Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 104
Þótt mér sjálfum hafi liðið mest-megnis alveg ágætlega og átt margar góðar stundir, verið í góðu jafnvægi og svo framvegis á árinu sem er að líða, þá get ég ekki neit- að því að eftir því sem ég hugsa meira um það finnst mér árið hafa einkennst af talsverðum pirringi og dálítið spaugilegum skætingi. Það er eins og það hafi legið eitt- hvað þrumuský yfir jörðinni. (menn ársins að mínu mati) hófu leikinn með því að skop- ast af tómri ólund og derringi út í Múhameð spámann svo bókstaf- strúaðir íslamstrúarmenn urðu bandsjóðandi vitlausir og brenndu fána frænda vorra úti um öll Mið- Austurlönd. Og ekki voru hinir trúuðu fyrr búnir að róa sig niður en sjálfur páfinn þurfti endilega að opna munninn og móðga þá alla á einu bretti með ræðuhöldum svo allt rauk í bál og brand að nýju. héldu áfram að böggast út í menn og málefni og létu næst ólund sína bitna á okkur, sjálfri frænd- þjóðinni, með stanslausum greina- skrifum um að við vissum ekkert í okkar hundshaus um peninga og að við ættum, gott ef ekki, helst að vera heima hjá okkur með okkar illa fengna mafíósafé. Er nema von maður spyrji: Hvað var málið með Dani á árinu? Klikkaði eitthvað í þessum árgangi af Túborg og Faxe? Chavez Venesúelaforseti lét skammirnar dynja á Banda- ríkjaforseta og öllu hans liði á þingi Sameinuðu þjóðanna, líkti Bush við kölska sjálfan og sagði leggja af honum brennisteinsfýlu. Þing- heimur fagnaði (ca. til hálfs), enda meistaralegur skætingur þar á ferðinni. Líklega sá besti á árinu. manneskja, Silvía Nótt (að vísu leikin persóna, en hvað um það), sá um skætinginn á okkar vegum úti í heimi og náði því sem næst að móðga heila þjóð, Grikki, enda dugði ekkert minna á ári hins mikla millilandaskætings. Hráki hennar framan í blaðamann var í stíl við annað á árinu. Rak ekki landsliðsfyrirliði Frakka, Zinedine Zidane, höfuðið í bringuna á hinum ítalska Matarazzi á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu og var rekinn af velli bölv- andi og ragnandi fyrir vikið? á landi vantaði ekki dóna- skapinn. DV varð hreinlega að hætta daglegri útgáfu út af dóna- skap. Og menn rifust fyrir dóm- stólum. Baugsmálið náði nýjum hæðum í hringavitleysu en best var þó þegar genarannsóknafyrir- tækið deCode fór í mál við Banda- ríkjamann sem heitir því fróma nafni Jesus. Það vantaði bara í sögu þessa umdeilda fyrirtækis að það færi í mál við Mannssoninn. var sem sagt mikil spenna í loftinu. Við hverju öðru er að líka að búast svo sem í heimi sem er sífellt verið að spá tortímingu? Fuglaflensan átti að hafa gengið af okkur dauðum miðað við spár í upphafi árs. Er von nema menn séu tens? Og jöklarnir að bráðna. Ég óska bara landsmönnum öllum gleðilegs árs og friðar. Það er ekk- ert annað að gera en að reyna að vera bjartsýnn. Ár skætingsins 27. desember - 21. janúar ÚTSALA RÝMUM FYRIR NÝJUM OG SPENNANDI VÖRUM Opið 30. desember 10:00 - 18:00 | Lokað 31. desember | Lokað 1. janúar | www.IKEA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.