Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 2

Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 2
Tryggvi Kr. Ólafsson, rannsóknarlögreglu- maður í Vestmannaeyjum, segist ekki geta svarað því hvort upplýsingar úr farsímakerfum hefðu hjálpað til við rannsókn á íkveikju í Ísfélaginu. „Þetta var einfaldlega tilraun og ætlunin var að bera upplýsingarnar saman við önnur gögn í málinu, hefðu þær fengist. Þetta var bara hugmynd sem við ákváðum að láta reyna á.“ Að sögn Tryggva er ekkert nýtt að frétta af rannsókninni og engar handtökur hafa verið átt sér stað. Bruninn í Ísfélaginu var fjórða íkveikjan í Eyjum í desembermánuði einum og sú ellefta á sex árum. Vildu upplýs- ingar úr símum Fjörutíu og átta ára gamall karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændis- konur á Austur-Englandi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald fram í maí. Dómari í Ipswich ákvað þetta í gær. Steve Wright var ákærður fyrir morðin þann 21. desember síðastliðinn. Er hann kom fyrir dómarann í gær andmælti hann hvorki ákærunum né fór fram á lausn gegn tryggingu. Lík kvennanna, sem voru á aldrinum 19 til 29 ára, fundust á ellefu daga tímabili fyrri hluta desember í kringum Ipswich. Gæsluvarðhald fram í maí Frumvarpið um Ríkisútvarpið hefur verið til umfjöllunar í menntamálanefnd Alþingis síðan hlé var gert á þingstörfum 9. desember. Nefndin fundar í dag og verður Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlits- ins, meðal gesta. Sigurður Kári Kristjánsson nefndarformað- ur segir upplýs- ingum og sjónarmiðum hafa verið safnað en enn hafi ekki borið á góma að breyta frum- varpinu. „Málið er ekki komið á það stig,“ segir Sigurður Kári. Hann býst við að nefndin komi saman einu sinni eða tvisvar áður en þingstörf hefjast 15. janúar en þá verður Ríkisútvarpið fyrsta mál á dagskrá. Ekki verið rætt um breytingar Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS SUBARU IMPREZA GL Nýskr. 04.99 - Sjálfskiptur - Ekinn 160 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð á ður: 68 0.000 - Tilboð : 490.00 0.- Bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að skipulögð verði sérstök lóð í Kórahverfinu fyrir einbýlishús auðmannsins Þor- steins Vilhelmssonar. Lóðum í Austurkór var úthlut- að í nóvember síðastliðnum. Um 300 umsækjendur voru um lóðirn- ar, sem langflestar, eða um 60 tals- ins, eru fyrir einbýlishús. Flestir munu hafa sótt um endalóðina Austurkór 159. Meðal þeirra voru hjónin Þorsteinn Vilhelmsson og Þóra Jónsdóttir. Þorsteinn er einna þekktastur fyrir að vera einna svokallaðra Samherjafrænda frá Akureyri. Hann er í dag aðaleig- andi fjárfestingafélagsins Atorku. Við útdrátt kom umrædd lóð í hlut Gunnars Jóhannssonar og Lindu Bentsdóttur. Mánuði síðar, sex dögum fyrir jól, átti Þorsteinn fund með Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra og fór fram á að fyrir hann yrði skipulögð sérstök bygg- ingarlóð á opnu svæði norðvestan við Austurkór 159. Daginn eftir sendi Þorsteinn Gunnari formlegt bréf og vísaði í samtal þeirra: „Undirritaður leyfir sér jafn- framt að ítreka það sem þá kom fram að hann hefur mikinn áhuga á því að búa áfram í Kópavogi,“ skrifar Þorsteinn bæjarstjóranum. „Leyfi ég mér nú að óska eftir því að málið verði tekið til velvilj- aðrar skoðunar af hálfu Kópavogs- bæjar og mér úhlutuð umrædd lóð komi til þess að hún verði sam- þykkt,“ segir loks í bréfi Þorsteins sem bæjarstjórinn lagði fyrir bæjarráðsfund 21. desember. Bæjarráð kvaðst telja jákvætt að skoða hvort hægt væri að koma lóðinni fyrir og óskaði eftir að fá umsögn Smára Smárasonar skipu- lagsstjóra bæjarins. Smári sagðist ekki gera athugasemd við stofnun lóðarinnar. Ekki náðist í Gunnar bæjar- stjóra sem er í leyfi. Staðgengill hans, Páll Magnússon bæjarritari, segist ekki geta sagt til um hvort Þorsteinn fái lóðina eða hvort hún verði auglýst til úthlutunar sam- kvæmt gildandi reglum. