Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 82
ham Íslands í tvíriti, skartmenni mikil þó þeir sækist ekki eftir sviðsljósinu eins og margur kynni að ætla. Kappsfullir menn, sagðir sinna sínum fjölskyldum vel og beina nú öllum sínum kröftum að viðskiptasviðinu þar sem þeir eru umsvifamiklir í fasteigna- viðskiptum. Jónína bauð sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins enda sögð drifin áfram af miklum metnaði. Hún er sögð sjálfsör- ugg en á til að færast of mikið í fang og skipu- lagning ekki sögð henn- ar sterka hlið. Jónína er lögmaður og sögð orð- heldin. Hún kemur vel fyrir og er henni reiknað til tekna að tala mannamál – eins og það heitir. Þótti fara algerlega á kostum í einleik sínum Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu í Borg- arnesi og hlaut verð- skuldaða athygli. Honum er lýst sem eðalmenni í alla staði, frá honum stafar orka sem smitar aðra auveldlega. Frum- leiki er sagður hans aðall og hann sagður fyndinn stuðbolti – þó án þess að vera yfirborðsleg- ur. Helsti löstur Benedikts er sagður vera slóðaskapur í umgengni en það er sagður tittlingaskítur miðað við kostina sem felast til dæmis í ættrækni og umhyggjusemi. Geiri – hinn umdeildi eigandi súlustaðarins Goldfinger – komst í sviðsljósið þegar hann settist upp hjá keppinautum sínum á Bóhem og heimtaði leigu. Var í kjölfarið handtekinn af lögreglu. Geiri er sagð- ur stórtækur í öllu, algert gæðablóð með stórt hjarta. Ætíð boð- inn og búinn við að aðstoða þá sem minna mega sín. Hann er ætt- rækinn og traustur vinur vina sinna. Geiri hefur látið til sín taka í ýmsum góðgerðamál- um en andstæðingar hans, sem eru nokkrir bæði meðal keppinauta og femínista, vilja meina að með því sé hann að lappa upp á skuggalega ímynd sína sem súlukóngur. Óskar fór fyrir vöskum laganna vörðum á Egilsstöðum sem fóru gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mörgum þótti sem löggan hefði farið fram af of mikilli hörku en Óskar féllst á að það gæti hugsast. Óskar er af vinum sagður fastur fyrir, öflug- ur og maður stórra verka: Athugull og varkár maður sem gætir þess að vera ætíð með allt á hreinu í leik og starfi. Honum er líkt við klett í hafi og Óskar sagður heiðarlegur umfram allt og sannsögull. Óskar er félagsmálafrömuður og frænd- rækinn. Tild dæmis upphafsmaður Bjart- marz-golfmótsins þar sem ættingjar koma saman og sveifla kylfum. Gunnar Smári var í fréttum með jöfnu millibili allt þetta ár enda stóð hann í ströngu við að koma á fót fríblaði í Kaupmannahöfn auk þess sem gustaði um fyrirtækið þar sem hann sat áður sem forstjóri – Dagsbrún. Smári er sagður einstaklega hug- myndaríkur og skarpgreindur uppreisnar- maður sem ekki ber virðingu fyrir einu né neinu – einum né neinum. Hann þykir hrjúf- ur í samskiptum en á til að vera öðrum mönnum skemmtilegri. Ólíkindatól og frum- kvöðull sem kann illa við sig á lygnum sjó. Kristján komst í fréttir þegar hann tók Hval 9 í slipp öllum að óvörum. Líkt og hann vissi eitthvað sem aðrir ekki vissu þegar hann sagði að hvalirnir væru að bíða eftir skutlin- um. Kristján er sagður skemmtilega óheflað- ur, kemur til dyranna eins og hann er klædd- ur og mönnum hættir til að vanmeta hann vegna þess hversu hálfkæringslegur hann getur verið í fram- komu. En Kristján er klókur og framsýnn. Glaður á góðri stundu og hrókur alls fagnað- ar. Öll