Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 94
!óíbí.rk054 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna!MEÐ ÍSLENSKU TALI Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók Þegar myrkrið skellur á... hefst ævintýrið! Klikkuð grínmynd þar sem Jack Black og Kyle Gass fara á kostum í leit að Örlaganöglinni. Stútfull af frábærri tónlist. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 KÖLD SLÓÐ kl. 3.40, 5.50, 8.20 og 10.30 B.I. 12 ÁRA ERAGON kl. 3, 6, 8.20 og 10.40 B.I. 10 ÁRA ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 3 og 6 TENACIOUS D kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 12 ÁRA CASINO ROYALE kl. 10.20 B.I. 14 ÁRA MÝRIN W.ENGLISH SUBTITLES kl. 8 B.I. 12 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 3 KÖLD SLÓÐ kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15 ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 1.30, 3.40 og 5.50 ERAGON kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 10 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 1 og 3.20 CASINO ROYALE kl. 8 og 10.50 B.I. 14 ÁRA HNOTUBRJÓTSPRINSINN ÍSL. TAL kl. 1.30 HÁTÍÐ Í BÆ kl. 1.30, 3.40 og 5.50 BORAT kl. 10.20 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 8 B.I. 12 ÁRA KÖLD SLÓÐ kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 2 og 4 TENACIOUS D kl. 8 og 10 ERAGON kl. 1.40, 3.50, 6 B.I. 10 ÁRA 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi SPENNUMYND EFTIR BJÖRN B. BJÖRNSSON ÞAÐ ER HÆTTULEGT AÐ LEITA SANNLEIKANS - ÞÚ GÆTIR FUNDIÐ HANN... !óíbí.rk054 Gildir á allar sýningar í Borgarbíó merktar með rauðu Leikstjórinn Spike Lee mun leik- stýra kvikmynd um ævi tónlistar- mannsins James Brown, en eins og kunnugt er þá lést Brown á jóladag. Það er kvikmyndafyrirtækið Para- mount sem framleiðir kvikmynd- ina og mun ofurframleiðandinn Brian Grazer sitja í stafni. „Ég þekkti hann vel og eyddi miklum tíma með honum. Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi dáið á jóladag, því hann var stjarna og stjörnur yfirgefa heiminn með þessum hætti,“ segir Grazer. Skömmu fyrir andlát sitt hafði James Brown unnið náið með Graz- er að gerð myndarinnar en þeir eyddum miklum tíma saman við að skrásetja atburði úr lífi hans og rannsaka aðra hluti tengda lífs- hlaupi fönkmeistarans. Þá hafði Brown gefið Grazer fullt leyfi til þess að nota alla tónlist eftir sig í kvikmyndinni. Tökur eiga að hefjast árið 2008, en Spike Lee hefur í mörgu að snúast þangað til. Meðal annars hefur verið rætt um að gera framhald af kvikmyndinni Inside Man sem kom út á árinu, en hún hlaut ekki aðeins frábæra dóma, heldur einn- ig mikla aðsókn. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða leikari fær að túlka Brown á hvíta tjaldinu, en nefndir hafa verið Eddie Murphy, André 3000, Terrence Howard, Jamie Foxx og Taye Diggs. Spike gerir mynd um Brown Í Kaldri slóð segir frá blaðamann- inum Baldri sem vinnur á hinu refjalausa Síðdegisblaði. Þegar fréttir berast af dauða öryggis- varðar í virkjun úti á landi trúir móðir Baldurs honum fyrir því að hinn látni er faðir hans. Þrátt fyrir sviplegan dauðdaga öryggisvarð- arins sér lögreglan ekki ástæðu til að aðhafast frekar og Baldur ákveður því að rannsaka málið upp á eigin spýtur og ræður sig í vinnu í virkjuninni. Þar kynnist hann Freyju sem býr á bæ í grenndinni og sér starfsmönnum virkjunar- innar fyrir vistum. Baldur kemst hins vegar fljótlega að því að vinnufélagarnir eru lítt hrifnir af snuðrinu í honum, enda lóna aðrir og eldri glæpir í bakgrunni, og þeir eru reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar til að losa sig við hann. Köld slóð hefur margt til brunns að bera og fléttan er snjöll í grunninn. Björn Brynjúlfur Björnsson á að baki langan feril í auglýsingagerð og kemur því ekki á óvart að útlit myndarinnar er til fyrirmyndar; kaldranaleg virkjunin er sérstak- lega vel heppnað umhverfi fyrir spennumynd og býður upp á fjöl- marga möguleika (í raun mesta furða að ekki hafi verið gerð mynd þar áður). Þá er reyfarinn heppileg- ur vettvangur til samfélagsrýni og virkjunin þjónar líka þeim tilgangi að sagan kallast á við samtíma sinn. Hér er sumsé uppskrift að trylli sem lofar góðu. Illu heilli hefði úrvinnslan mátt vera betri. Atburðarásin er brokk- geng og heldur ekki alltaf dampi en til að bæta það upp er gripið til brellna á borð hraðar klippingar og yfirdrifna tónlist við minnstu til- efni (tónlistin er reyndar einn helsti ljóður myndarinnar, stuðandi frá fyrsta atriði). Þegar á líður skellir Björn Brynjúlfur hins vegar á skeið og nær býsna góðum spretti, sem sýnir að með þéttara handriti og meiri keyrslu hefði Köld slóð getað orðið hörku aksjón. Persónur eru fáar en rista aftur á móti fæstar djúpt. Baldur er hrjáð- ur maður og eirðarlaus í föðurleysi sínu, finnur fró í að gilja konur sem hann getur þó ekki tengst tryggða- böndum og skutlar móður sinni í tangó. Þröstur Leó Gunnarsson skil- ar rullunni hins vegar af stakri fag- mennsku, er eðlilegur og tilgerðar- laus, meira að segja í undarlegum senum borð við baðferðina á hálend- inu, sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Það er lítil stígandi í samskiptum Baldurs og vinnufélaganna – þeir hafa ímugust á honum frá fyrstu stundu og þar við situr. Aldrei hef ég séð Helga Björnsson jafn yggl- dan á brún en hann sýnir að hann getur brugðið sér í hvaða kvikinda líki svo vel er. Tómas Lemarquis er skemmtilega kærulaus í hlutverki Sigga en hefði að ósekju mátt spila hann vitgrannari (hann skartar auk þess skrýtinni hárkollu sem stór- furðulegt gervinef Hilmis Snæs Guðnasonar stelur reyndar allri athygli frá). Elva Ósk er traust að vanda sem og Hjalti Rögnvaldsson, þótt umskiptin hefðu þolað meiri öfga. Aníta Briem er sæt í litlu hlut- verki sem krefst ekki mikils meira. Leikhópurinn líður hins vegar allur fyrir að sitja uppi með texta sem er oft á tíðum stirðbusalegur. Flétta myndarinnar lofar góðu framan af en er kannski helst til hefðbundin, allt er eftir bókinni og villuljósin á sínum stað, og fyrir vikið verður sagan fyrirsjáanleg á köflum. Þá er sveitarómantík ættuð frá fyrri hluta 20. aldar full fyrir- ferðarmikil fyrir þann sem þetta skrifar, (laskaða og lúna borgar- barnið finnur frið og ást í sveitinni) en það er svo sem smekksatriði. Málalyktir eru helst til farsælar miðað við það sem á undan er geng- ið en eru þó sýnu skárri en þegar töfraraunsæið yfirnáttúrulega fer að spila stóra rullu. Glæpasagan þarf að halda sig á jörðinni. Spor í allar áttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.