Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 10
greinar@frettabladid.is „Köld slóð er afbragðs sakamálasaga sem hægt er að mæla með” JVJ / topp5.is 20% afsláttur ef greitt er með korti frá Kaupþingi Sýnd í Smárabíói • Regnboganum • Borgarbíói Akureyri (síðustu sýningar) Nýja Bíói Keflavík • Sauðárkróki • Ísafirði • Fjarðarbíói Eskifirði Túnisar voru síður en svo ánægðir með að tapa fyrir Íslendingum á HM. Einn stuðningmanna Túnisa hljóp á eftir íslenskum stuðningsmanni og sparkaði í afturendann á honum. Sjónvarpsmennirnir Auddi og Hugi voru reknir út úr þýskri íþróttahöll þegar þeir reyndu að taka upp efni fyrir stuðningsmannaklúbbinn Í blíðu og stríðu. Heather Mills og Paul McCartney hafa náð samkomulagi um greiðslur við skilnað þeirra. Mills mun fá um 3,7 milljarða króna fyrir fjögurra ára hjónabandið. Fregnir herma að Victoria og David Beckham séu komin á boðslista Hughs Hefner fyrir næsta Playboy-partí. Kanadískur svínabóndi var ákærður fyrir að myrða þrjátíu vændiskonur og fóðra svínin á líkamsleifum þeirra. Talið er mögulegt að maðurinn hafi sextíu og þrjú morð á samviskunni. Breskur doktor í sálfræði hefur komist að því að dagurinn 22. janúar sé versti dagur ársins. Því veldur skammdegið og veðrið auk jólagjafaskuld- anna og nýársheita sem ekki er hægt að efna. Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Kringlumýrarbrautinni í Reykjavík. Var bílstjórinn ökuréttindalaus enda aðeins 15 ára gamall. Íslendingar unnu Evrópumeistara Frakka með átta mörkum í síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Dæmdur barnaníðingur, sem enn afplánar dóm, var gripinn þegar hann reyndi að hitta þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. Stúlkan var tálbeita fréttaskýringaþáttarins Kompáss. Barnaníðingurinn sem staðinn var að verki í sjónvarpsþættinum Kompási viðurkenndi að fórnarlömb hans væru fleiri en hann var dæmdur fyrir að misnota. Lögregla hefur tekið upplýsingarn- ar til rannsóknar. Þetta voru mest lesnu greinarnar á visir.is vikuna 20. til 27. janúar. Það hefur viljað brenna við, svona öðru hverju að minnsta kosti, að í opinberri umræðu sé þeirri skoðun haldið á lofti að íslensk stjórnvöld séu með ál á heilanum, að stóriðju- og álstefna séu einu uppskriftirnar í kokkabók ríkisstjórnarinnar. Gjarnan er spurt með nokkrum þjósti hvort hinum háu herrum hafi ekki hugkvæmst að það sé fleira hægt að gera en að bræða ál. Síðan fylgja útleggingar á því að hátækni- og þekkingariðnaður sé betri valkostur og að furðu megi sæta að íslensk stjórnvöld vilji ekki feta þá leið, en virðist heltekin af þeirri hugmynd að framtíðar- landið sé til húsa í álverksmiðju. Myndin sem dregin er upp er því þessi; á annan bóginn eru hátækni- og þekkingarfyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl en á hinn bóginn ríkisstjórn sem reynir að kaffæra allt í áli og öðrum umhverfisspillandi þungaiðnaði. Þegar litið er á íslenskt þjóðlíf þá blasir við allt önnur mynd en sú sem lýst er hér að ofan. Á undan- förnum árum höfum við horfið frá samfélagi sem var meira og minna háð sjávarútvegi og til samfélags þar sem máttarstoðirnar eru miklu fleiri. Mest áberandi er að eftir að ríkið losaði sig úr bankarekstri hefur sprottið upp nýr iðnaður sem á örfáum árum er kominn