kvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Innflutningur nam 33 milljörðum króna en útflutningur tæpum 20 milljörðum. Hallinn tvö- faldaðist frá því í október sem skýrist fyrst og fremst af auknum innflutningi milli mánaða á meðan útflutningur stóð nánast í stað. Mest jókst innflutningur á elds- neyti en sá liður getur sveiflast mjög milli mánaða. Litið til fyrstu ellefu mánaða árs- ins má sjá að vöruskiptahallinn hefur aukist töluvert milli ára. Hann nemur nú 123 milljörðum króna en var tæpir 94,7 milljarðar króna fyrir sama tímabil í fyrra. Sam- dráttur varð í öllum helstu vöru- flokkum útflutnings í magni mælt nema í álútflutningi. Í Morgunkorni Glitnis segir að ef ekki kæmi til hækkun á heimsmarkaðsverði fyrir helstu útflutningsvörur Íslendinga væri staðan enn verri en raun ber vitni. Þær hækkanir og gengislækk- un skýra helst að útflutningsverð- mæti jókst um átján prósent á árinu. Aukningu innflutnings má helst rekja til stóriðjuframkvæmda. Líklegt þykir að draga muni verulega úr halla á vöruskiptum á komandi misserum. Í Morgun- korninu er þessu til stuðnings bent á að álútflutningur vaxi hröðum skrefum og innflutningur á fjár- festingarvöru komi væntanlega til með að minnka verulega með lokum stóriðjuframkvæmda. Við það bætist svo að nú hægi á ann- arri fjárfestingu, jafnt atvinnu- vega sem í íbúðarhúsnæði. Þar að auki sé gert ráð fyrir að einka- neysla standi í stað eða dragist lítillega saman á næsta ári. Verið er að leggja lokahönd á kaup Hjálms ehf. á meirihluta í útgáfu- félaginu Birtíngi og verða þau að fullu frágengin um áramót. Hjálmur, sem er í eigu Baugs, er aðaleigandi Fögrudyra sem nýverið keypti af 365 tímaritin Veggfóður og Hér og nú. Birtíng- ur gefur út fjölda tímarita, Mann- líf, Nýtt líf, Hús og híbýli, Séð og heyrt, Gestgjafann, Bleikt og blátt og Vikuna. Eigendur sameinaðs félags eru Hjálmur ehf. með 60 prósent, en Hjálmur er að öllu leyti í eigu Baugs Group, LL eignir ehf., sem er í eigu Sigurðar G. Guðjónsson- ar hrl. á 28 prósent, Elín Guðrún Ragnarsdóttir á 10 prósent, og rest eiga Reynir Traustason, Mika- el Torfason og Jón Trausti Reynis- son. Stjórnarformaður Birtíngs ehf. er Sigurður G. Guðjónsson, en með honum í stjórn eru Sverrir Arngrímsson og Egill Þorvarðar- son. Framkvæmdastjóri er Elín Guðrún Ragnarsdóttir. Mikael Torfason og Reynir Traustason verða áfram aðalritstjórar útgáf- unnar, hvor yfir sínu sviði. Hjálmar Blöndal verður fram- kvæmdastjóri Dagblaðsins-Vísis útgáfufélags ehf. sem eftirleiðis gefur út DV. Á móti Hjálmi á 365 40 prósenta hlut í útgáfufélaginu. Aðrir eigendur eru Sigurjón M. Egilsson ritstjóri DV og Janus Sig- urjónsson. Hjálmur ehf. eignast meirihluta í Birtíngi Skorið verður niður í útgáfu sameinaðs félags. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, hefur fært stærstan hluta af eign sinni í bankanum til tveggja dótturfélaga sem eru með heimilisfang í Hollandi. Af rúm- lega þrjátíu prósenta hlut FL í Glitni tekur FL Group Holding Netherlands 12,48 prósent en 13,49 prósent færast til FL GLB Hold- ing. Eftir tilfærsluna heldur móð- urfélagið FL Group utan um 4,38 prósent í Glitni en hlutur sam- stæðunnar er eftir sem áður 30,36 prósent af hlutafé í bankanum. „Við hugsum þetta aðallega sem