Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 62

Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 62
Mikill nýársfagnaður var haldinn í veislusalnum Lídó þar sem fjöldi prúðbúins fólks lét sig ekki vanta til að fagna árinu 2007. Félagarnir Andrés Pétur, Sveinn Eyland, Hilmar í Blend og Ívar Guðmundsson stóðu á bak við uppákomuna, sem heppnaðist vel eins og svo oft áður. Athygli vakti að háttsettur maður innan enska knattspyrnuliðsins Chelsea kíkti í partíið og skemmti sér konung- lega. Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er farinn aftur í meðferð eftir að hafa verið með fjölskyld- unni í Ástralíu yfir jólin. Urban skráði sig í áfengismeðferð hjá Betty Ford-stofnuninni í Kaliforn- íu í október í fyrra en fékk að verja jólunum með fjölskyldunni en til Sydney hafði hann ekki komið síðan hann og Kidman gengu í það heilaga þar á síðasta ári. Eftir að fjölmiðlar vestra gerðu því skóna að Urban hefði lokið meðferðinni tók talsmaður hans öll tvímæli af og tilkynnti að hann væri snúinn aftur á stofnunina. Urban aftur í meðferð Ofurhljómsveitin Queen er besta breska hljómsveitin að mati hlust- enda BBC Radio 2. Alls bárust tuttugu þúsund atkvæði og skutu Freddie Mercury og félagar hljóm- sveitum á borð við Rolling Stones, Bítlana, Take That og Oasis ref fyrir rass. Hlustendur voru beðnir um að gefa hljómsveitum einkunn fyrir mikilvæga þætti og nægir þar að nefna texta- og lagasmíðar, framkomu á tónleikum og útgeisl- un. Queen var ein þeirra fimm hljómsveita sem komust í úrslit og hafði sigur eftir harða keppni við Bítlana en einungis munaði fjögur hundruð atkvæðum á þeim. Queen varð hvað frægust fyrir ákaflega líflega framkomu söngv- arans Freddies Mercury en hann lést úr alnæmi árið 1991. Hljóm- sveitin hélt hins vegar áfram störfum og frá árinu 2004 hefur Paul Rodgers gegnt stöðu for- sprakka. Samkvæmt síð- ustu fregnum úr herbúð- um sveitarinnar er stefnt á nýja plötu á næstunni með þessari með- limaskipan en söng- leikur byggður á lögum Queen, We Will Rock You, er sýndur fyrir fullu húsi í London og víðar. Samkvæmt fréttum bresku slúð- urpressunnar eru ofurfyrirsætan Kate Moss og Pete Doherty nú gift en talið er að þau hafi látið pússa sig saman á eyjunni Phuket sem tilheyrir Taílandi á gamlárskvöld. Bresku blöðin hafa lengi fylgst með þessum ólíkindatólum og samlífi þeirra, enda er Doherty nú á skilorði fyrir ólöglega vörslu fíkniefna en Moss nýkomin úr meðferð frá Bandaríkjunum. Athöfnin var sögð hafa verið að búddískum sið en giftingin telst ekki lögleg í Bretlandi. Gula press- an í Bretlandi er sannfærð um að þetta brúðkaup sé aðeins forsmekk- urinn af því sem koma skal en bæði The Sun og The Mirror greina frá því að vinir og ættingjar skötuhjú- anna hafi verið beðnir um að taka frá 18. janúar sem sé þá hugsanlega stóri dagurinn. Talsmenn ferða- mannaeyjunnar Phuket neita öllum fréttum um brúðkaupið og sögðu það ekki hafa farið fram enda hefði parið ekki verið á staðnum. Bresku fjölmiðlarnir halda því hins vegar fram að nánustu vinir Pete og Kate hafi verið viðstaddir og að þau hafi notið kvöldsólarinn- ar eftir athöfnina á fallegu hóteli við ströndina. Kate og Pete sögð hafa gift sig á Taílandi Queen besta breska hljómsveitin Gleðilegt ár! Kennsla hefst 8. janúar Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17 www.schballett.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.