Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 4
H ri n g d u n ú n a !! ! 4 2 1 4 0 2 5 tölvuskóli suðurnesja Túngötu 1 Reykjanesbær Sími 421 4025 www.tss.is skoli@tss.is Tölvunámskeið fyrir foreldra Haldið í samstarfi við: Þetta námskeið er ætlað fyrir foreldra til þess að tryggja öryggi barna og unglinga. Á því er farið yfir ýmsar leiðir til að fylgjast með hvað börnin eru að gera í tölvunni og á netinu, sett eru upp forrit og farið yfir leiðir til að fyrirbyggja ranga notkun og farið yfir ýmsa fræðslu fyrir börn varðandi hættur á netinu og hvernig best er að fræða börn á hættunum. Námskeiðið innifelur meðal annars: Hvernig þú getur stjórnað hversu mikinn tíma börnin mega vera í tölvunni. Hvernig þú getur stjórnað tölvu- og netnotkun. Hvernig þú getur fylgst með hvaða vefsíður eru skoðaðar með ýmsum leiðum. Hvernig þú getur fylgst með notkun á skilaboðaforritum eins og messenger. Hvernig þú getur komið í veg fyrir uppsetningu á forritum án þín leyfis. Hvernig þú getur læst aðgangi og komið í veg fyrir að börnin skoði þín gögn. Þá verður farið yfir gerð notkunarsamnings, þ.e. þar sem foreldrar og börn eru sammála um notkun á tölvunni. info .isSec Mikill meirihluti þeirra unglinga sem stunda nær aldrei íþróttir með íþróttafélagi segir fjölskyldu sína fjárhagslega verr stæða en aðrar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn- inni „Ungt fólk 2006“ en að henni standa menntamálaráðuneytið og Rannsóknir & greining í Háskól- anum í Reykjavík. Meðal þess sem var athugað var tómstunda- og íþróttaiðkun nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla og kom í ljós að 63,5 prósent þeirra sem stunduðu nær aldrei íþróttir með íþrótta- félagi töldu fjölskyldu sína verr stæða en aðrar. Unglingar sem töldu sig koma af verr stæðum heimilum voru einnig ólíklegri að taka þátt í öðru skipulögðu tóm- stundastarfi en börn sem töldu fjölskyldur sínar betur eða svipað settar og aðrar. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir niðurstöðurnar staðfestingu á því að rétt hafi verið að byrja með svokölluð frí- stundakort, sem niðurgreiða íþróttaiðkun barna í Reykjavík og verða tekin í notkun í sumar. „Ég fagna því að þessar tölur komi fram að því leyti að þær staðfesta þörfina á því að komið sé til móts við ákveðinn hóp barna. Við vilj- um að öll börn geti tekið þátt í tómstundastarfi, án tillits til efna- hags eða fjölskylduaðstæðna,“ segir Björn, sem segir líklegt að í sumar sé von á börnum úr fleiri hópum samfélagsins en áður, svo sem meðal innflytjenda. Hann segir vitað mál að íþróttir og tóm- stundir hafi mikið gildi í forvörn- um, heilbrigði og félagsþroska barna sem sé brýnt að sinna. Álfgeir Logi Kristjánsson, félagsfræðingur og starfsmaður Rannsókna & greininga, sagði töl- urnar sýna tilhneigingu sem ástæða væri til að kanna og greina betur. „Tengslin eru algerlega skýr, nemendur sem koma frá velstæð- um fjölskyldum eru töluvert lík- legri til að stunda skipulagðar íþóttir. Við vitum hins vegar ekki hvort orsakasamband er milli fjár- hagsstöðu og þátttöku, þar sem fremur fá börn sögðust vera frá illa stæðum fjölskyldum,“ segir hann. Álfgeir bætir við að erlendar rannsóknir hafi sýnt að gildi og viðmið barna séu breytileg eftir fjárhagsaðstöðu foreldra og tíma- bært sé að kanna hvort því sé eins farið hér. Börn fátækari fólks stunda síður íþróttir Börn sem telja sig koma af fátækari fjölskyldum eru mun ólíklegri til að stunda skipulagt íþóttastarf en önnur. Formaður ÍTR segir að reynt verði að koma til móts við þessi börn í sumar og fá fleiri hópa samfélagsins í íþróttir en áður. Fyrirtækið Sena, sem sérhæfir sig í dreifingu og sölu á alls kyns afþreyingarefni, mun taka við kvikmyndahúsarekstri í Háskólabíói á næstu mánuðum af Sambíóunum. Þetta var tilkynnt á starfs- mannafundi 365 hf. í Háskólabíói á föstudagsmorgun, en Sena er í