Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 12
„Það er ánægjulegt til þess að vita að fólk sé að lesa það sem maður skrifar, því hvers vegna að skrifa ef enginn les.“ Morðingjar Stephens Biko játa sök Sláturfélag Suðurlands er hundrað ára í dag. Af því tilefni verður mikið um hátíðarhöld á næstunni hjá þessu merka fyrirtæki. Hófust þau með árshátíð SS í gær- kvöldi sem var haldin með mikilli við- höfn. Öllu starfsfólki fyrirtækisins ásamt mökum var boðið og voru skemmtiatriðin af ýmsum toga. Léku sjálfir Stuðmenn meðal annars fyrir dansi. Steinþór Skúlason hefur verið for- stjóri SS frá árinu 1988. Hann segir að það hversu sammála stjórnendur fyrirtækisins hafi verið um stefnu þess hafi ráðið miklu um hversu vel SS hafi vegnað í gegnum tíðina. „Það sem gerir SS frábrugðið frá kaupfélögun- um er að þau voru blönduð samvinnu- félög. Þar gátu verið misvísandi hags- munir með bændur og neytendur í stjórn. Sláturfélagið er samvinnufélag framleiðenda með einsleita hagsmuni. Það hefur verið tiltölulega sammála um stefnuna og það hefur breytt miklu,“ segir Steinþór. „Við höfum verið með hæft fólk í stjórn sem hefur getað fylgt eftir þeim breytingum sem hafa verið á ytri aðstæðum.“ Mánudaginn 28. janúar 1907 var stofnfundur Sláturfélags Suðurlands svf. haldinn. Sama ár var reist slátur- hús í Reykjavík, það fyrsta í landinu. Árið 1908 opnaði félagið tvær mat- vöruverslanir. Alls urðu verslanir sem Sláturfélagið opnaði fimmtán að tölu. Mjög stórt stökk í sölu varð árið 1930 eftir að danskur kjötiðnaðar- meistari, Alf Peder Nielsen, kom til félagsins og þróaði uppskriftina að SS vínarpylsunni sem hefur verið að mestu óbreytt síðan. Alf og mágur hans, Jón Sveinsson, settu upp pylsu- vagn í Kolasundinu og var það upphaf- ið að „Bæjarins bestu“. Árið 1988 varð stefnubreyting hjá Sláturfélaginu. Ákveðið var að félagið skyldi einbeita sér að slátrun og úrvinnslu og stunda verslun á heild- sölustigi. Í framhaldi voru verslanir félagsins m.a. seldar. Eftir þessa stefnubreytingu batnaði hagur félags- ins mjög og stendur það nú styrkum fótum. AFMÆLI Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóhanna Sveinsdóttir Hverfisgötu 99a, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. janúar. Útförin verður frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. janúar kl. 15.00. Dætur, tengdasynir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, afa og bróður, Sturlu Erlendssonar Hjarðarhaga 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til karlakórsins Fóstbræðra fyrir ómetanlega aðstoð. Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir Sara Sturludóttir Sölvi Sturluson Björk Sturludóttir Erlendur Sigurðsson barnabörn og systkini. MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Reykjavík sími 587 1960 www.mosaik.is LEGSTEINAR TILBOÐSDAGAR allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinarþel við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þóru Kristínar Eiríksdóttur Efstaleiti 12, Reykjavík sem lést sunnudaginn 14. janúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir til lækna- og hjúkrunarliðs Landspítalans, hjúkrunarþjónustunnar Karitas og starfsfólks líknar- deildarinnar fyrir frábæra meðferð og umönnun. Tómas Árnason Eiríkur Tómasson Þórhildur Líndal Árni Tómasson Margrét Birna Skúladóttir Tómas Þór Tómasson Helga Jónasdóttir Gunnar Guðni Tómasson Sigríður Hulda Njálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Skúli Ólafsson sem lést á Landspítalanum 20. janúar, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. janúar kl.15.00 Sigrún M. Ragnarsdóttir Björg Skúladóttir Vignir Elvar Vignisson Ólafur Skúlason Cristina Skúlason Erna Gísladóttir Rúnar Hreinsson Haukur Gíslason Hlíf Georgsdóttir Elisabet Paulson (Bessy) Olaf Paulson og barnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Alberts Jónassonar f. 1.11. 1915 d. 7.1. 2007 Nökkvavogi 44, Reykjavík. Eins viljum við færa starfsfólki deildar 13G, Landspítala við Hringbraut, sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á síðustu mánuðum ævi hans. Oddrún Albertsdóttir Þorbergur Ormsson Ásgerður Albertsdóttir Hans Aðalsteinsson Oddrún Hansdóttir Ingjaldur Tómasson Albert Hansson Þórunn Yngvadóttir Þórður Hansson Kristín Hulda Þorbergsdóttir Birgir Þór Birgisson Berglind Þorbergsdóttir Ríkarður Reynisson Jónas Þorbergsson og langafabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.