Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 6
UPPSELT UPPSELT NOKKUR SÆTI LAUS Síðasta sumar dró rússneskur maður upp úr jakka- vasanum sínum hundrað grömm af geislavirku úrani, sem hann geymdi einfaldlega í plastpoka. Hann hugðist selja úranið, en vissi ekki að kaupendurnir voru út- sendarar stjórnarinnar í Georgíu. Hann situr í fangelsi í Georgíu og hefur ekki reynst samvinnu- þýður við að upplýsa málið. Einn- ig voru þrír Georgíumenn hand- teknir og sitja í fangelsi í Georgíu grunaðir um aðild að málinu. Málið vekur upp grunsemdir um að öryggisgæslu sé ábótavant við úranvinnslu í Rússlandi. Emb- ættismenn í Georgíu segja rúss- nesk stjörnvöld ekki hafa verið hjálpleg við rannsóknir á því hvaðan úranið gæti hafa komið. Rússar bera þær ásakanir hins vegar til baka og segja þvert á móti að Georgíumenn hafi ekki viljað senda nægilega stórt sýni af efninu til Rússlands til þess að hægt sé að rekja uppruna þess. Stjórnvöld í Georgíu nutu hins vegar aðstoðar bandarísku leyni- þjónustunnar CIA til að koma upp um úransöluna. Efnið var rann- sakað í Bandaríkjum og staðfest að um háauðgað úran væri að ræða, sem þýðir að það var not- hæft í kjarnorkusprengju. Starfsmaður í innanríkisráðu- neyti Georgíu, Shota Utiashvili, hefur staðfest að sölumaðurinn heiti Oleg Khinsagov, búsettur í bænum Vlaidkavkas í Norður- Ossetíu, sem er hérað í Rússlandi sem liggur að landamærum Georgíu. Utashvili hefur einnig upplýst að árið 2003 hafi Georgíumenn einnig komið í veg fyrir smygl- tilraun með geislavirkt úran. Áður en hann var handtekinn fullyrti hann að þessi hundrað grömm væru aðeins fyrsti skammturinn, hann hefði aðgang að meira úrani sem hann vildi selja. Engin staðfesting hefur þó fengist á því. Auðgun úrans er gerð til þess að auðvelda kjarnaklofnun í efn- inu og felst í því að hlutfall auð- kleyfra úransamsæta í náttúru- legu úrangrýti er aukið á kostnað torkleyfra samsæta. Til þess að búa til eina nothæfa kjarnorkusprengju þarf hins vegar að minnsta kosti fimmtán kíló af níutíu prósent auðguðu úrani, þannig að hundrað grömm- in sem Khinsagov dró upp úr jakkavasanum duga engan veginn til slíks. Gripinn glóðvolgur Rússi sem reyndi að selja geislavirkt úran situr í fangelsi í Georgíu. Grunur leikur á að hann hafi fengið úranið frá Rússlandi. Bandaríska leyniþjónustan aðstoðaði Georgíumenn við að leiða rússneska úransmyglarann í gildru. Átta af hverjum tíu Íslendingum myndu fljúga minna innanlands ef flugmiðstöð yrði flutt til Keflavíkurflugvallar og 39 prósent vilja ekki flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavík- ur. Þetta er niðurstaða Bjarna Reynarssonar land- fræðings en hann fjallaði um rannsókn sína á áhrifasviði höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlisstaða á nýrri fundaröð samgönguráðs og samgönguráðuneytisins í vikunni. Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Bifröst, fjallaði á fundinum um áhrif umbóta á samgöngu- kerfi á byggð. Hann sagði að samgöngubætur hefðu meðal annars í för með sér bætt aðgengi og styttri ferðatíma; margs konar rekstrarskilyrði bötnuðu og hagvöxtur ykist. Fram kom í könnun á viðhorfum íbúa á Vesturlandi að tilkoma Hvalfjarðarganga hefði að áliti margra leitt til aukinna atvinnutækifæra. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Vegagerðarinnar, fjallaði um breytingar á umferð og búsetu frá 2000 til 2005. Hreinn dró fram hversu ólík þróun íbúafjölda og umferðar væri. Umferð hefur aukist árlega um 4,2 prósent síðustu tíu árin og bílum hefur fjölgað um 4,7 prósent. Á sama tíma jókst mannfjöldi á Íslandi um 1,3 prósent að meðaltali árin 1996 til 2006. Karlmaður á fertugs- aldri var á föstudaginn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn vald- stjórninni. Hann var ákærður fyrir að hafa skallað lögreglumann í andlitið og sparkað í andlit annars lögreglumanns í júlí á síðasta ári þegar þeir voru að færa hann inn í lögreglubifreið. Atburðurinn átti sér stað á bifreiðastæði á mótum Geirsgötu og Pósthússtrætis. Málið var þingfest í gær og játaði maðurinn þá sök. Dómur gekk að því búnu. Skallaði lögreglumann Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar sam- þykkti fyrir sitt leyti í gær að senda deiliskipulagstillögu að stækkun álversins í Straumsvík í auglýsingu. Erindið verður tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku og verður þá endanleg ákvörðun tekin. Stefnt er að því að fá heimild bæjarstjórnar fyrir auglýsingu og bíða svo með auglýsinguna þar til niðurstöður íbúakosningar liggja fyrir í lok mars. Ef tillagan verður samþykkt fer hún í aug- lýsingu. Verði hún felld er málinu lokið. Þetta verður gert að hug- mynd skipulagsstjóra ríkisins. „Ef bæjarbúar segja já og Sturla Böðvarsson ætlar ekki að færa veginn fyrr en eftir 2012 þá verður bæjarfélagið að sjá um að færa veginn þangað til,“ segir Haraldur Ólason, oddviti sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði. Málsmeðferðarreglur vegna íbúakosningarinnar eru til umfjöllunar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að meirihluti þeirra sem greiða atkvæði ráði úrslitun- um. Engin ákvæði eru um kosn- ingaþátttöku. Haraldur er óánægður með þessa tillögu. „Ég tel eðlilegt að setja ákvæði um að minnst 25 prósent bæjar- búa samþykki eða hafni deili- skipulagstillögunni. Það þýðir þá að yfir fimmtíu prósent bæjarbúa verða að mæta á kjörstað.“ Setja ber ákvæði um þátttöku 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Hefur þú farið á skíði í vetur? Notar þú MSN?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.