eigu 365. Sena mun leigja Háskólabíó af Sáttmálasjóði Háskóla Íslands. Þegar Sena tekur við rekstri Háskólabíós mun kvikmyndahús- um á vegum fyrirtækisins fjölga úr þremur í fjögur. Félagið rekur nú þegar Smárabíó, Regnbogann og Borgarbíó á Akureyri. Sena tekur við Háskólabíói Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti í gær mann á þrítugsaldri sem slasast hafði alvarlega þegar hann kastaðist út úr bíl sínum eftir að bíllinn fór út af veginum og valt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var talsverð hálka á slysstað, á Snæfellsnesi við Álftá, og er talið að bíllinn hafi runnið út af veginum og oltið. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Farið var með manninn á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Kastaðist út úr bílnum í veltu Sjálfstæðisflokkur- inn ætti fram að landsfundi í apríl að skoða möguleikann á því að þrengja ákvæði í raforkulögum um eignarnám á landi fyrir virkj- anir, sagði Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í komandi alþingiskosningum, á opnum fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík um umhverfi og vel- ferðarmál á Hótel Sögu í gær. „Það sem ég lagði til var að við myndum skoða sérstaklega hvort rétt væri að þrengja þann mögu- leika sem raforkufyrirtæki hafa til þess að fá fram eignarnám, sér- staklega í þeim tilvikum þegar verið er að virkja fyrir einn aðila, til dæmis til að selja raforku til stóriðju,“ sagði Illugi í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn. Hann sagði að þegar gengið sé gegn stjórnarskrárvörðum eign- arrétti borgaranna þurfi að vera til þess ríkir almannahagsmunir og eðlilegra sé að raforkufyrir- tækin greiði það verð sem eigend- ur landsins telji sig þurfa að fá til að fallast á að selja land sitt. Þá geti eigendurnir metið sína hags- muni, til dæmis vegna nýtingar í tengslum við ferðaþjónustu. Þar með fari verðið inn í raforkuverð- ið, sem leiði til þess að þegar ákvörðun sé tekin um að fórna landi fyrir raforkuframleiðslu fáist fyrir það sanngjarnt verð. Illugi segir að áfram þurfi þó að vera möguleiki á eignarnámi í þágu almannahagsmuna vegna eðlilegrar uppbyggingar á raf- orkukerfi landsmanna. Kostnaður inn í raforkuverðið Skipafélögin hafa tilkynnt hækkun á verði á vöruflutningum til og frá landinu frá 1. febrúar næstkomandi. Samskip hækkar um fimm prósent og Eimskip um 4,5 prósent. Þetta kemur fram á vefsíðu Neytendasamtakanna. Skipafélögin leggja bæði á sérstakt olíuálag, sem er 2,75 prósent hjá Samskipum og 2,68 prósent hjá Eimskipi. Í tilkynn- ingu frá Eimskipi segir að olíuálagið hafi lækkað síðustu mánuði. Hæst var það í septemb- er seinastliðnum, 3,74 prósent, og er það tengt heimsmarkaðsverði á olíu. Skipafélögin hækka fragt Þeir notendur YouTube-vefsíðunnar, þar sem notendur geta sett inn og horft á myndskeið, sem setja inn sín eigin myndskeið munu á næst- unni fá hluta af auglýsingatekjum YouTube vegna sinna mynd- skeiða. Slíkt greiðslukerfi verður tekið í gagnið eftir nokkra mánuði, að því er fram kemur á fréttavef BBC, en eigendur YouTube vilja með þessu verð- launa sköpunargleði notenda sinna. Stjórnendurnir vildu ekki fara nánar út í hvernig kerfið myndi virka, en sögðu það í vinnslu. Munu fá aug- lýsingatekjur Þrír menn hafa verið handteknir í norðurhluta Kína fyrir morð á tveimur konum. Meiningin var að selja lík kvennanna til þess að gifta þær látnum mönnum. Á þessum slóðum í Kína munu „draugabrúðkaup“ vera gömul hefð, og felst í því að nýdáin kona er grafin hjá látnum piparsveini til þess að veita honum félags- skap eftir dauðann. Maður að nafni Yang Dong- yang keypti konu og ætlaði að selja hana í hjónaband, en taldi sig fá hærra verð með því að drepa hana fyrst. Skömmu síðar drap hann vændiskonu með sama markmið í huga. Hugðust gifta hinar myrtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.