Fréttablaðið - 30.12.2006, Side 88

Fréttablaðið - 30.12.2006, Side 88
 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Í dag lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 Síðasta dag ársins efnir Listvinafé- lag Hallgrímskirkju að venju til tónleika skömmu eftir sólarlag þar sem árið er kvatt með söng og lúðrahljómi af Trompeteria-hópn- um, Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni trompetleikur- um ásamt Herði Áskelssyni orgel- leikara, en áralöng hefð er fyrir þessum áramótatónleikum fyrir fullu húsi. Við upphaf 25. starfsárs List- vinafélags Hallgrímskirkju gengur Kristinn Sigmundsson, einn dáðasti einsöngvari þjóðarinnar, til liðs við Trompeteriu. Kristinn syngur þrjár aríur frá fyrri hluta 18. aldar, hinu glæsilega blómaskeiði barokksins. Tvær þeirra eru meðal þekktustu bassaaría óratóríubókmenntanna og allar eru samdar sem samspil söngvarans og einleikstrompets. Þetta eru aríurnar Großer Herr, o starker König úr Jólaóratóríu Bachs, Wacht auf, ihr Adern und ihr Glieder úr kantötu hans Unser Mund sei voll Lachens og arían The Trum- pet shall Sound úr óratoríunni Messías eftir Händel. Strengjaleik- arar leika með í aríum Kristins. Að auki hljómar á tónleikunum Rondeau eftir Jean Joseph Mouret sem starfaði við frönsku hirðina og óperuhús Parísar, Tokkata í D-dúr eftir Alessandro Scarlatti og hið kunna Adagio í g-moll eftir Tomaso Albinoni. Öll þekkt hátíðarverk. Kristinn hefur sungið fjölda óperuhlutverka við helstu óperuhús Evrópu og Ameríku hin síðari ár; sungið með þekktum hljómsveitar- stjórum, James Levine, Riccardo Muti, Bernard Haitink, Sir Colin Davis og fleirum; tekið þátt í erlend- um óperu- og óratóríuhljóðritunum auk þess sem hann hefur hljóðritað tvo ljóðaflokka Schuberts, Svana- söng og Vetrarferðina, ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Sam- starf hans við Hallgrímskirkju stendur á gamalli rót: Kristinn syngur á fyrstu jólahljómplötu Mót- ettukórs Hallgrímskirkju, Ég held glaður jól árið 1985. Samstarf Ásgeirs, Eiríks Arnar og Harðar hófst árið 1993. Á síðasta ári komu þeir fram í hinum fræga tónleikasal Fílharmóníunnar í Pét- ursborg. Næsta ár verða þeir gestir á orgeltónlistarhátíð í Suður-Þýska- landi. Ásgeir og Eiríkur leika báðir með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess að vera virkir í tónlistarlífinu almennt. Eftir framhaldsnám var Hörður ráðinn organisti og kantor Hall- grímskirkju árið 1982 þar sem hann hefur starfað síðan. Hann stjórnar Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum og er listrænn stjórnandi Kirkjulistahátíðar og Sumarkvölds við orgelið. Hörður var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2002, hefur hlotið Íslensku tón- listarverðlaunin og tvisvar verið valinn tónlistarmaður ársins af DV. Þá hefur hann nýverið verið skipað- ur söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Hörður hlaut Íslensku bjartsýnis- verðlaunin 2006. Sólsetur á gamlársdag Í dag kl. 14.40 verður Viðar Egg- ertsson leikstjóri með fléttuþátt á Gufunni um stuttmyndina Ágirnd frá 1952 og höfunda hennar, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og Svölu Hannesdóttur leikkonu. Svala var ung leikkona og hand- ritshöfundur og Óskar var þá einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar. Hvort þeirra var höf- undur myndarinnar Ágirndar sem hefur verið eignuð þeim báðum er ein helsta spurning sem Viðar veltir upp í