Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 18
Í staðinn fyrir að hlakka til jólanna er ég kominn í kvíða- kast. Ég er kominn með bullandi háls- bólgu og byrjaður að hakka í mig fúkkalyf. Það stendur ekki til að liggja veikur í rúminu um jólin. Ég er ekki sérlega hræddur við sjúkdóma en hálsbólgu óttast ég samt eins og – pestina. Það stafar af því að fyrir nokkr- um árum fékk ég vírussýkingu í hálsinn og var lagður inn á spítala. Sem var í sjálfu sér hið besta mál, en eitthvað fór spítalavistin í taug- arnar á vírusnum sem gerði sér lítið fyrir og lagði land undir fót og yfirgaf hálsinn á mér og réðist á hjartað í staðinn. Það var merkileg reynsla. Ég væri steindauður núna ef ég hefði ekki verið staddur á sjúkrahúsi þegar veiran gerði árás á hjartað í mér. Þá gekk svo mikið á að sálin úr mér hrökklaðist um stund út úr líkamanum og ég upplifði „dauð- ans dyr“ eða það sem er kallað á ensku „near-death experience“. Sálin í mér flögraði upp í horn- ið á sjúkrastofunni og fylgdist þaðan með læknum og hjúkrunar- fólki sem hamaðist við að koma lífi í líkamann á nýjan leik með raflostum og hamagangi sem allir kannast við sem séð hafa Bráða- vaktina. (Bráðavaktin var ekki byrjuð í sjónvarpi þegar þetta gerðist svo að sálinni í mér leist ekkert á blikuna). Ég ætla ekki að fara út í nánari lýsingu á því hér og nú hvernig það er að vera við dauðans dyr, en allar götur síðan hef ég verið smeykur við hálsbólgu. Það er engin ástæða til að óttast dauðann en mig langar samt til að fá að borga skatta í nokkur ár í viðbót. Sólveig ætlaði að taka mig með sér í Kringluna en hafði ekki brjóst í sér til að rífa mig upp úr rúminu. Meira að segja hálsbólga hefur sína kosti. Sólveig fór í skötu- veislu í Hafnar- fjörð. Skötulykt finnst mér ekki góð. Þótt það sé hlýtt í veðri miðað við árstíma er sennilega of kalt fyrir Sólveigu að sofa úti á svölum í nótt. Ég bað hana að taka fötin sín og bera þau á priki út í öskutunnu og brenna þau. Hún segir að ég sé ímyndun- arveikur. Sólveigu minni finnst jólalegt að borða kæsta skötu. Það var ég sem kom henni á bragðið. Hún er að norðan og kenndi mér á laufa- brauð í staðinn. Það voru góð býtti. Sjálfur sé ég ekkert jólalegt við kæsta skötu. Hún var venjulegur hversdagsmatur þegar ég var að alast upp. Sennilega er pensilínið að virka. Ég er að vísu ennþá alltof lasinn til að fara í búðir, en ég gat sýslað soldið í eldhúsinu og lagt drög að sósunni fyrir morgundag- inn. Hún þarf að sjóða í að minnsta kosti 36 tíma til að verða boðleg. Jólatréð stendur í stofunni og Sólveig, litla Sól og Andri eru búin að skreyta það. Ég er alveg gátt- aður á smáfólkinu. Andri og litla Sól voru í sólskinsskapi í allan dag og sýndu engin merki um óþolinmæði þrátt fyrir forvitnilega pakka undir jólatrénu. Ég byrjaði að elda um þrjú- leytið. Villigæsabringurnar höfðu legið í portvíni í viku. Sósan hafði soðið niður í rúman sólarhring. Klukkan hálfsjö settumst við að borðum. Reyndar erum við vön að fara í jólamessu og borða um áttaleytið, en með tilliti til smáfólks- ins ákváðum við að borða snemma svo að systkinin yrðu ekki úrvinda af svefn- leysi og þreytu. Hér fór enginn í jólaköttinn. Allir fengu margar og góðar gjafir. Ég fékk þenn- an líka fína kufl frá Sólveigu til að spóka mig í innan- dyra. Ég þarf þá ekki lengur að eyða tíma í að klæða mig daglega. Þetta er ljómandi góð flík sem er sennilega hönnuð eftir einkennis- klæðum Grábræðrareglunnar, en svo voru Fransiskusarmunkar kallaðir meðan munklífi var enn í tísku. Húsið fór að rumska um tíuleytið. Ég var ekki eins morgun- hress og börnin því að það er minn ósiður að lesa frameftir öllu á jólanótt því að alltaf hef ég verið svo heppinn að fá bók í jólagjöf. Sú jólabók sem ég man best eftir er Með köldu blóði eftir Truman