Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 28. janúar 2007 — 27. tölublað — 7. árgangur Landsbankinn – Fyrirtækjasvið Laust er til umsóknar starf í ábyrgðadeild á fyrirtækjasviði Landsbankans. Leitað er að met ð einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi st f í á frumkvæði sterk lið ÍS L E N S K A / S IA .I S / I C E 3 58 55 0 1/ 07 VEÐRIÐ Í DAG ALLT ATVINNA Stútfullt blað af atvinnuauglýsingum Atvinna Í MIÐJU BLAÐSINS Ferðabæklingur Iceland Express fylgir Fréttablaðinu í dag. EINAR MÁR GUNNLAUGSSON Þrífur íbúðir eftir andlát Viðkvæmt og vandasamt verk FÓLK 38 Þjóðleikhúsið svarar gagnrýni Það er allt að ger- ast hjá Þjóðleik- húsinu. MENNING 26 Dreifa orði Guðs Gídeonfélagið hefur afhent yfir þrjú hundruð þúsund eintök af Nýja testamentinu síðan 1949. FÓLK 29 Skáldskapur breytir heiminum á hverjum degi Hermann Stefánsson rithöfundur ræðir um íslensku skáldsöguna, fyndnar hugmyndir og flokkunaráráttu. HELGAREFNI 18 RÓLEGT Í FYRSTU - Í dag verður hæg suðlæg átt í fyrstu en vaxandi vindur síðdegis, fyrst vestan til. Rigning á landinu sunnan- og vestanverðu en úrkomlítið á Norð- austur- og Austurlandi. Hiti 2-8 stig, mildast síðdegis. VEÐUR 4      Var slagsmálahundur Alexander Petersson hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með frammistöðu sinni á HM í handbolta í Þýskalandi. Í sunnu- dagsviðtalinu talar hann um hversu sæll hann sé að hafa komist til Íslands því líf hans var á rangri braut í Lettlandi. ÍÞRÓTTIR 32 UTANRÍKISMÁL Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra hefur óskað eftir skýringum frá forseta Íslands vegna þeirrar ákvörðunar hans að setjast í þróunarráð Indlands. „Ég er hlynnt því að embætti forseta Íslands sé nýtt til góðra verka, hvort sem er á Íslandi eða erlendri grundu. Slík embættisverk verða hins vegar að samræmast íslenskri stjórnskipan,“ segir Valgerður. „Hvað setu forseta Íslands í svokölluðu þróunarráði varðar þá var utanríkisráðuneytið ekki upplýst um þá fyrirætlan og mun ráðuneytið óska eftir skýringum frá embætti forseta Íslands á hverju það sætir og í hverju sú seta er fólgin.“ Valgerður segist bíða skýringa og því ekki geta úttalað sig um þetta mál að svo stöddu. „Ég get þó nefnt að innan utanríkisráðuneytisins er unnið að mótun verklagsreglna um hvernig bæta megi boðleiðir og verkferla milli framkvæmdavalds og embættis forseta Íslands.“ Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu 23. janúar segir að þróunarráðinu sé ætlað að móta tillögur um á hvern hátt Indverjar geti styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af. Ráðið muni skila tillögum, sem teknar verði til umfjöllunar af indverskum ráðamönnum og stofnunum. - bg Seta Ólafs Ragnars í þróunarráði Indlands kallar á viðbrögð í utanríkisráðuneyti: Óska eftir skýringu forsetans STJÓRNMÁL Magnús Þór Hafsteins- son, þingmaður Frjálslynda flokksins, hlaut meirihlutakosn- ingu til varaformennsku á lands- þingi flokksins í gær. Alls voru greidd 811 atkvæði og fékk Magn- ús 460 þeirra, eða 56,7 prósent. Margrét Sverrisdóttir hlaut 351 atkvæði, eða 43,3 prósent. Útgefn- ir kjörseðlar voru 881. Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri flokksins, telur að þau sjötíu atkvæði sem upp á vanti megi skýra með því að fólk hafi gefist upp á biðinni, en tafir urðu á framkvæmd kosninganna. Magnús Þór var að vonum sáttur við niðurstöðuna: „Ég vissi alla tíð að þetta yrði jafnt og spennandi. Nú er bara að horfa fram á veginn, horfa inn í fram- tíðina og berjast til sigurs í vor.“ Aðspurður sagðist Magnús von- ast til þess að Margrét héldi áfram að starfa fyrir Frjálslynda flokkinn. Margrét Sverrisdóttir sagðist ekki geta verið annað en sátt við niðurstöðuna, „miðað við smölun og að formaðurinn lýsti marg- ítrekað yfir stuðningi við Magnús Þór.“ Margrét sagði ekki beint út hvort hún myndi segja skilið við flokkinn. Hún lítur á úrslitin sem „alvarlegt vantraust“. „Ég er svolítið hrædd um að önnur öfl hafi tekið hann yfir og ég lít svo á að þar með hafi flokk- urinn yfirgefið mig en ekki ég hann,“ sagði hún. Mikil ringulreið einkenndi landsþingið og voru lokatölur til að mynda tilkynntar tvisvar, í annað sinn eftir að kjörkassi fannst í kjallaranum. Fólk skráði sig í flokkinn til klukkan rúmlega þrjú, en þá átti kosning að hefjast. Nokkrir þurftu frá að hverfa. „Það var þó nokkur fjöldi fólks sem vildi ganga í flokkinn eftir þrjú,“ sagði Magnús Reynir, en gat hvorki tekið undir né neitað kjafta- sögu um hóp ungliða úr öðrum flokki sem hefði viljað skrá sig til að hafa áhrif á kosningarnar. Til ritara var kjörin Kolbrún Stefánsdóttir og hlaut hún 398 atkvæði. Tillaga Grétars Mars Jónssonar um að breyta nafni flokksins í Frjálslynda jafnaðar- mannaflokkinn var ekki lögð fyrir á þinginu. - kóþ Magnús Þór varaformaður Magnús Þór Hafsteinsson hlaut 56,7 prósent atkvæða á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Margrét Sverrisdóttir ætlar að íhuga framtíðarskref sín í pólitík um helgina. Mikil ringulreið var á þinginu. Ég er svolítið hrædd um að önnur öfl hafi tekið hann yfir og ég lít svo á að þar með hafi flokkurinn yfirgefið mig en ekki ég hann. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS Kristín Ólafsdóttir og Amíra Snærós Jabali skáru afmælistertuna af stakri vandvirkni í gær. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra studdi við bak þeirra en fyrr hafði hún afhent Kvenréttinda- félaginu milljón króna að styrk fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Vigdís Finnbogadóttir og Þorbjörg Inga Jónsdóttir fylgjast með. Kynslóðir kvenna fagna saman: Ræddu framboð og launamun FÓLK Kvenréttindafélag Íslands fagnaði aldarafmæli sínu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður félagsins, segir greini- legt að enn sé full þörf fyrir félagið þótt hundrað ár séu liðin frá því það var stofnað á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. „Þegar mest var held ég að um það bil 170 gestir hafi verið saman komnir og flestir stöldruðu lengi við enda fjölmörg áhugaverð erindi sem þarna voru flutt,“ segir hún. Þorbjörg segir margar góðar hugmyndir hafa komið fram, til að mynda að farið verði af stað með kvennaframboð í þeim landshlut- um þar sem fyrirséð sé að kona geti ekki náð inn á þing. Einnig hafi komið fram í einu erindanna að nær ekkert hafi dregið úr launamun kynjanna síðustu tuttugu ár. Margt hafi þokast í rétta átt frá því félagið var stofnað inni í stofu hjá Bríeti Bjarnhéðins- dóttur en margt sé enn ógert. - kdk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.