Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 11
Síðustu vikur hafa margir talað með létti um að nú sé Davíð- stíminn liðinn. En er svo? Ég er ekki viss. Lærlingur meistarans er kominn á jötuna og gerir sitt til að halda í horfinu. Slóð fyrr- verandi foringja Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er meira en greinileg. Hún er hrikalega aug- ljós og afleiðingarnar munu vara lengur en nokkur núlifandi Íslendingur tórir. Ég nefni örfá dæmi. Stórfelld yfirtaka á eign- um þjóðarinnar, með sýndar- greiðslum fyrir þær, til sérval- inna manna. Þar má nefna sjávarauðlindina, en sú aðgerð rústaði landsbyggðinni. Sala bankanna þar sem þjóðarger- semar voru látnar fylgja með, eins og uppbót á nánast gjöf. Salan á Eimskip, en nýju eigend- urnir bútuðu það niður og færðu sjóflutningana á land og níðast nú á veikum vegum landsmanna. Þessi eigingjarna hagræðing þeirra skapar stórhættu fyrir vegfarendur og kostar þjóðina milljarða aukaútlát. Virkjana- og stóriðjustefna hefur heltekið stjórnvöld svo landi og þjóð, já umhverfinu öllu, stafar hætta af. Nú riðar hagkerfið og fjöldi manns setur heilsu sína í hættu með ofurvinnu, til að missa ekki íbúðir sínar í óseðjandi hít einka- bankanna. Sömu bankar hafa vélað fjölda ungmenna í skulda- fjötra með hvetjandi síbylju um að taka langtímalán fyrir fánýt- um hlutum. Fólk sem betur væri sett við færibönd frystihúsa sinnir nú ráðherrastörfum. Stjórnmálamenn sem þora ekki að taka á málum innflytjenda og halda fólkinu sem árum saman hefur skapað auðinn í fátækt og þrældómi eru ekki starfi sínu vaxnir. Nú er svo komið að bæði aldr- aðir og láglaunafólkið hafa áttað sig á að þau sem mörg undan- farin ár hafa átt að vera þing- menn þjóðarinnar voru og eru þar fyrst og fremst fyrir sjálf sig. Eftirlaunalögin og allskonar önnur fríðindi til handa embætt- ismönnum, þingmönnum og ráð- herrum votta það, svo ömurlegt sem það nú er. Samtíma þessu eru svo skerðingar á bótum til aldraðra og öryrkja og hækkun á mat, húsaleigu, gjöldum fyrir heimaþjónustu, ferðaþjónustu fatlaðra, dagvistun og svo fram- vegis. Það er engu líkara en stjórnarflokkarnir þoli ekki gam- alt fólk og öryrkja. Líti bara á slíka sem óæskilega þurfalinga, sem geti étið það sem úti frýs. Í viðtali við heil- brigðisráð- herra, um ákveðin hagsmuna- mál aldr- aðra og öryrkja, fór ekki milli mála að hún hafði engan skilning né áhuga fyrir kjörum þeirra og líðan. En slík afstaða einkennir forystu og þingmenn Framsóknar. Því miður láta of mörg ungmenni og eldri borgar- ar fleðulæti þessa flokks, rétt fyrir kosningar, blekkja sig. Unga fólkið er ekki farið að átta sig á hve pólitíkin er undirförul og óáreiðanleg og geldur þess. Gamla fólkið er einlægt og trúir ekki að pólitíkusar séu að nýta sér heiðarleika þess með blekk- ingum, svo þau kjósi óvini yfir sín mál. Valdhafar gera ekkert fyrir aldraða og öryrkja, sem þeir komast hjá að gera. Stjórn- arandstaðan og verkalýðsfélögin eru grútmáttlaus og lítils virði. Við þessar aðstæður er kjörlendi fyrir aldraða og umhverfissinna að slá saman í umhverfisþen- kjandi félagshyggjuflokk. Fund- að verður í byrjun janúar með öldruðum og vonandi öryrkjum, Framtíðarlandinu og Ómari Ragnarssyni. Aldnir Íslendingar eru áber- andi heiðarlegt og gott fólk, sem ekki má vamm sitt vita. Úr þess- um hópi er hætt við að Fram- sóknartrúarfólk, sem farið er að gleyma, kjósi af gömlum vana í vor. Andvaraleysi og alveg sama hugsunarháttur nægilega margra heldur lífinu í þessum versta óvini þeirra sem minna mega sín. Það þarf kjark, dugnað og æðru- leysi, ef vel á að takast með flokk fyrir þau sem engan eiga að á Alþingi. Ég skora á aldna að láta ekki hræða sig frá virkri þátttöku og treysta góðum vinum, sem vilja vera með. Þar á ég við öryrkja og umhverfissinna með þjóðhetjuna Ómar Ragnarsson í fylkingar- brjósti. Manninn sem fórnaði langt umfram það sem hann átti og aflaði, til varnar ómetanleg- um verðmætum þjóðarinnar. Ómari, sem vakti þjóð sína úr dróma sinnuleysis, um þann hluta landsins sem er úr alfara- leið. Þennan vin okkar allra styð ég heilshugar og hvet fólk til að borga niður skuldina sem hann hefur komið sér í, okkar vegna og afkomenda. Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningur hefur verið stofnaður í Landsbankanum á hans nafni. 0120-05-075486. Aldraðir verða að losa sig við fölsku vinina. Ómar er maður sem við öll getum treyst. Höfundur er trésmíðameistari. Flokkur aldraðra og gleymnir þingmenn KIA Picanto er lipur, fallegur, nútímalegur og sparneytinn smábíll með skynsamlegri rýmisnýtingu. Það sakar ekki að verðið á sér ekki hliðstæðu. Fimm dyra Picanto á vetrardekkjum kostar aðeins 1.255.000 kr. Picanto er einnig fáanlegur sjálfskiptur, einn fárra smábíla. Fæst einnig með aflmikilli 75 hestafla og sérlega sparneytinni dísilvél. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 8 1 9 5 KIA PICANTO Á FRÁBÆRU VERÐI, ENGIN ÚTBORGUN, 17.995 KR*. Á MÁNUÐI. EYÐIR AÐEINS 5,4 LÍTRUM Á HUNDRAÐIÐ Í BLÖNDUÐUM AKSTRI. *Miðað 100% hjá Sjóvá Fjármögnun í erlendri myntkörfu – yen og svissneskir frankar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.