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það en hins vegar fer málið af stað að hans beiðni. Bæjarráð mundi væntanlega taka ákvörðun um það hvernig lóðinni yrði ráð- stafað ef hún verður til,“ segir Páll. Linda Bentsdóttir og Gunnar Jóhannsson, sem verða ekki leng- ur á endalóð, segjast afar ósátt við vinnubrögð bæjaryfirvalda. „Þetta er í þriðja skipti sem við sækjum um lóð. Nú lentum við í útdrætti og fengum endalóð. Þá er einhver sem er ekki sáttur og þá á bara að búa til lóð við hliðina. Ég vissi ekki að menn gætu bara pantað sér lóðir. Ég mun gera mitt til að reyna að hnekkja þessu,“ segir Linda Bentsdóttir. Ætla auðmanni lóð samkvæmt pöntun Bæjaryfirvöld í Kópavogi vilja verða við ósk milljarðamæringsins Þorsteins Vilhelmssonar og skipuleggja nýja einbýlishúsalóð á Rjúpnahæð við hlið enda- lóðar sem hann fékk ekki við úthlutun. Verðandi nágrannar eru afar ósáttir. Yfirvöld í Kópavogi sendu starfsmönnum bæjarins tvær léttvínsflöskur í jólagjöf. Bæjaryfirvöld gáfu starfsmönn- um konfekt árið 2005 en nú var ákveðið að breyta til enda er létt- vín almenn viðurkennd tækifær- isgjöf sem mörg fyrirtæki gefa við ýmis tímamót, að sögn Páls Magnússonar bæjarritara í Kópa- vogi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Kópavogsbær gefur starfsmönnum sínum vínflöskur á jólunum og segir hann að starfs- menn bæjarins hafi almennt verið mjög ánægðir með gjöfina. 1.800 starfsmenn vinna hjá Kópa- vogsbæ og eru um 70 þeirra of ungir til að mega neyta áfengis og fengu þeir því geisladisk með íslensku söngkonunni Lay Low frá bænum að sögn Páls. Bærinn gaf því 3.460 vín- flöskur í jólagjafir. Hver flaska kostar 990 krónur í ríkinu. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, segir að hugsunin hafi verið góð hjá bæjaryfirvöldum og hún vilji ekki gagnrýna þau of mikið. „En auðvitað er það alltaf umdeilt þegar menn gefa vín í jólagjöf og ég veit að það var kurr í mörgum vegna þessa,“ segir Guðríður og bætir því við að það sem hafi stungið hana mest við gjöfina var að á kortinu sem fylgdi kom fram að hún væri frá Gunnari Birgissyni bæjarstjóra og Ómari Stefánssyni, formanni bæjarráðs. Gáfu tæplega 3.500 vínflöskur Arna Sigríður Alberts- dóttir, 16 ára stúlka frá Ísafirði, slasaðist alvarlega í skíðaslysi í Noregi 30. desember. Hún liggur nú á sjúkrahúsi í Ósló hryggbrot- in og með innvortis blæðingar eftir að hún lenti á tré í skíða- brekkunni þar sem hún var við æfingar ásamt félögum sínum í Skíðafélagi Ísfirðinga. Albert Óskarsson, faðir Örnu, segir líðan dóttur sinnar eftir atvikum og vonast til að hægt verði að flytja hana heim um helgina. Hann fór til Noregs 1. janúar til að vera hjá dóttur sinni. Hryggbrotin eftir skíðaslys Annar Íslendingurinn til að líta dagsins ljós árið 2007 var stúlka sem fæddist á fæðingar- deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja klukkan sex mínútur í fjögur aðfaranótt nýársdags. Í Fréttablaðinu í gær var ranglega sagt frá því að annar Íslendingur- inn hefði fæðst á Landspítalanum klukkan rúmlega fimm. Móðirin mætti upp á fæðingar- deild þegar hálftími var liðinn af nýja árinu. Stúlkan var rúmar 13 merkur og 51 sentimetri. Hún er fyrsta barn foreldra sinna og heilsast móður og barni vel. Annar Íslend- ingur ársins Meira en þrjú þúsund manns voru viðstaddir viðhafnarútför Geralds Fords, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, sem haldin var í dómkirkj- unni í Washington í gær. Meðal gestanna var Valgerð- ur Sverrisdóttir utanríkisráðherra ásamt öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Líkkista Fords hafði í tvo daga legið á viðhafnar- börum í hvelfingu bandaríska þinghússins í Washing- ton þar sem ættingjar hans og fyrrverandi jafnt sem núverandi ráðamenn Bandaríkjanna vottuðu hinum látna virðingu sína. Ræður við útförina héldu George W. Bush forseti, Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Tom Brokaw, fyrrverandi fréttaþulur NBC-sjón- varpsstöðvarinnar. Eftir athöfnina í Washington í gær var kista Fords flutt til bæjarins Grand Rapids í Michigan, þar sem hann ólst upp. Þar verður hann borinn til grafar í dag að lokinni smærri athöfn fyrir nánustu ættingja og vini. Ford tók við forsetaembættinu árið 1974 þegar Richard Nixon hrökklaðist frá völdum vegna Watergate-málsins. Ford tapaði síðan forsetakosning- um fyrir Jimmy Carter rúmlega tveimur árum síðar. Ford lést á heimili sínu í Kaliforníu 26. desember síðastliðinn, 93 ára gamall. Er skollið á stéttastríð, Gunnar?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.