Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 40
Himinninn lýsist upp um ára- mót þegar marglitir flugeldar skjótast á loft. Við kveðjum það gamla og höldum inn í nýtt ár með fögur fyrirheit. Flug- eldasalan er helsta fjáröflun- arleið Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur og salan eykst með hverju ári sem líður. Flugbjörgunarsveitin hefur staðið vörð um öryggi landsmanna í yfir 55 ár. Allt starf sveitarinnar er unnið í sjálfboðastarfi þar sem stærsta fjáröflunarleið sveitar- innar er flugeldasala sem hefst á morgun. „Flugeldasalan er órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni fyrir okkur sem erum í Flugbjörgunarsveit- inni og við höfum selt síðan 1998,“ segir Sóley Guðmundsdóttir, sölu- stjóri og liðsmaður leitar og sjúkradeildar sveitarinnar. Sóley hefur nýlokið tveggja ára nýliða- prógrammi og varð fullgildur meðlimur í vor. Flugeldasalan ásamt öðrum fjáröflunarleiðum er forsenda starfs sveitarinnar svo Sóley vonast til að landsmenn leggi leið sína til hennar í ár að kaupa flugelda. „Ágóði af flug- eldasölunni fer meðal annars í rekstur húsnæðis, þjálfun liðs- manna og bílaflota til að nefna fátt eitt,“ segir Sóley. Flugbjörgunar- sveitin er með öflugt nýliðastarf þar sem byrjendur eru á fjöllum og í ferðum aðra hvora helgi ásamt því að sækja fræðslu og fyrir- lestra. Það tekur á bæði andlega og líkamlega að vera í leitar- og björgunarstarfi og Sóley segir að nýliðar fái einstaklega góða þjálf- un frá reyndari meðlimum. „Við hugsum vel um hvert annað ásamt því að vera í stöðugri þjálfun bæði hérlendis og erlendis. Árlega fara liðsmenn utan í þjálfun og má þar nefna til dæmis þjálfun í snjó- flóðaleit og hópstjórnun,“ segir Sóley. Björgunarsveitin er ávallt meðal fyrstu á vettvang slysa en einnig þegar ferðafólk á hálendi Íslands kemst í sjálfheldu. „Fólk er stöðugt á betri jeppum sem komast lengra, svo við þurfum alltaf að vera á bílum sem komast enn lengra til að geta bjargað þeim,“ segir Sóley. Flugbjörgun- arsveitin stendur í miklu upp- byggingarstarfi og Sóley segir mikið spennandi starf framund- an. Flugeldasalan hefst 28. desem- ber og verður á fimm stöðum: Í húsi sveitarinnar við Flugvallar- veg, B & L Grjóthálsi 1, í húsnæði Bandalags íslenskra skáta í Hraun- bæ 123, við Hólagarð Lóuhólum 2- 6 og við Jafnasel (Krónuna). Salan er opin frá kl. 10.00-22.00 og kl. 10.00-16.00 á gamlársdag. Flugeldar bjarga mannslífum Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is SKEMMTU fiÉR VEL UM ÁRAMÓTIN GAMLÁRSKVÖLD Kveiktu á útikertum 2 stk. saman í pakka Pússa›u skóna fyrir veisluna me› Max skóábur›i Helltu í glösin 10 stk. saman í pakka N†ÁRSDAGUR Hreinsa›u skóstrikin af gólfinu me› SD-20 Hreinsa›u rau›víni› úr teppinu/sófanum me› Contempo Spotting Solution fivo›u upp me› svampburstanum Eyddu reykjarlyktinni me› Airlift Skelltu á flig Wild Glove hönskum, margar ger›ir fáanlegar Ekki fagna allir jarðarbúar nýju ári þann 1. janúar. Öll menningarsvæði hafa sín tíma- töl og mikilvægar hefðir fylgja oft áramótum. Stórar hátíðir fylgja oft áramótum og geta staðið yfir í marga daga fyrir eða eftir áramótin. Áramót eru stundum tengd árstíðum, til dæmis til að fagna komu vorsins, eða þau eiga hreinan trúarlegan uppruna. Á Íslandi er auðvitað haldið upp á komu nýja ársins kvöldið fyrir nýársdag, sem er 1. janúar eins og víðast hvar á Vesturlönd- um. Afganir og Kúrdar halda hins vegar sín áramót í kringum jafn- dægur á vori þann 21. mars. Múslimar fagna komu ársins 1428 þann 20. janúar og ár svíns- ins gengur í garð í Kína 18. febrú- ar. Eþíópíubúar taka á móti nýju ári 11. september og gyðingar þann 12. en þá hefst árið 5768 hjá þeim. Nýtt ár hefst ekki alltaf 1. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.