Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 44
Sif Traustadóttir dýralæknir gefur leiðbeiningar um með- höndlun dýra sem þjást af flugeldahræðslu. Ekki hlakka allir til áramótanna og sprengjulátanna sem þeim fylgir. Hundar og kettir eru almennt ekki hrifnir af þessum hávaða og sum dýranna eru svo hrædd að það er til vandræða fyrir fjölskylduna. Séu þetta fyrstu áramót gælu- dýrsins þíns er mikilvægt að minnka líkur á neikvæðri reynslu. Hleyptu kettinum ekki út á gaml- árs-, nýársdag eða þrettándanum. Láttu hundinn aldrei vera lausan úti frá jólum og fram yfir þrett- ándann. Hann gæti hlaupið í veg fyrir bíl eða farið sér að voða af hræðslu við sprengingar. Sýni hundurinn hræðslumerki þegar sprengingar hefjast, er mik- ilvægt að halda ró sinni og látast vera ánægður með þær. Ekki vor- kenna hundinum, þar sem hætt er við því að það ýti undir ótta hans. Hafi reynsla fyrri ára ekki verið slæm er stundum hægt að afstýra því að vandamálið verði enn meira, með sérstökum æfing- um í desember og gleðilátum í kringum minni sprengingar sem þá verða. Hægt er að spila flugeldahljóð af hljóðdisk og venja dýrið þannig smám saman við lætin. Til að þetta beri árangur er mikilvægt að byrja tímanlega, hafa vandaðar upptökur og fara eftir leiðbeining- um sem þeim fylgja. Þess lags upptökur er fáanlegar hjá sumum dýralæknum. Slík langtímameð- ferð getur minnkað og jafnvel eytt flugeldahræðslu hjá dýrum. Annað sem hefur gefið góða raun eru lyktarhormón, „DAP“ fyrir hunda og „Feliway“ fyrir ketti, sem draga úr streitu og kvíða og eru án aukaverkana. Þau fást án lyfseðils hjá dýralæknum. Best er að fá úðakló sem stungið er í innstungu. Efnið dreifist þá um íbúðina. Mannfólkið finnur enga lykt af því. Best er ef úðakló- in er í sambandi frá því um miðjan desember. Æfingarnar duga hins vegar ekki, þegar vandamálið er orðið að veruleika. Þá verður að gera sér- stakar ráðstafanir heima fyrir til að minnka eins og hægt er hræðslu skepnunnar. Mikilvægt er að útbúa skot þar sem dýrið getur leitað skjóls. Til dæmis á stað sem það venur komur sínar á, eða í búri, stórum kassa eða með því að breiða dúk yfir borð eða rúm svo þar myndist dimm hola. Ekki draga hundinn fram hafi hann fundið sér öruggan stað. Best er að hafa ljósið slökkt í skotinu, en þó er betra að hafa kveikt séu miklir glampar af sprengingunum. Útvarp eða tónlist er tilvalin til að minnka hávaðann frá spreng- ingunum. Verði hundurinn óróleg- ur af því að vera einn í skotinu, má skiptast á að vera hjá honum, sýna stillingu og fela honum verkefni til að draga athyglina frá látun- um. Sé dýrið haldið ofsahræðslu, getur verið gagnlegt að gefa því róandi lyf. Verkun flestra slíkra lyfja er óáreiðanleg þegar þau eru gefin um munn og rannsóknir sýna að eldri lyf voru ekki hentug til meðhöndlunar gegn kvíða. Ef talið er að lyf komi að góðum notum skal leita tímanlega til dýralæknis. Friðsæl áramót með ferfætlingum ÞAR SEM ÍSLE NDINGUM FINNST SKEM MTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝS INGAR LAUGARD. 30. DES. 2006 DJ CURVER O G DJ KIKI-OW HÚSIÐ OPNAR K L. 01.00 ALDURSTAKMA RK 20 ÁRA MIÐAVERÐ 2500 KR. FORSALA Á NAS A.IS MIÐAVERÐ KR. 1500 HÚSIÐ OPNAR K L. 23 ALDURSTAKMA RK 20 ÁRA SUNNUD. 31. D ES. 2006 KVEÐJUDANSLE IKUR GAMLÁRSKVÖL D Í SVÖRTUM 90’ PARTÝ FÖTUM PILTARNIR Í SV ÖRTUM FÖTUM HALDA SINN SÍÐASTA DANSLEIK Í BI LI HÉR Á NASA. SÁRT VE RÐUR AÐ KVEÐ JA ÞÁ PILTA EN AÐ V ENJU VERÐUR ÞAÐ GERT MEÐ PO MP OG PRAKT ! BÚAST MÁ VIÐ ALLSKYNS UPPÁKOMUM OG JAFNVEL GÓÐUM GEST UM TIL ÞEIRRA PILTA UPP Á SV IÐ. BETRA ER AÐ MÆTA SNE MMA TIL AÐ TRYGGJA INNG ÖNGU! DJ CURVER OG DJ KIKI-OW H ALDA 90'S PAR TÝ Á GAMLÁRSKVÖ LD EN NO LIM ITS KVÖLDIN Þ EIRRA HAFA VERIÐ AÐ GER A ALLT VITLAU ST Á ÁRINU. Ó HÆTT ER AÐ SEGJA AÐ KVÖ LDIN HAFI VER IÐ MEGA-SUCC ESS OG ÞESSI BYLGJA SÉ BÚ IN AÐ KOMA S ÉR VEL FYRIR Í SKEM- MTANALÍFI LA NDANS. ÁRAMÓT Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.