Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 16
Jón Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar í á þriðja ár. Mikið hefur mætt á björgunar- sveitum á undanförnum vikum bæði vegna óveðurs sem geisaði í síðustu viku fyrir jól en ekki síður vegna strandsins á flutningaskipinu Wilson Muuga. Björgunarsveitir fjármagna starf- semi sína að stór- um hluta með flug- eldasölu en sú sala er nú í hámarki. Þeim sem þekkja Jón ber saman um að hann sé maður verka, með eindæmum duglegur og fullur af orku. Hann þykir duglegur að hvetja starfsfólk sitt áfram, sanngjarn í samskiptum og snillingur í að miðla málum sem eru komin í hnút. Jón þykir einnig mjög ráðagóður og gott að leita til hans þegar eitthvað bjátar á. Jón er húmoristi og hrókur alls fagn- aðar á mannamót- um. Samstarfsfé- lagi Jóns telur það honum helst til lasts hversu illa honum gengur að muna brandara og þarf hann þá stund- um að bregða á það ráð að lesa þá beint upp af blaði. Jón þykir einnig góður ferðafélagi og virðist ná góðum tengslum við fólk af öllum þjóðern- um og virðist þá engu skipta hvort viðkomandi talar sama tungumál og Jón. Jón er öllum hnútum kunnug- ur innan Landsbjargar og leggur hann sig fram við að þekkja jafnt stórar sem litlar einingar innan starfseminnar. Áður en Jón varð fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins var hann varaformaður þess og síðar formaður en hann hefur einnig verið formaður Flugbjörg- unarsveitar Reykjavíkur. Jón er fæddur í Reykjavík 21. september 1956 og er elstur þriggja systkina. Þrátt fyrir að vera langelstur tengdist hann systrum sínum vel og rak meðal annars heildverslunina Rún í tíu ár ásamt Unni systur sinni. Unnur segir að aldrei hafi borið skugga á samstarf þeirra systkina á þess- um tíma. Unnur segir bróður sinn aðeins einu sinni hafa orðið ósátt- an við sig, en það var þegar hún var skírð á sjö ára afmælisdegi Jóns. Þarna fannst Jóni sem litla systir væri að stela senunni en þetta er þó löngu gleymt og fyrir- gefið í dag. Eftir skyldunám fór Jón í Iðn- skólann og lauk þaðan námi. Fyrir um tíu árum kláraði hann síðan viðskipta- og rekstrarfræði frá Háskóla Íslands. Jón hefur komið víða við á starfsferli sínum en hann starf- aði meðal annars á auglýsinga- og áskriftarsviði Stöðvar 2 á fyrstu árum stöðvarinnar og einnig var hann sölu- og mark- aðsstjóri hjá prentsmiðjunni Odda um tíma. Jón stundaði búskap á Bakka- stöðum í Miðfirði 1982-1986 og á þeim tíma stofnaði hann Flugbjörgun- arsveit Vestur- Húnavatnssýslu. Þarna kom athafna- semi Jóns glögglega í ljós en ekki síður hversu vel honum gengur að aðlagast nýju umhverfi og kynnast nýju fólki. Jón hafnaði í fjórða sæti í próf- kjöri sjálfstæðis- manna í Kraganum nú í vetur og mun hann líklega setjast á þing eftir kosn- ingarnar næsta vor. Samstarfsfélagi Jóns segist munu sakna Jóns úr starf- inu en bætir við að Jón muni sóma sér vel á þingi þar sem hann sé þekktur fyrir að láta verkin tala. Ólíklegt þykir að Jón muni sitja og þegja en láti þess í stað til sín taka í ýmsum mál- efnum þingsins. Þeir sem þekkja til Jóns segja hann mjög hjálpsaman sem hlýtur að nýt- ast honum vel í því óeigingjarna starfi sem Landsbjörg innir af hendi. Jón er kvæntur til 30 ára og á þrjú börn og tvö barnabörn. Halla Ragnarsdótt- ir eiginkona Jóns segir mann sinn fá öll útköll á vegum Landsbjargar og gildir þar einu hvort um er að ræða dósasöfnun, fundarboð eða útkall vegna slysa. Þær nætur sem síminn hringir ekki á heimili þeirra hjóna heyra til undantekn- inga en Jón kvartar aldrei um þreytu þrátt fyrir að hafa verið viðloðandi björgunarsveitarstörf í 30 ár. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag og allt rekstrarfé er fengið með fjáröfl- unum eða styrkjum. Í félaginu eru átján þúsund félagar sem hafa starfsstöðvar um allt Ísland. Lætur verkin tala Algerlega misheppnuð fisk-veiðistjórn síðustu ára lýsir sér m.a. í því að þorskafli er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins sem komið var á til þess að byggja upp þorskstofn- inn. Ein helsta skýring þeirra, sem enn eru fylgjandi núverandi kvótakerfi, á algjöru árangurs- leysi þess hefur verið að það hafi verið veitt umfram ráðgjöf Hafró. Ráðgjöfin hljóðar upp á að 25% af veiðistofni þorsks séu veidd á hverju ári. Það getur verið erfitt að henda reiður á við hvað á að miða þegar talað er um veiði umfram ráðgjöf þar sem stærð veiðistofnsins er endur- metin af og til og oftar en ekki er stofninn áætlaður minni en áður var talið. Þessar endurmælingar verða m.a. til þess að veiði sem áður taldist vera 25% af veiði- stofni reynist vera mun hærri tala eftir að þorskstofn- inn var endurtalinn minni en fyrri mæling- ar sýndu. Nýjar niðurstöður úr þorskmerkingum Haf- rannsóknarstofnunar sem gerðar voru fyrir meira en áratug en úrvinnslu gagna lauk nú í desember gefa mjög skýrt til kynna að það hafi verið veitt mun minna en umrædd 25% af veiðistofni árlega. Ef veiðin hefði verið svo mikil þ.e. fjórð- ungur af stofninum, þá mætti ætla að um 25% af merkjunum hefðu skilað sér inn innan árs og alls eftir nokkurra ára veiði hefðu um 60% af merkjum átt að skila sér. Niðurstöðurnar úr merkingatilrauninni eru allt aðrar þar sem heildarskil fisk- merkja á fimm ára tímabili er einungis 14%, sem bendir til þess að um 80% af merktum fiski drepst af öðrum orsökum en fisk- veiðum. Þessi munur er mjög sláandi, þ.e. að í stað þess að 60% af merkjum endur- heimtist þá er raunin ein- ungis 14%, og verður ekki skýrður með tapi á fisk- merkjum eða dauða sem verður við merkingar. Hver ætli viðbrögð Einars Kristins Guð- finnssonar verði við þessum rannsóknum sem sýna svart á hvítu að veiðarnar eru mun minni en áætlað var? Ég á von á því að hann reyni að forðast að ræða þessi grundvallaratriði um stjórn fiskveiða en reyni í stað þess að leiða talið að veiði erlendra skipa fyrir utan 200 mílna landhelgi Íslands. Hann hefur ítrekað reynt að forðast að ræða grundvallar- mál og lagt stein í götu rannsókna sem geta að einhverju leyti varp- að rýrð á kvótakerfi Sjálfstæðis- flokksins. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Það var veitt minna en ráðlagt var Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu sei’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur! Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! Vasta hux’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.