Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 48
 { í aldanna skaut } 4 Búfénaður og gæludýr geta orðið hrædd við sprengingar áramótanna. Dýralæknar hafa haft í nógu að snúast undan- farna daga að gefa fólki góð ráð. „Fyrst og fremst erum við að benda fólki á að hafa dýr inni við á gamlárskvöld,“ segir Aðal- björg Jónsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar á Akureyri. Hún segir ekki ráð- legt að fara með hunda með sér á áramótabrennur. „Hundar verða almennt hræddari við sprengingarnar en kettir. Það getur verið gott að fara með hunda í góðan göngutúr fyrri part dags. Um kvöldið meðan sprengingarnar eru er ráðlegt að hafa bæði hunda og ketti inni við og gæta þess að draga fyrir glugga því dýrin óttast bæði hvellina og ljósin sem af flugeldunum stafa. Þá getur verið gott ráð að hafa rólega tónlist í gangi en slíkt getur dregið úr ótta dýranna. Aðalbjörg segir sama gilda um hesta og annan búpening. „Það er mikil- vægt að ekki sé verið að sprengja flugelda nálægt hesthúsabyggðum og öðrum gripahúsum.“ Hún segir mikilvægt að fólk sé með dýr- unum sínum og að þau séu ekki skil- in eftir ein ef þau verða hrædd. „Það er ekki gott að sýna dýr- unum of miklu vorkunnsemi, heldur er ráðlegt að tala til þeirra og hughreysta þau. Það veitir þeim meira öryggi. Dýraeigendur geta fengið róandi lyf hjá dýralæknum, séu dýr þeirra mjög hrædd við sprengingar áramótanna, en það er betra að reyna fyrst að róa þau með tónlist og með því að tala til þeirra.“ - öhö Róleg tónlist getur dregið úr ótta dýranna Mörg dýr verða hrædd þegar verið er að sprengja út árið með háværum flugeldum. Aðalbjörg Jónsdóttir, dýralæknir á Akureyri, segir gott ráð að hafa dýrin inni við og að róleg tónlist geti dregið úr ótta dýranna. Björgunarsveitirnar reka flugelda- sölur um allt land fyrir áramótin og þar er bæði hægt að fá flugelda og öryggisbúnað sem ráðlegt er að nota þegar verið er að skjóta upp. „Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á öryggisgleraugu. Eftir að við fórum að leggja áherslu á þau fyrir nokkrum árum hefur augn- slysum nánast verið útrýmt um áramót. Flest börn eru nú farin að nota gleraugun, en núna erum við að herja á að þeir eldri séu líka með öryggisgleraugun,“ segir Vilhjálm- ur Halldórsson hjá björgunarsveit- inni Ársæli. Hann segir reynsluna sýna að öryggisgleraugun geti skipt sköpum. „Það geta alltaf verið gall- ar í flugeldum og þeir sprungið öðruvísi en þeir eiga að gera. Eins hefur komið fyrir að fólk fær stjörnublys í augun á áramóta- brennum. Það borgar sig því að vera alltaf með gleraugun þegar fólk er nærri flugeldum eða blys- um. Við höfum einnig hvatt fólk til að vera með hanska þegar það er að handleika flugeldana. Það skiptir miklu að það séu ekki hanskar úr gerviefni og við höfum bent fólki á að nota leðurhanska. Þeir veita góða vernd ef eitthvað fer úrskeiðis. Þá er eitthvað um að fólk láti heyrnarhlífar á yngri börnin.“ Vilhjálmur segir að mestu máli skipti að fara eftir leiðbein- ingum um notkun flugelda. „Það hefur sýnt sig að flest slysin verða þegar verið að að nota þá á annan hátt en til er ætlast og fikt hefur oft endað illa.“ Vilhjálmur segir flugeldasöl- una hafa farið vel af stað. „Við treystum á þessa fjáröflun og hún er það sem heldur okkur gang- andi allt árið. Björgunarsveit- irnar vinna mikið sjálfboðastarf og við erum þakklát fyrir þann stuðning sem fólk veitir okkur um áramót með því að kaupa flugelda til styrktar sveitunum.“ -öhö Öryggisgleraugun bjarga Miklu máli skiptir að fara eftir leiðbeiningum um notkun flugelda. Flest slys verða út frá fikti, segir Vilhjálmur Halldórsson hjá björgunarsveitinni Ársæli. Börnum yngri en 16 ára eru ekki seldir flugeldar. Fullorðnir skulu ávallt aðstoða börn með þessa vöru. Alls ekki má handleika flugelda eftir að kveikt hefur verið í þeim þar sem þeir geta sprungið fyrir- varalaust. Hella skal vatni yfir þá. Nauðsynlegt er að hafa trausta undirstöðu undir flugeldunum áður en þeim er skotið upp. Nauðsynlegt er að hafa stöðuga undirstöðu undir standblys og skotkökur, og athuga þarf að þau þurfa mikið rými. Flugeldar og smádót eru ekki leikföng og ekki skal nota það í hrekki. Oft verða slæm slys af þessum völdum. Börn skulu ávallt vera undir eft- irliti fullorðinna í návist flugelda. Allir eiga að hafa öryggisgler- augu, einnig þeir sem horfa á. Víkja skal vel frá eftir að búið er að kveikja í flugeldunum. Mikilvægt er að hafa nægt rými þegar valinn er skotstaður. Hæfi- legt er að hafa að minnsta kosti 20 metra fjarlægð frá húsum. Aldrei má kveikja í flugeldum meðan haldið er á þeim. Aðeins má halda á sérmerktum hand- blysum. Flest alvarlegustu slysin verða vegna fikts. Mjög hættulegt er að taka flugelda í sundur og búa til heimagerðar sprengjur. Höfum dýrin í huga þegar sprengdir eru flugeldar. Halda skal þeim innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingun- um. Hundar, kettir og hestar eru sérstaklega viðkvæmir. Athugið að standa ekki nærri er flugeldar eru sprengdir. Hávaði frá þeim getur skaðað heyrnina. Góð ráð við meðferð flugelda og blysa www.flugeldar.is Áfengi og flugeldar fara ekki saman Gæta þarf fyllstu varúðar þegar skotið er upp flugeldum. Ef eitthvað fer úrskeiðis þarf fólk að vera fljótt að bregðast við. Því er ekki ráðlegt að fólk sem hefur drukkið áfengi um kvöldið sjái um að skjóta upp flugeldunum. Eyrnahlífar á yngstu börnin Gott getur verið að setja eyrnahlífar á yngstu börn- in. Þau eiga til að hræðast háværa hvelli frá flugeldunum. Eins geta þeir valdið tjóni á heyrn. Eyrnahlífar geta því komið sér vel um áramót. Öryggisgleraugu á alla fjölskylduna Öryggisgleraugu geta skipt sköpum ef óhöpp verða með flugelda og blys. Það á jafnt við um börn og fullorðna. Það er því mikilvægt að þeir fullorðnu setji upp gleraugun, sjálfum sér til verndar og til að setja gott fordæmi fyrir þá yngri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.