þjóðin fylgdist grannt með gangi mála í raunveru- leikaþættinum Rock Star Super- nova þar sem Magni sló eftir- minnilega í gegn og komst í úrslit. Magni er sagður hvers manns hug- ljúfi, jákvæður maður sem á auð- velt með að laga sig að nýjum aðstæð- um. Tónlistin hefur ávallt verið hans helsta áhugamál en sá ævintýralegi bransi hefur ekki þau áhrif á hinn jarðbundna Magna, sem er fjölskyldumaður, að hann láti blindast af sviðsljósinu. Nema síður sé. Hún var kjörin í september formað- ur nýstofnaðs leik- skólaráðs sem dugði til að koma henni í kastljós fjölmiðla. Sögð hörkudugleg og afkastamikil jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Frami hennar innan Sjálfstæðis- flokksins hefur verið skjótur en hún er sögð skemmtileg, hláturmild og heiðar- leg. Hlý, skemmtileg og skarpgreind er hún sögð af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Frumsýnd var í septemb- ermánuði mynd Ragnars Börn sem sló algerlega í gegn meðal gagnrýnenda. Ragnar er sagður hug- myndaríkur alþýðupiltur, gull af manni og hjálpsam- ur svo af ber. Hann á auð- velt með að hrífa fólk með sér sem er kostur sem nýt- ist Ragnari vel í kvikmyndabransanum þar sem atvinnuöryggi er ekki til staðar. Fínn húmoristi og fordómalaus. Ásthildur er einhver besta knattspyrnukona sem þetta land hefur eignast og sló í gegn með Malmö í Svíþjóð þar sem hún raðaði mörkunum inn. Ásthildur er sögð ákveðin og helgar sig markmiðum sínum algerlega. Sjálfsaginn er því ríkur á þeim bænum. Hún er mikill leiðtogi utan sem innan vallar, þykir frábær félagi sem á auðvelt með að slá á létta strengi. Sjálfstraust er sagt ein- kenna hana öðru fremur. Eldhuginn og hugsjóna- maðurinn Ómar dreif fimmtán þúsund manns með sér niður Laugaveg- inn til að mótmæla því að Jöklu væri komið í bönd. Einhver stærsta mótmæla- ganga Íslandssögunnar. Ómar er sagður strangheiðarlegur, sann- sögull tilfinningamaður og rómantískur. Ofvirkur bíla-, box- og flugdellukarl sem á sér sínar rólegu stundir í bókagrúski. Lenti í sviðsljósinu þegar hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Sam- ferðamenn sem Frétta- blaðið leituðu til við að varpa ljósi á manninn luku upp einróma lofs- orði á þennan sérstaklega hjálpfúsa, ráðagóða og trygga mann. Hann er sagður einstakur húmoristi, vandaður, skemmtilegur, þægi- legur í viðkynnningu, kann að þegja yfir leyndarmálum, störf sín leysir hann óað- finnanlega og í raun forréttindi fyrir alla þá sem hafa kynnst honum að umgangast þenn- an einhvern vandaðasta mann sem um getur. Varð miðpunktur í máli málanna þegar hann greindi frá grunsemdum sínum um að sími hans í utanríkisráðuneytinu hefði verið hleraður. Jón Baldvin er sagð- ur hvatvís, skarp- greindur, vel lesinn og mælskumaður svo af ber. Hann leyfir sér að skipta um skoð- un, býr yfir óbilandi sjálfstrausti en er óþolinmóður. Þrátt fyrir ótvíræða leiðtogahæfileika bar honum ekki gæfa til að stjórna Alþýðuflokknum milli skers og báru heldur upp í fjöru. Forsprakki hinnar miklu tónlistarhátíðar Icland Airwaves stóð í ströngu í októbermán- uði. Þorsteinn er sagð- ur fara sínar eigin leiðir, vera ákaflega sjálfstæður maður sem tekur vinnutarnir en slakar vel á þess á milli. Þorsteinn er sagður hugmyndaríkur, lúmskur húmoristi og skemmtilegur í samstarfi – þótt hann eigi til að reynast óútreiknanlegur. Hildur hlaut við- urkenningu Jafn- réttisráðs