upp að hlið sjávarútvegsins hvað varðar umfang í þjóðarbúinu. Fjármála- starfsemi er ekkert annað en þekkingariðnaður af hæstu gráðu, útrás bankanna og íslensku fyrirtækjanna byggir á hugviti, menntun og frumkvæði. Það er nóg að líta á menntun t.d. þeirra sem starfa í bönkunum til að sjá að hér hefur sprottið upp öflugur þekkingariðnaður á alþjóðavísu. En það eru ekki bara bankarnir sem hafa breytt íslensku samfélagi og hleypt fjöri af stað. Rannsóknir og þróun hafa aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Nú er svo komið að við Íslendingar verjum rúmlega þremur prósentum af þjóðarfram- leiðslu okkar í rannsóknir og þróun. Þetta er miklu hærra hlutfall heldur en t.d. hjá ESB- ríkjunum og reyndar voru leiðtogar ESB að láta sig dreyma um að ESB tækist að komast á þetta stig við upphaf næsta áratugar. Margt bendir til þess að það verði sambandinu torsótt. Fjölgun háskóla, öflugri rann- sóknarsjóðir og atvinnulíf sem fjárfestir í rannsóknum hefur skilað okkur Íslendingum fram úr flestum þjóðum á þessu sviði. Þetta skiptir miklu máli því fjárfesting í rannsóknum skilar sér í hagvexti framtíðarinnar. Annar mælikvarði sem skiptir máli er hlutfall þeirra Íslendinga sem vinna við rannsóknir. Saman- burðarrannsóknir OECD sýna að Ísland kemur mjög vel út þegar þetta hlutfall er mælt. Árið 2003 störfuðu tæplega 25 af hverjum 1000 körlum við vísindarannsóknir en tæplega 15 af hverjum 1000 konum. Á Íslandi er hlutfall þeirra sem vinna við rannsóknir hæst í OECD og það vekur sérstaka athygli að engin þjóð stendur okkur jafnfætis hvað varðar þátttöku kvenna í rannsóknum. Þegar litið er á þessar tölur er erfitt að halda því fram að íslenskt samfélag sé byggt á áli, að Ísland sé eitthvert álland. Öllu fremur er Ísland rannsókna-, mennta- og vísindaland, alþjóðlegur saman- burður bendir allur í þá átt. Hitt er aftur á móti staðreynd að við nálgumst efri mörk þess sem skynsamlegt er að fórna af náttúru Íslands til virkjunarfram- kvæmda vegna stóriðju og jafnframt er ekki undan því vikist að vegna eignarhalds síns á Landsvirkjun tekur ríkið vissulega þátt í stóriðjustefnu. Ég hef fyrir því sannfæringu að ríkisvaldið eigi ekki með neinum hætti að taka þátt í stóriðjurekstri, hvorki með beinum eða óbeinum hætti, rétt eins og ég tel að það sé ekki hlutverk ríkisins að reka banka, matvöruverslun, útgerðarfyrirtæki eða neina aðra slíka starfsemi. Ríkisvaldið á smám saman að hætta orkuframleiðslu og einbeita sér í þess stað að því að vera skynsamur gæslumaður náttúru Íslands. Ríkið á að setja almennar reglur um náttúrunýtingu og náttúruvernd og gæta þess að einkaaðilar fari í viðskiptum sínum í einu og öllu eftir þeim leikreglum sem gilda. Mér er ljóst að það er nokkuð langt í það að þessi sýn rætist, margir eru mjög þeirrar skoðunar að ríkið verði að eiga og reka Landsvirkjun og sú skoðun gengur þvert á flokka, þótt því sé ekki að neita að fyrirstaðan er mest á vinstri vængnum. En ég tel að skynsamlegt sé að byrja á því að þrengja eignarnámsheimildir vegna orkuframkvæmda sem er að finna í raforkulögunum. Þær eru barn síns tíma, þegar nauðsynlegt var í nafni almannahagsmuna að raforkuvæða landið. Eignarréttur manna er stjórnarskrárvarinn og það verða að vera gríðarlega ríkar ástæður til