hluta af endurskipulagningu fyrirtækisins. Við höfum verið að færa hluta af okkar starfsemi út fyrir landsteinana,“ segir Kristján Kristjánsson, forstöðumaður upp- lýsingasviðs FL. Skattaumhverfi er hagstætt í Hollandi. Þar er engin fjármagns- tekjuskattur greiddur af óinn- leystum gengishagnaði eins og hérlendis og vegna tvísköttunar- samninga eru tekjurnar ekki skattlagðar á milli landa. Tekju- skatthlutfall FL Group ætti því að lækka ef horft er fram á veginn. Exista er annað félag sem hefur þennan háttinn á að vista hluta- bréf í Hollandi undir nafni dóttur- félags. Þar liggja hlutir Exista í Bakkavör og Kaupþingi. FL færir Glitnisbréf til Hollands Skattaumhverfi hagstætt í Hollandi. Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóður- inn hafa sameinast undir nafninu Stafir lífeyrissjóður. Við það aukast aldurstengd lífeyrisrétt- indi sjóðsfélaga um 5,7 milljarða króna eða 16 til 20 prósent. Félagar eru yfir fimmtíu þúsund. „Við sameiningu sjóðanna var eignastaða jöfnuð, þannig að allar deildir voru á jafnri stöðu. Þá varð til umframeign í hinum og þessum deildum sem nam 5,7 milljörðum. Nú þegar liggur fyrir staðfesting frá Fjármálaeftirlit- inu um að við megum starfa eftir þeim samþykktum sem við ætluðum okkur að starfa eftir, þá viljum við tilkynna að réttindi sjóðsfélaga verði aukin,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stafa. Hann bendir á að það séu ekki margir lífeyrissjóðir sem geti státað af því að eiga 8 til 9 prósenta eign umfram réttindi; flestallir hafi verið að berjast við það að ná jafnvægi milli eigna og réttinda. Fá 5,7 milljarða króna í nýársgjöf Peningaskápurinn... Stóru símafyrirtækin skoða nú bæði skilmálana sem kveðið er á um í útboðslýsingu Póst- og fjar- skiptastofnunar á leyfum fyrir rekstur þriðju kynslóðar farsíma- nets, sem stundum nefnist 3G- kerfi. Að sama skapi fagnar Novator því að leyfin hafi verið auglýst og segir fulltrúi félagsins það enda hafa stefnt að því að koma 3G neti í rekstur. Ljóst er að margvísleg nýbreytni fylgir auknum sendihraða í þriðju kynslóð- inni, en af samkeppnisástæð- um vilja fyrirtækin sem minnst segja um þær nýjungar. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir þó ljóst að fyrirtækið komi til með að skila inn tilboði fyrir tilsettan tíma 12. mars og þar verði útfært nánar með hvaða hætti og hversu hratt farsímakerfið nýja verði byggt upp. „En við útilokum ekki að það geti orðið hraðar en kveðið er á um í útboðslýsingunni,“ segir hún. Þá telur Eva að nú sé um margt góður tími til að ráðast í þessa breytingu og viðskiptavinir almennt tilbúnari til að nýta sér nýbreytni í þjónustu. Þar bendir hún til dæmis á vax- andi vinsældir Blackberry- þjónustunnar þar sem notendur hafa aðgang að skrifstofuhugbúnaði í síma. Gestur Gestsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, segir að að sama skapi verið að skoða skil- mála Póst- og fjarskipta- stofnunar. „Menn fá tvo og hálfan mánuð til að átta sig á ramm- anum sem á er að byggja. Ég geri ráð fyrir að við nýtum okkur þann tíma,“ segir hann og bætir við að því hafi fyrirtækið ekki enn lagt niður fyrir sér hversu hratt verði hægt að byggja upp kerfið. Aðstæður fyrir 3G betri nú en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.