þættinum. Þátturinn hverfist um kvik- myndina og þá dramatísku við- burði sem urðu í lífi þessara tveggja listamanna þegar þau unnu að henni. Hún vakti tals- verða athygli og er mörgum minn- isstæð sem sáu. Sýningar voru stöðvaðar af lögreglunni og prest- ar fordæmdu hana úr predikunar- stólum. Víða er leitað fanga í þætt- inum og rætt er við nokkra þeirra sem komu að myndinni og eins þá sem þekktu Óskar og Svölu. Stuttmyndin Ágirnd hefur verið þekkt um langt skeið, en konur í kvikmyndabransanum hafa veitt henni nokkra athygli hin síðari misseri og þaðan kom sú hugmynd hjá Viðari að kanna sögu myndarinnar og Svölu. Konur voru lengi framan af fáar í íslenskri kvikmyndagerð, þó nokkrar íslenskar konur sem fluttu vestur um haf störfuðu í Hollywood, karlar reyndar líka, bæði Bjarni Björnsson og teiknar- inn Thorsson. Svala er eitt af fáum dæmum um konur sem höfðu frumkvæði í kvikmyndun hér á landi, þó Rigmor Hansson léti kvikmynda dansa sína 1930 og Sig- ríður Ármann væri kvikmynduð af Lofti Guðmundssyni 1947. Svala var nemandi í leiklistar- skóla Ævars Kvaran en hann og Óskar voru samstarfsmenn. Óskar var virkur á þessum áratug, hafði nýlokið við Björgunina við Látra- bjarg 1949 sem er einstök heim- ildamynd og vanmetin í íslenskri menningarsögu. Hann gerði síðan leiknu myndina Nýtt hlutverk 1954. Í dag geta menn svo heyrt söguna af leiklistarnemandanum Svölu Hannesdóttur og stuttmynd- inni hennar. Myndin er raunar það eina sem til er af leik hennar – fer- ill hennar varð ekki lengri og hún steig aldrei á svið. Nú er að skýrast hvaða norrænu myndir verða til skoðunar á hátíð- inni í Sundance sem Robert Red- ford stofnaði til í Utah, en hún er að verða ein mikilvægasta kvik- myndahátíð vestanhafs. Hátíðin er haldin dagana 18. til 28. janúar. Þegar hefur Fréttablaðið greint frá að Dagur Kári verði þar í önd- vegi í sérstakri deild um kvik- myndir í framleiðslu sem japanska ríkissjónvarpið stendur fyrir. Þar mun Dagur kynna næstu mynd sína, Good Heart, sem nýlega fékk góðan styrk frá Eurimages-sjóðn- um og áætlað er að verði tekin á næsta ári í Oakland. Það er Zik Zak sem framleiðir. Þá verður stuttmynd Ísoldar Uggadóttur, Góður gestur, sýnd á Sundance. Danir og Norðmenn eru líka glaðir yfir sínum hlut í Utah: fjórar danskar myndir og tvær norskar keppa á Sundance. Þang- að fara tvær danskar verðlauna- myndir frá heimildamyndahátíð- inni í Amsterdam, Klaustrið eftir Pernille Rose Grønkjær og Óvinir hamingjunnar eftir Eva Mulvat. Þær keppa í flokknum heims- myndir heimildamynda. Klaustr- ið vann Joris Ivens-verðlaunin í Amsterdam og segir frá trúuðum öldungi sem á gamla höll sem hann vill gera að hæli fyrir rússneskar nunnur. Óvinirnir vann Silfur-úlfinn í Amsterdam og segur af frambjóðanda til þings í Afganistan. Þær keppa við fjór- tán aðrar myndir og þeirra á meðal er tékknesk/norsk mynd, Á bláþræði, sem lýsir munaðarlaus- um börnum í Kína sem eru í þjálf- un við að ganga á kaðli samkvæmt fornri hefð Uyghur en það er mús- límskur minnihlutaflokkur. Norska leikna myndin Reprice er lögð fram til Óskars fyrir Norð- menn og verður kynnt á Sundance. Leikstjóri er Joakim Trier. Danska leikna myndin Offscreen er sýnd í flokknum Nýjar lendur. Leikstjóri er Christoffer Boe. Þá er stutt- myndin danska, Sophie, eftir Birg- itte Stærmose í stuttmyndakeppn- inni ásam Goðum gesti Ísoldar. Norrænar myndir á Sundance
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.