Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 8

Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 8
Dagskráin í dag Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM) Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00 og um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðar- innar samtvinnuð á ýmsan hátt. Í dag, sunnudag: Sveinbjörn Guðbjarnarson verður á staðnum, leiðbeinir gestum og svarar spurningum. ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 35 93 7 01 /0 7 Sögusýningin spannar 120 ára sögu bankans og þjóðarinnar og er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Viltu ver›a li›ugri? Sex vikna yoganámskei› fyrir stir›a kroppa hefst 30. janúar. firi›judaga og fimmtudaga kl. 10 Kennari: Gu›mundur Pálmarsson. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ekki hafa trú á því að Frjálslyndi flokk- urinn myndi endast fram að kosningum, og kallaði bandalag stjórnarandstöðunnar á Alþingi „kaffibrandaralagið“, í ræðu sinni á kjördæmisþingi reykvískra sjálfstæðismanna á Hótel Sögu í gær. „Við ætlum ekki að láta andstæðinga okkar koma okkur á óvart. Þeir eru nú samt alltaf að því,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins. „Ég var að hlusta á fréttirnar áðan, af aðal- fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar sagði formaður Samfylkingarinnar að vandi hennar væri núna sá að hún væri of mikið í pólitík,“ sagði Geir. „Einhvern veginn verður maður ekki hissa þó flokkur með formann sem talar svona sé kominn undir tuttugu prósent fylgi.“ Hann sagði andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins hjálpa honum með sinni framgöngu. Ósætti væri meðal frjálslyndra, en sjálfstæðismenn yrðu engu að síður að gæta þess að missa ekki fylgi til þeirra fyrir misskilning. Ekki mætti gera lítið úr andstæðingunum þó að þeim gengi ekki vel. Geir ræddi líka lækkun á virðisaukaskatti á matvæli hinn 1. mars. „Það verður að sjálf- sögðu algerlega óþolandi ef þessi breyting skil- ar sér ekki til almennings með þeim hætti sem hún á að gera. Auðvitað munum við fylgjast vel með því í samstarfi við ýmsa aðila að svo verði.“ Lækkun skili sér til fólks Hitaveita Suðurnesja hf. hefur hafið formlegan rekstur vatnshreinsistöðvar í Höfnum. Hreinsistöðin er fyrsta neysluvatnshreinsistöðin á Íslandi, sem hreinsar vatn með svonefndum nanó-síum. Engin efni eru notuð við vatnshreinsunina. Tvær grunnvatnsholur sjá Hafnarbúum fyrir drykkjar- vatni. Selta vatnsins hefur reynst há vegna þess hversu nærri holurnar eru strönd. Til að uppfylla kröfur reglu- gerðar um neysluvatnsgæði varð að gera annað tveggja, finna og virkja ný vatnsból með góðum vatnsgæðum eða hreinsa grunnvatnið úr grunnvatnsholun- um. Hreinsun vatns í Höfnum hafin Meðlimum hvaða stjórn- málaflokks hefur fjölgað um fimmtung á dag að undaförnu? Hvað heitir eini Íslend- ingurinn sem skráður er sem hermaður í símaskránni? Hvaða íslenski knattspyrnu- gúrú náði ekki endurkjöri í framkvæmdastjórn Knatt- spyrnusambands Evrópu? „Við höfum undanfar- ið leitað að framtíðarlausn og erum komin með lóð í jaðri atvinnu- hverfis í Hafnarfirði sem er mjög vel varin. Lagerhúsið er komið til landsins og við bíðum bara eftir að geta hafist handa við bygginguna um leið og lóðin er tilbúin,“ sagði Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um það hættu- ástand sem kann að skapast vegna ófullnægjandi flugeldalagera. Jón segir að slysavarnafélagið hafi verið í góðu sambandi við yfirvöld. „Okkur er fullkunnugt um allar reglugerðir og kröfur sem gerðar eru um þessi mál enda er það okkar markmið að vera í fararbroddi varðandi öryggismál í þessu eins og öðru,“ sagði Jón. Sem stendur hefur Slysavarna- félagið tvö hús til afnota fyrir flugeldalager sinn. Annar lager- inn er í Hjallahrauni í Hafnarfirði og hinn á Stórhöfða í Reykjavík. Þá hefur Hjálparsveit skáta í Reykjavík haft aðstöðu á Malar- höfða en sá lager er að sögn Jóns ekki í notkun núna. „Þegar hús- næðið er tilbúið tæmum við þessa lagera og allt fer undir sama þak. Þar verða flugeldabirgðir fyrir allar hjálparsveitir á landinu geymdar og aðrir lagerar verða óþarfir, þar á meðal sölulagerar yfir áramót,“ segir Jón en flestir flugeldasalar eiga það sameigin- legt að þurfa að finna tímabundið geymsluhúsnæði árlega fyrir sölu- lagera sína. Einar Ólafsson hefur flutt inn flugelda um árabil. Lagerinn hans er geymdur á Gámasvæði í Kap- elluhrauni sem Einar telur mjög öruggt. „Þetta er vaktað svæði og flugeldarnir eru geymdir í læstum gámum. Þarna er öll öryggisgæsla til fyrirmyndar og engin mann- virki eða íbúðarbyggð í næsta nágrenni,“ segir Einar, sem hefur ekki í hyggju að byggja lagerhús yfir flugeldana. „Ég held þetta verði varla öruggara,“ segir hann og dregur í efa að hér geti orðið stórslys á borð við það sem varð í Kolding um árið. „Þetta er hálf- gerður hræðsluáróður. Flugeldar eru vissulega varasamir og þá þarf að höndla með mikilli varúð. Sprengihættan er hins vegar alls ekki eins mikil og menn halda og það er útilokað að hér gerist nokk- uð í líkingu við það sem gerðist í Kolding, einfaldlega vegna þess að hér er aldrei nema örlítið brot af því magni sem þar var. Þegar talað er um tugi tonna af flugeldum þarf líka að hafa í huga að aðeins örlítill hluti af þeirri þyngd felst í sprengi- efninu sjálfu.“ Lager KR-inga er einning geymdur í gámum á gámasvæði. Lúðvík Georgsson hjá KR sagði að ekki stæði til að koma lagernum í hús. „Við erum ánægðir með þetta eins og það er. Þetta er hentug aðstaða og með því öruggasta sem hægt er að finna,“ sagði Lúðvík en vildi þó ekki gefa upp hvar eða á hvaða gámasvæði lagerinn væri geymdur. „Slökkviliðið veit hvar þetta er og við erum í góðu sam- starfi við þá og gætum að sjálf- sögðu fyllsta öryggis,“ segir Lúð- vík. Reisa lagerhús fyrir flugelda Slysavarnafélagið Landsbjörg bíður eftir að hefjast handa við að byggja varanlegan lager fyrir flugelda sína. Aðrir flugeldasalar geyma birgðir sínar víðs vegar um bæinn, flestir á vöktuðum gámasvæðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.