Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 2
H im in n o g h af /S ÍA Síðu stu dag ar risa útsö lunn ar um helg ina! Virgin Galactic, félag breska auðkýfingsins Richards Branson sem hyggst bjóða upp á áætlunarflug út í geim, undirrit- aði í gær samning við sænskt fyrirtæki um að kanna möguleika á því að gera slíkt flug út frá Kiruna-flugvelli í Norður-Svíþjóð. Að sögn Susan Newsam, talsmanns Virgin Galactic, væri einn kosturinn við geimflug frá Kiruna að farþegar fengju í leiðinni að skoða norðurljósin úr návígi. Fyrsta farþegageimflugið á vegum fyrirtækisins er áformað frá Bandaríkjunum strax á næsta ári. Kann að verða flogið frá Kiruna „Lýsi gefur sig út fyrir að vera mjög umhverfis- vænt fyrirtæki en svo stendur ekki steinn yfir steini í Þorláks- höfn,“ segir Ólafur Áki Ragnars- son, bæjarstjóri Ölfuss. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur í algjörri andstöðu við bæjarstjórnina veitt Lýsi hf. starfsleyfi til fjögurra ára fyrir hausaþurrkun í Þorlákshöfn. Hausaþurrkunin hefur sætt geysiharðri gagnrýni vegna lyktarmengunar sem heimamenn segja með öllu óásættanlega. Ölfus hefur kært útgáfu starfs- leyfisins til umhverfisráðherra og jafnframt óskað eftir því að heilbrigðisnefndin haldi borgar- fund í Þorlákshöfn og skýri þar rök sín í málinu. „Við ætlumst til þess að umhverfisráðherra grípi fram fyrir hendurnar á þessu ágæta fólki í heilbrigðisnefndinni. Því- lík valdníðsla og yfirgangur gagn- vart einu litlu samfélagi hefur varla sést,“ segir Ólafur Áki. Bæjarstjórnin lagðist alfarið gegn því að leyfið yrði veitt nema til sex mánaða enda hefði fyrir- tækið ítrekað fengið frest til að vinna bug á ólyktinni án þess að gera neitt. „Menn hafa komið með ýmsar patentlausnir og ætlað sér að redda lyktinni í hvert skipti sem nýtt starfsleyfi hefur verið gefið út en það hefur ekkert gerst. Við erum búnir að fá okkur full- sadda,“ segir Ólafur Áki. Lýsi vill fá að reisa þvotta- turna til að hreinsa útblástur og setja niður fitugildrur en bæjar- stjórinn hefur efasemdir: „Við höfum hvergi séð neina niður- stöðu um að þetta sé einhver endanleg lausn.“ Kjartan Ólafsson, verksmiðju- stjóri hjá Lýsi, segist undrandi á að bæjaryfirvöld hafi ekki afgreitt leyfi fyrir nýja mengunar- varnarbúnaðinum. „Síðan í júní erum við búnir að bjóðast til að setja upp fullkomn- asta mengunarbúnað sem til er til þess að eyða þessari lykt en bæjaryfirvöld gefa okkur annan daginn vilyrði fyrir leyfinu en svo næsta dag er allt komið í bak- lás,“ segir Kjartan og fullyrðir að umræddur búnaður, sem kosti um tuttugu milljónir króna, muni taka nánast alla ólyktina. Uppsetning þessa búnaðar sé einmitt meðal skilyrða fyrir nýja starfsleyfinu. „Við erum nú þegar með stærsta ósontæki á landinu til þess að eyða lykt. Það er ekki eins og við höfum ekki verið að reyna að gera eitthvað,“ segir Kjartan Ólafsson. Bæjarstjórn kærir leyfi hausaverkunar Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur verið kærð til umhverfisráðherra vegna starfsleyfis fyrir hausaverkun í Þorlákshöfn. Bæjarstjóri sakar nefndina um valdníðslu. Verksmiðjustjóri segir bæinn stöðva nýjan mengunarvarnarbúnað. Baugsmálið væri réttarfarslegt hneyksli í öðrum löndum og hafa íslensk stjórnvöld farið gáleysislega með vald sitt og farið fram af offorsi án þess að nægar vísbendingar lægju fyrir. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gær. „Mér finnst eins og menn hafi látið stjórnast af pólitískum hvötum sem ekki eru í takt við réttar- ríkið í Baugsmálinu. Þó að ég vilji ekki halda því fram að ákæruvaldinu hafi verið sigað á sakborn- inga Baugsmálisns er ljóst að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa látið orð falla um þetta mál, sem er vitnisburður um að þeir hafi farið gáleysis- lega með vald sitt,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg nefndi Byrgismálið einnig sem dæmi um kæruleysi valdhafa í ræðu sinni. Í því segir hún stjórnvöld hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni með öryggi borgaranna gróflega. Í öðrum löndum en Íslandi hefði einhver verið gerður ábyrgur fyrir þessu máli aðrir en starfsfólk Byrgisins og skjól- stæðingar þess. „Það er frumskylda ríkisvaldsins að fylgjast með að stofnanir þess uppfylli þau skil- yrði sem krafist er af þeim. Ég ætla ekki út í sak- bendingar en vil að þetta mál sé athugað til hlítar.“ Bresk lögregluyfir- völd telja sig hafa nægar sannanir til að leggja fram kæru á hendur rússneska kaupsýslu- manninum Andrei Lugovoi fyrir morðið á fyrrverandi njósnaranum Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirku efni í London í nóvember. Þau eru þó ekki vongóð um að fá Lugovoi framseldan frá Rússlandi. Lögregla telur að Litvinenko hafi látist eftir að hann drakk geislavirkt te á hóteli. Tekannan sem geislavirka teið var borið fram í var notuð áfram í nokkrar vikur á hótelinu eftir dauða Litvinenko, en hún var mjög geislavirk. Nægar sannan- ir fyrir ákæru Magnús, hvernig er að vera óbreyttur borgari? Ísland tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum á HM í handbolta með eins marks sigri, 32-31, á Slóvenum í næstasíðasta leik liðsins í milliriðli. Íslensku markverðirnir áttu stórleik í gær og sáu um að landa sigrinum. Ísland leikur í dag til úrslita um sigurinn í milliriðlinum og mótherjarnir eru heimamenn í Þýskalandi. Íslendingar eru með jafn mörg stig og Þjóðverjar fyrir leikinn í dag. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra var meðal áhorfenda ásamt Kristjáni Arasyni eiginmanni sínum og lifði sig inn í leikinn. Ísland komið í átta liða úrslit Helga Sigrún Harðar- dóttir, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, verður í þriðja sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi í komandi kosningum. Þetta var ákveðið á kjördæmis- þingi Framsóknarflokksins sem haldið var á Hótel Selfossi í gær. Helga tók ekki þátt í próf- kjöri, en Hjálmar Árnason, sem hafnaði í þriðja sætinu, ákvað að taka ekki sæti á listanum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun leiða listann og Bjarni Harðarson bóksali verður í öðru sætinu. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu í dag. Helga Sigrún í þriðja sætið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.