Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 67

Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 67
 Stuðningsmenn Chelsea gerðu sér lítið fyrir og bauluðu á liðið sitt eftir 2-2 jafnteflisleikinn gegn Fulham um síðustu helgi. Jose Mourinho, stjóri liðsins, hefur látið stór orð falla um ein- staka leikmenn og gagnrýndi þá opinberlega eftir jafnteflið sem setti Chelsea sex stigum á eftir Manchester United. Þrátt fyrir ótrúlegt fjármagn, sem Mourinho hefur nýtt sér til fullnustu með því að fá til sín nafntogaða leikmenn á borð við Michael Ballack og Andriy Shev- chenko, hefur Chelsea ekki náð að sýna þá yfirburði sem liðið hefur áður sýnt. Eftir meiðsli Johns Terry og Petrs Cech, sem Mourin- ho segist sakna sárlega, hefur vörn liðsins verið hriplek og meðal ann- ars fengið á sig tvö mörk í hverjum leik í síðustu þremur umferðum. Mourinho snýst nú til varnar og varar stuðningsmenn Chelsea við. „Ef þeir vita stöðuna sem við erum í hafa þeir enga ástæðu til þess að gera þetta þar sem engin kraftaverk gerast í fótboltanum,“ sagði Mourinho sem lýsti því yfir eftir leikinn gegn Fulham að Didier Drogba væri eini leikmað- urinn sem væri að spila af fullri getu. „Ég er enn sannfærður um að við vinnum deildina,“ segir Drogba. „Ég var líka sannfærður um það þegar við vorum átta stig- um frá efsta sætinu en við höfum minnkað það um tvö stig. Ég veit að það verður erfitt þar sem Manchester United er að spila vel um þessar mundir,“ sagði Drogba. Ekki búast við neinum kraftaverkum Antti Niemi, markvörður Fulham, hefur verið útskrifaður af spítala en höfuðmeiðsli sem hann varð fyrir í markalausu jafntefli gegn Fulham reyndust ekki eins alvarleg og fyrst var talið. Þessi finnski leikmaður mun gangast undir fleiri skoðanir síðar í vikunni en Fulham mun kalla Tony Warner til baka úr láni hjá Leeds til að fylla hans skarð. Fór betur en á horfðist Peter Crouch segist ekki hafa nokkurn áhuga á því að yfirgefa herbúðir bikarmeistara Liverpool. Hinn hávaxni fram- herji skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu með glæsilegri bakfallsspyrnu gegn Bolton á nýársdag en hann hefur verið orðaður við Newcastle undanfar- ið. „Ég hef heyrt þetta allt en ég er mjög ánægður hérna og dýrka að spila fyrir þennan klúbb,“ segir Crouch. „Þetta er frábært félag, allir leikir eru stórleikir og ég vil alls ekki fara. Ég vona að ég hafi sýnt að ég legg mig alltaf 100 prósent fram. Ég sé framtíð mína hérna og svo lengi sem stjórinn vill ekki að ég fari fer ég ekki neitt.“ Ég vil ekki fara Louis Saha, sóknarmaður Manchester United, verður frá vegna nárameiðsla næstu tvær vikurnar. Hann fór meiddur af velli eftir hálftíma leik þegar United gerði 2-2 jafntefli við Newcastle á nýársdag. Hinn sænski Henrik Larsson kemur því til liðsins á besta tíma en lánssamningur hans hefur tekið gildi og mun hann leika sinn fyrsta leik gegn Aston Villa í bikarkeppninni um komandi helgi. Hann mun verða í sókninni ásamt Ole Gunnar Solskjær sem skoraði tvö mörk í jólatörninni. Louis Saha frá í tvær vikur John Terry, varnarmaður Chelsea, mun í þessari viku spila æfingaleik fyrir luktum dyrum en hann hefur ekki spilað með Chelsea að undanförnu vegna meiðsla. Talið er að hann geti snúið aftur fyrir bikarleik gegn Wycombe um næstu helgi og verður hann því klár í slaginn þegar enska landsliðið mætir því spænska 7. febrúar. Chelsea hefur fengið á sig átta mörk í fjórum leikjum þann tíma sem Terry hefur verið meiddur og ljóst að hans hefur verið sárt saknað. Spilar æfinga- leik í vikunni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.