Fréttablaðið - 28.01.2007, Page 18

Fréttablaðið - 28.01.2007, Page 18
H ermann skýrir frá því að skáld- sagan búi jafnan við það ástand að yfirlýst staða hennar sé slæm og byrjar á bókmenntalegan hátt á því að rekja þá staðreynd aftur til Don Kíkóta eftir Cervantes. „Ef það er fyrsta skáldsagan þá verður hún til sem skopstæling á útjaskaðri hugmynd,“ segir Her- mann og áréttar að sagan um Don Kíkóta byggi þannig á því að ridd- arasagan sé útjöskuð og ófrum- leg. „Það er bara eitthvað svo ófrjótt fyrir höfunda að ástandið sé gott. Þeir þurfa á því að halda að það sé ægilegt svo þeir geti gert eitthvað í því – það væri samt gaman ef einhver kæmi fram sem ekki væri á móti neinu.“ Sjálfur segist Hermann ekki vera á móti neinu né neinum þannig séð en skýlir sér jafn- framt bak við þá staðreynd að hann sé næsta skoðanalaus. „Þegar maður lifir í litlu sam- félagi er ágætt að vita ekki neitt. Ég er bara þannig af guði gerð- ur,“ segir hann hógvær. „Mig langar ekkert sérlega til að láta festa mig niður eins og fiðrildi á prjón og álít mig ekki tilheyra neinni kynslóð eða hópi og kann ekki við mig í kössum. Og þegar væringarnar eru í svona miklu návígi er best að halda sig fyrir utan þær.“ Eftir nánari umhugs- un bætir hann við: „Samt geta deilur líka verið skemmtilegar og nauðsynlegar.“ Deiluefnin þessa dagana eru til að mynda tengd hugmyndum fólks um sannleika og lygi en Hermann telur mögulegt að þær hugmyndir hafi farið á enn meira flot hérlendis í kjölfar nokkurra hitamála og megi í því sambandi nefna yfirlýsingar Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrg- isins, mál Árna Johnsen og jafn- vel Íraksstríðið sem byggi á lygi. „Ég hata lygar af öllu hjarta,“ segir hann grafalvarlegur en afstæði sannleikans og lygar eru eitt af viðfangsefnum verka hans. Höfundurinn segist þó ekki fást við slíkar blekkingar sjálfur. „Skáldskapur er ekki lygi. Hann er uppspuni og það er allt annað. Ég lýg ekki nema til að segja sannleikann.“ Skáldsöguhöfundar hafa alla tíð verið í vandræðum með sjálfa sig í bókmenntunum, allt frá Don Kíkóta til okkar daga en eitt afbrigði þeirrar flækju er þegar höfundurinn sjálfur verður bók- staflega ein af aðalpersónum verka sinna. Sjálfssögur virðast vera nokkuð móðins hérlendis hvort sem það er ætlun höfundar- ins eða þörf lesand- ans fyrir tengsl við meintan veruleika. „Það eru til mörg orð yfir þetta, stund- um er talað um sjálf- lýsandi bókmennt- ir,“ útskýrir Hermann og bætir við að það sé rík hefð fyrir ævisögulegum skrifum hér á landi auk þess sem hlut- fall „skrifandi fólks“ sé mjög hátt. Nýlegt dæmi um sjálflýs- andi bókmenntir er skáldsaga Eiríks Guðmundssonar, Undir himninum, sem kom út fyrir síðustu jól. Þar glíma lesendur ekki aðeins við kunnugleikann í tengslum við aðal- persónuna E. heldur svipar einni auka- persónu töluvert til Hermanns sjálfs. Hann þverneit- ar samt að vera sú persóna. „Nei, ég er allur hérna – ég get ekki ratað inn í bók. Það væri reyndar draumur og mig dreymir um að verða nefndur í uppflettiritum sem algeng sögupersóna í íslensk- um bókmenntum en það er allt annað. Ég sjálfur er ennþá hér, hef alla fingur og alla útlimi,“ segir hann og ekki ber á öðru – eða hvað? „Ég rata hins vegar oft inn í spænskar bækur. Ég er algeng sögupersóna í spænskum bókmenntum,“ segir hann sann- færandi og sýpur kaffi. Persóna í einni skáldsögu Her- manns Stefánssonar á í vand- ræðalegu sambandi við rithöf- undinn Ólaf Jóhann Ólafsson en höfundurinn vill ekki gangast við því að það komi hinum eiginlega Ólafi Jóhanni nokkuð við. „Ein- hvern tíma var talað um íslensk- an leshátt sem einkenndist af þessari afhjúpun- arþörf, að finna fyrirmynd persón- anna. Þetta er algengt í litlum samfélögum en óbærilegt fyrir íslenska höfunda. Þeir þurfa sífellt að vera að svara spurningum sem ekki er hægt að svara; hvort þessi persóna sé þessi eða einhver annar. Um leið og þú byrj- ar að skrifa ertu farinn að skálda, skapa karakter – ekki manneskju af holdi og blóði, það eru bara erfðavís- indin sem geta það,“ segir hann en bætir við og grefur markvisst undan starfi skrifandi fólks: „Jafnvel þótt eitthvað rati á blað sem einhver hefur sagt merkir það ekki að þar sé komin manneskjan sjálf.“ Hermann tengir þessa þörf skáldsagnahöfundarins eftir „raunveruleikatengslum“ við þá þrá þeirra að finna einhvern sem trúir þeim. „Menn reyna að leita uppi sakleysi lesandans líkt og samband lesanda og höfundar var á 18. öld,“ segir hann en þá voru víst trúgjarnari tímar en nú þegar lesendur geta ekki einu sinni lagt fullkominn trúnað á það sem stendur í blöðunum. Líkt og fyrri viðmælendur blaðs- ins sem rætt hafa um skáldsög- una síðustu sunnudaga minnist Hermann á glæpasöguna og við- tökur hennar. „Við höfum svolít- ið skrítnar hugmyndir um bók- menntagreinar hér á landi. Núna finnst til dæmis mörgum það Það getur svo margt gerst í sálar- lífinu hjá fólki sem les bækur, þær geta breytt hugmyndum þeirra og smitast út í lífið þótt að- eins örfáar hræð- ur gluggi í þær. Skáldskapur breytir heiminum á hverjum degi Hermann Stefánsson er þriðji viðmælandi Fréttablaðsins í umfjöllun þess um íslensku skáldsöguna. Hermann gaf út ljóðabók- ina Borg í þoku fyrir síðustu jól en hefur áður gefið út skáldsögur og skáldfræðirit. Hann kveðst sjálfur vera algeng söguhetja í spænskum bókmenntum og verður óvenju tíðrætt um fiðrildi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.