Capote. Hana fékk ég í jólagjöf árið sem íslenska þýðingin kom út. Ég las þá bók til enda á jólanótt og byrjaði á henni aftur um leið og ég lauk við síðustu blaðsíðuna. Bókinni sem ég var að lesa í nótt verð ég örugglega búinn að gleyma löngu fyrir næstu jól. Ég veit ekki hvaða inni- hald jólin hafa fyrir annað fólk. Sjálfsagt er það ákaflega mismun- andi. Á blogg- síðu þar sem alls konar aðilar berhátta sál- arlíf sitt segir einn að jólastemmingin komi yfir sig þar sem hann stendur og hámar í sig úr potti fullum af heimareyktu hangiketi. Annar segir að jólin hafi komið þegar búið var að skreyta jóla- tréð og setja plötu með Baggalúti á fóninn. Og þriðji bloggarinn finnur nálægð jólanna við að heyra jóla- kveðjur lesnar í útvarpinu. Kannski er allt þetta fólk að lýsa sömu tilfinningunni á ólíkan máta. Ég held að í mínum huga séu jólin eins konar vopnahlé, griða- stund í hörðum heimi sem flesta aðra daga kýs samkeppni fremur en samhjálp, hávaða fremur en kyrrð og athöfn fremur en íhug- un. Hvort þeim sem kallaði sig mannssoninn frá Nasaret er þægð í því að fólk á Vesturlöndum skuli halda upp á afmælið hans með þeim hætti sem nú tíðkast veit ég ekki. En hitt veit ég að friðurinn sem færist yfir bloggarann sem vomir yfir hangi- ketspottinum, bloggar- ann sem hlustar á Baggalút og bloggarann sem hlustar á jólakveðjurnar í útvarpinu tengist hans minningu og ég fyrir mína parta er þakklátur fyrir þessa friðar- stund. Vonandi kemur að því einhvern tímann að jóla- friðurinn endist allt árið. Jóladagarnir eru fljótir að líða við matseld, gestakom- ur og spjall. Í kvöld var Krön- íkan danska í sjónk- anum. Mikla ánægju hef ég haft af þeim þáttum. Meðal þeirra drauma minna sem enn ekki hafa náð að rætast er sá að fá að semja íslenska framhaldsmynd í sama gæða- flokki og Kröníkan og Matador. Ég held að ríkissjónvarpið ætti að gefa sjálfu sér og þjóðinni svoleið- is sjónvarpsefni. Þá gæti verið að einhverjum færi aftur að þykja vænt um það. Þetta hafa sem betur fer verið tíð- indalítil jól. Í gær- kvöldi burtsofnaði þó frægur maður, Gerald Ford fyrr- verandi Banda- ríkjaforseti. Hann var víst orð- inn 93 ára. Hann ljómaði ekki beinlínis af persónutöfrum, en hann hafði sennilega farsæla greind. Á netinu segir uppáhalds- bloggarinn minn: „Greind eða greindarskortur ræður því sjaldnast hvort menn fá jákvæð eða neikvæð eftir- mæli, því ræður hjartalag, og Gerald Ford er talinn hafa haft heldur gott hjartalag og aukinheldur var hann prýðilega giftur. Í augum margra Evr- ópumanna var Ford hinn dæmigerði Bandaríkja- maður og vonandi tekst þjóð hans að end- urheimta sína jákvæðu ímynd. Enginn liggur Bandaríkjamönn- um á hálsi fyrir að velja fábjána í há embætti, það tíðkast líka hérna í Evr- ópu; það er tilhneiging þeirra til að velja illmenni eins og Nixon og Bush- feðga sem fer illa í hinar siðmenntuðu þjóðir heims.“ Jólafriður og farsæl greind Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjalla ð um bæk- ur, kæsta skötu, Grámunkakufl, farsæl a greind, mannssoninn frá Nasaret, jólamessu, j ólakveðjur, jólagjafir, jólakött og fleira sem tengis t hefðbundnu jólahaldi hjá venjulegri fjölskyldu í Rey kjavík. 1. tbl. 2. árg. Janúar 2007 Verð kr. 899 Ísafold 1. tbl. 2. árgangur Tím arit fyrir Íslendinga TÍMARIT FYRIR ÍSLENDINGA Tíska og förðun HEILSUBLAÐIÐ Elliheimilið Grund 2. hluti Sorphirðir í súludansi Völvuspá 2007 Móðurást Lindu Pé ÍSLENDINGUR ÁRSINS Þrítug storkar hún dauðadómi læknavísindanna. Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir bloggar um baráttuna við krabbamein og kvíðir mest að deyja frá börnunum sínum þremur. Kaffihúsafundur BDSM Undrið Gunnar Jökull Klassísk fegurð Hver er hún? Fleiri vísbendingar um glæsilegustu konu landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.