en fáa hefði grunað á unglingsárum hennar að henni ætti eftir að hlotn- ast slík vegsemd – hlédræg sem hún var en þó virk í samkvæmislífi jafnaldra sinna. Hildur er sögð heilsteyptur kar- akter, dugleg og fylgin sér og þolir illa kyrrstöðu. Framsýn sögð og hefur leitt fyrirtæki sitt fram veginn gegnum breyt- ingar. Hún er heiðarleg, traust og þægileg en skemmtileg þess utan. Hlaut glæsilega kosningu í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins og það dugði til að koma þessum ágæta rektor HR í sviðsljósið. Guð- finna er sögð smit- andi af verkgleði en viðmælendur Fréttablaðsins völdu henni eftir- farandi einkunnir en fundu ekki á henni nokkurn galla: Vingjarnleg, kraftmikil, ákveð- in, aðlaðandi, fram- sýn, nútímakona, sjálfsörugg og frumkvöðull. Varla er meira hægt að segja um þessa aðsópsmiklu konu sem næsta víst má telja að setjist á þing eftir næstu kosningar. Formaður Frjálslynda flokksins lenti að vonum í miðri deig- lunni þegar umræðan um útlendinga á Íslandi geisaði hér fyrir skemmstu. Og gerir enn. Líkt og margir menn vikunn- ar er Guðjón hjarta- hlýr húmoristi. Gleði- og söngmaður mikill og ákaflega tryggur sínu fólki. Viðmæl- endur blaðsins nefndu hversu einstaklega barngóður hann er. Sjálfur er hann sjö barna faðir. Guðjón er ósérhlífinn og gengur í þau verk sem vinna þarf. Alvörugefni spaugarinn Ævar Örn komst í sviðs- ljósið þegar hann var til- nefndur til Glerlykilsins fyrir Blóðberg. Áður hafði nýjasta glæpasaga hans fengið afar lofsam- lega dóma. Ævar Örn er sagður fljótur að hugsa, öðrum mönnum skemmtilegri í samstarfi en á til að vera hrjúfur í framkomu. Ævar er sagður óstund- vís og lengi að koma sér að verki. En þegar hann hefst handa stendur ekkert í vegi. Lífs- nautnamaður og glaður á góðri stund. Birgir Leifur náði þeim merka áfanga að verða fyrstur íslenskra kylfinga að komast á Evrópsku mótaröðina. Heimildar- menn blaðsins segja enda helstu persónueinkenni Birgis þolinmæði og þrautseigja ásamt góðri blöndu af einbeitingu, nákvæmni og ögn af kæruleysi. Sigrún Björk mun á nýju ári taka við starfi bæjarstjóra á Akureyri en sam- viskusemi og ein- beitni eru þau orð sem best þykja lýsa henni. Sigrún er heimshornaflakkari, hefur farið um allan heim, er listunnandi, skynsöm og laus við allar öfgar. Hún er hugmyndarík og hefur þann dug sem þarf til að fylgja hugmyndum sínum eftir og láta þær verða að veruleika. Á dögunum komst nafn hennar í hámæli þegar tilkynnt var að Sigríður Björk væri verðandi aðstoðar- ríkislögreglustjóri. Og allir þeir sem tjáðu sig um hana við blaðið voru á einu máli um að þar færi hörkuklár, dugleg og skemmtileg kona sem hefur til að bera ákaflega jákvæðan metnað í starfi. Fyrirmyndar embættismaður en jafnframt mikil fjölskyldukona – ættrækin og félagslynd. Máni skaust í fjórða sætið á breska smá- skífulistanum á sinni fyrstu viku með lag sitt Bing bang úr Latabæ – einstætt afrek – Máni enda tónlistarséní. Hann er hins vegar hlé- drægur og miklast ekki af afrekum sínum. Fremur að velgengnin komi honum á óvart. Þótt Máni troði sér ekki í sviðsljósið segja þeir sem þekkja fáa menn skemmtilegri, hann þykir frábær sögumað- ur og hrókur alls fagnaðar. Lífsnautnamað- ur og kokkur góður sem ekki kann að segja nei og tekur því að sér fleiri verkefni en góðu hófi gegnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.