þess að afnema hann. Virkjunarframkvæmdir vegna rafmagnsframleiðslu til einstakra fyrirtækja, þótt stór séu, eru að öllu jöfnu ekki nægjanleg rök til að hreyfa við jafn mikilvægum réttindum. Vísindalandið Ísland S íðustu daga hafa valdir áhrifamenn úr stjórnmála- og efnahagslífi heimsins setið á hæginda-rökstólum í svissneska Alpabænum Davos og rætt hvernig leysa mætti vandamál veraldarinnar. Þetta spjall- og skjall- mót hinna ríku og voldugu er árlegur viðburður. Það eru hávær mótmæli hnattvæðingarandstæðinga líka, en þeir sjá Davos-þingið sem tákn fyrir heimskapítalismann og það arðrán fátækra þjóða sem þeir trúa að hann valdi. Þau heimsins vandamál sem í ár eru í brennidepli umræðna í Davos eru hlýnun loftslags og orkuöryggi. Í fyrra var fjallað um hvað uppgangurinn í Asíu hefur í för með sér fyrir Vesturlönd. En skiptar skoðanir eru á því hvort Heimsefnahagsþingið hafi í raun eitthvað að segja sem máli skiptir fyrir heiminn. Vonir voru bundnar við að samtöl ráðamanna mestu viðskipta- velda heims, sem mættir voru til Davos, gætu orðið til að höggva á þann hnút sem viðræður um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum hafa nú um nokkurt skeið verið fastar í. Þær vonir brustu er niðurstaðan úr þeim samtölum í gær varð ekki önnur en óljóst orðuð yfirlýsing, þar sem „heitri ósk“ er lýst um að samninga- viðræður svonefndrar Doha-lotu á vegum Heimsviðskipta- stofnunarinnar verði hafnar á ný sem fyrst. Þær viðræður hafa hingað til strandað á ágreiningi um hversu langt skuli ganga í að draga úr verndun landbúnaðar í ríku löndunum og opna betur markaði þeirra fyrir framleiðslu frá fátækari löndum. Helstu útflutningsafurðir fátæku landanna eru ræktuð matvæli og því skipta þessir samningar miklu fyrir möguleika þeirra til að auka útflutningstekjur sínar og hagvöxt. Þó eru dæmi um að Davos-fundirnir hafi skilað áþreifan- legum árangri. Nefna má að á fundinum árið 1990 hittust leið- togar beggja þýzku ríkjanna innan við þremur mánuðum eftir að Berlínarmúrinn féll. Þeir fundir áttu þátt í að koma viðræð- um um sameiningu Þýzkalands í þann uppbyggilega farveg sem leiddi til sameiningarinnar síðar sama ár. Sennilega mesti árangurinn sem náðst hefur á Davos-þingi var árið 1994, þegar Shimon Peres, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, og Jasser Arafat, þáverandi leiðtogi Palestínumanna, sátu á maraþonsamningafundi fram á nótt á hótelherbergi í skíða- bænum kyrrláta og náðu saman um framfarir í friðarferlinu við botn Miðjarðarhafs. Forsvarsmenn Davos-þinganna segja að þeir þjóni sem ein- stakt tækifæri fyrir áhrifamenn hvaðanæva úr heiminum til að skiptast á hugmyndum og skoðunum tæpitungulaust í trúnaði. „Tilgangurinn er að ýta við leiðtogum úr viðskipta- og stjórn- málalífi að gera eitthvað sem breytir heiminum til hins betra. Þingið er miðlunarvettvangur framfara,“ hefur AP-fréttastofan eftir einum skipuleggjendanna, Matthias Lüfkens. Óskandi væri ef þessi bjartsýnislýsing á því sem hinn árlegi samræðuklúbbur heimselítunnar getur látið af sér leiða stæðist. Það er að minnsta kosti engin ástæða til að taka undir með hnatt- væðingarandstæðingum, sem finna honum flest til foráttu. Samræðuklúbbur heimselítunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.