Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 16
E lín segist aldrei hafa ætlað sér að verða framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Íslands heldur hafi hlutirnir bara æxlast þannig. „Ég hafði unnið á skrif- stofunni hjá Ólafi Laufdal í þrjú ár þegar dóttir mín varð í öðru sæti í Ungfrú Ísland árið 1993 og send til Suður-Afríku að keppa í Miss World. Ég gagnrýndi ýmislegt sem mér fannst að hefði betur mátt fara við undirbúninginn og fleira þannig að ég var bara gripin í þetta,“ segir Elín, sem fór smátt og smátt að taka að sér undirbún- ing keppnanna þangað til hún var ráðin framkvæmdastjóri árið 1996. „Í dag held ég utan um þrjár stórar keppnir á ári; Ungfrú Reykjavík, Ungfrú Ísland og Herra Ísland, auk þess að halda utan um undankeppnirnar úti á landi. Í raun má segja að Ungfrú Ísland keppnin byrji á undan- keppnunum sem eru haldnar á landsbyggðinni.“ Elín fer á flesta staðina sjálf til að dæma því mikilvægt er fyrir hana að hafa heildarsýn yfir alla þátttakendur. „Þannig verður hóp- urinn til sem keppir síðan í Ung- frú Ísland en þá taka við keppnirn- ar erlendis þannig að þetta er orðið starf allt árið. Keppnirnar úti eru yfirleitt seinni part sumars og fram á veturinn en síðan tekur Herra Ísland keppnin við í nóvem- ber þannig að þetta hangir allt saman,“ segir Elín en Fegurðar- samkeppni Íslands hefur haldið Herra Ísland keppnirnar frá því Elín tók við framkvæmdastjórn- inni. Elín segir erfitt að útskýra eftir hverju sé nákvæmlega leitað í fari fegurðardrottningar. „Við leitum eftir persónum sem koma þannig fyrir að þær fangi athyglina um leið og þær ganga inn í salinn. Það er ekki nóg að vera bara sæt held- ur þurfa þessar stelpur að hafa helling fleira til að bera. Svo er það ekki fyrir hvern sem er að höndla þetta, sérstaklega ef farið er alla leið og það er nú ekki svo langt síðan það gerðist síðast,“ segir Elín og vísar þar til Unnar Birnu. „Það er rosaleg pressa sem fylgir því að vera handhafi titils- ins Ungfrú heimur. Það er náttúr- lega alveg ofboðslega gaman að sjá þann árangur og algjört eins- dæmi að þessi litla þjóð skuli hafa átt þrjár Ungfrú heim og eina Ungfrú international, sem Guðrún Bjarnadóttir var kjörin árið 1963.“ Spurð hver sé hin fullkomna fegurðardrottning segir Elín: „Ætli hin fullkomna fegurðar- drottning sé nokkuð til? Mér finnst við alltaf vera með hina fullkomnu fegurðardrottningu þegar við erum búin að fara í gegnum keppn- ina á hverju ári. Svo er bara spurn- ing hvernig valið er þegar komið er út. Við vitum aldrei hvernig hinar eru.“ Elín segir Unni Birnu þó besta dæmið um fullkomna fegurðar- drottningu. „Hún er búin að standa sig alveg ofboðslega vel og fyrir mér er hún alveg fullkomin fegurðardrottning. Við erum svo stolt af henni,“ segir Elín og held- ur áfram: „Þegar Unnur Birna fór til að krýna arftaka sinn í Ungfrú heimi fann maður hvað hún er elskuð og virt þarna úti og það fyllir mann alveg rosalegu stolti. Fólk gerir sér ekki nokkra einustu grein fyrir því hvað hún er fræg þarna. Það eru alls staðar ljós- myndarar í tugatali og meira að segja var erfitt fyrir mig að fá að hitta hana. Þannig að í þessum heimi er hún alveg ofboðslega fræg.“ Elín telur Unni Birnu eiga alla þá möguleika sem hún vilji nýta sér innan þessa geira. „Það er bara undir henni komið hvað hún vill gera. Þessu hlutverki hefur hún sinnt alveg ofboðslega vel og er afskaplega skynsöm stúlka. Hún kann líka að hafa húmor fyrir sjálfri sér enda þýðir ekkert að taka þetta of alvarlega því þá verða ósigrarnir svo sárir.“ Elín segir Unni Birnu hafa sinnt þessu hlutverki alveg hundrað prósent en kunna líka vel að bregða sér úr því. „Ég held að það verði að vera hægt að gera það líka til þess að halda sönsum því það er ekki hægt að vera alltaf eins og brúða.“ Spurð hvort leitað sé eftir öðru í fari keppenda í dag en þegar Elín tók við, segir hún: „Ég myndi ekki segja það þótt tíðarandinn hafi auðvitað breyst. Við erum farin að leggja meiri áherslu á karakter stúlknanna, hvað þær eru að gera og hvað þær ætla sér í lífinu. Það skiptir miklu máli. Við tökum ítar- leg viðtöl við hverja og eina þeirra auk þess sem ég vinn með þeim allan undirbúningstímann. Að öðru leyti hefur þetta haldist óbreytt í rúmlega hálfa öld.“ Um þessar mundir er verið að velja inn keppendur í Ungfrú Reykjavík en 120 ábendingar bár- ust þetta árið. „Það er talsverð vinna að fara yfir þetta allt því við boðum allar í viðtal og látum þær síðan vita hvort þær eigi að koma í aðra prufu,“ segir Elín en þegar búið er að velja inn í keppn- ina í lok janúar hittast stúlkurnar strax ásamt Dísu í World Class og Fríðu Rún næringarráðgjafa. „Þá er byrjað að kenna þeim hvað þær geti gert best fyrir sig hver og ein þannig að þetta er nokk- urra mánaða ferli. Það er alls ekk- ert nóg að vera bara þvengmjó. Ég held að áður fyrr hafi verið meira lagt upp úr því að þær væru grannar en núna er áhersl- an á að þær séu stæltar og heil- brigðar. Það er alveg bannað að vera bara horaðar, eins og var hér áður fyrr. Þessar stelpur eru svo mikil fyrirmynd fyrir ungar stelpur að það verður að fara var- lega því ungu stelpurnar vilja svo gjarnan líkjast fegurðardrottn- ingunum.“ Elín segir að keppnin sé líka hætt að senda stelpurnar í ljósa- bekki fyrir keppnirnar og nú séu þær bara spreyjaðar í staðinn. „Við reynum að taka allt sem er óhollt út úr keppninni og undir- búningnum fyrir hana.“ Í dag er víðast hvar meiri áhersla lögð á fyrirsætukeppnir en beinar fegurðarsamkeppnir. Spurð hvað það hafi að segja fyrir stelpurnar að keppa um kórónu, segir Elín: „Við reynum allt sem í okkar valdi stendur til þess að útvega stelpunum vinnu við fyrir- sætustörf. Þær hafa fengið fín verkefni hér heima þrátt fyrir að markaðurinn sé lítill. Auðvitað vekja þær athygli því fólk sér þær í sjónvarpi, blöðum og ýmsum kynningum en annars hefði eng- inn vitað hverjar þær væru. Þannig að þetta opnar þeim leiðir í fyrirsætuheiminum eins og svo mörgu öðru.“ Elín segir fyrirsætukeppnir og fegurðarsamkeppnir vera tvennt ólíkt og að erlendis sé jafnan meiri rígur á milli keppnanna en hér á landi. „Í fyrirsætukeppnum er meira leitað eftir einhverri sér- stöðu í útliti en auðvitað hafa margar fegurðardrottningar orðið frægar fyrirsætur líka. Síðan sér maður fyrirsætur sem eru ekki beint fallegar heldur hafa þær eitthvað sérstakt sem vekur athygli og hentar í fyrirsætustörf- um.“ Þetta er í rauninni allt ósköp svip- að hjá strákunum þótt það sé ekki eins föst hefð fyrir því að halda Herra Ísland keppnirnar eins og Ungfrú Ísland. „Úti í heimi eru keppnirnar ekki alltaf haldnar á hverju ári,“ segir Elín og bætir því við að aðsóknin í Herra Ísland hafi aukist gríðarlega frá því fyrsta keppnin var haldin. „Þá þurftum við að draga strákana í keppnina en núna senda þeir jafn- vel sjálfir inn umsóknirnar. Það koma upp undir hundrað ábend- ingar og umsóknir á ári núna og byrja að berast daginn eftir keppni fyrir þá næstu. Þannig að þetta þykir meira flott í dag heldur en hallærislegt eins og áður var,“ segir Elín. Elín segir það erfiðasta sem hún hafi gert á ferli sínum sem framkvæmdastjóri Herra Ísland vera þegar hún þurfti að svipta Herra Ísland titlinum. „Þetta þurfa að vera góðar fyrirmyndir og það var einmitt misbrestur á því í þessu tilfelli. Það er mjög erfitt að þurfa að taka ákvörðun um að svipta fólk titli. Eftirmálinn var líka erfiður. Hann lét hafa ýmislegt eftir sér um mig og fleiri en ég ákvað bara að svara engu. Mér fannst betra að láta kyrrt liggja og leyfa þessu að gleymast. Það hefði gerst fyrr ef hann hefði gert slíkt hið sama. Þetta var hins vegar óhjákvæmilegt og myndi aldrei hafa verið gert annars.“ Elín segir rosalega gaman að fylgjast með strákunum í undir- búningnum fyrir Herra Ísland. „Þeir taka þetta mjög alvarlega þótt fólk telji oft að þetta sé mun léttvægara fyrir þá en stelpurnar en keppnisskapið er svo mikið hjá þeim. Þeir fá sama aðdraganda í þjálfun og næringarfræði og stelp- urnar og það er rosalega gaman að sjá muninn á þeim frá því þeir byrja að æfa þangað til þeir mæta í keppnina.“ Elín segir algengt að systkini eða vinir einhvers sem hefur tekið þátt áður komi og keppi bæði í Ungfrú og Herra Ísland. „Þetta sýnir mér að þau eru að hvetja hvert annað til þess að koma og taka þátt enda er þetta bæði gaman og gefandi. Ég get ekki verið annað en ánægð með það.“ Hin fullkomna fegurðardrottning Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Íslands, vinnur að því um þessar mundir að velja keppendur í Ungfrú Reykjavík. Elín hefur verið framkvæmdastjóri keppninnar síðan 1996 og sagði Sigríði Hjálmarsdóttur frá starfi sínu og samskiptum við keppendur frá þeim tíma. Það er mjög erfitt að þurfa að taka ákvörðun um að svipta fólk titli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.