Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 20
Það er yfir öllu þessi skammvinna kyrrð sunnudagsins sem stundum kemur að afloknu hádegi þegar helgin hvílir líkt og í hlutlausu jafn- vægi milli eftirvæntingar laugar- dagsins og stjarfa mánudagsins. Fríða Á. Sigurðardóttir: Eins og hafið Í síðasta pistli var vikið að sögnun- um að aka, keyra, sigla. Svo benti mér ónefndur maður á að sagt hefði verið að konu hefði verið „flogið á sjúkrahús“ – og vildi fá að vita hvers konar flygildi þessi kona væri. Þetta hjómar auðvitað ankannalega og kannski hefur Ómar Ragnarsson einkaleyfi á slík- um flugferðum er hann flýgur á „Frúnni“. Þó má segja þessu orða- lagi til nokkurrar afsökunar að við segjum hiklaust: „Viltu keyra mig heim“ – þó að við breytum okkur ekki þar með í farartæki. Í Fréttablaðinu 16. janúar er svona hörmulega tekið til orða: “... barnalæknir segir að ástæðan fyrir því að bakvísandi stólar reynast betur vera þá að hálsliðir barna eru mun veikbyggðari...” Hollt er blaðamönnum að lesa málsgreinar sínar yfir í heild, einkum þegar teygist úr þeim og forðast svona afglöp. Reyndar er það góð regla í almennu ritmáli að nota mest skýrar aðalsetningar og punkta, fremur en hlykkjóttar málsgreinar með mörgum auka- setningum. Það gerir frásögnina lipurri og auðveldar bæði lestur og skilning. „Faðir Víkverja hefur löngum þótt hákarlinn góður...“. Þetta las ég í Morgunblaðinu 18. janúar og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Er skollin á nefnifallssýki? Þykir þetta boðlegt í Morgunblaðinu? Þessi tvö orð eru orðin ótrúlega vinsæl. Menn segja miklu fremur „frá toppi til táar“ heldur en „frá hvirfli til ilja“. Ekki finnst mér ég vera með neinn topp, nema þá helst hártopp, og ekki sé ég þá merkingu í orðabókum. Aftur á móti kemur þar fram merkingin tindur, sem er snöggtum fallegra en fjallstoppur. Einnig álpast menn til að segja að eitthvað sé toppur- inn á einhverju í merkingunni allra best. Ætli þetta sé ekki afbökun úr ensku eins og nú er mikil tíska. Og sama máli gegnir um sögnina að toppa sem á íslensku er að gera betur, slá einhverjum við, ná betri árangri en e-r. má enn finna hjá Halldóri Guð- mundssyni í Fréttablaðinu 20. janúa í umfjöllum um orðfæri lið- ins tíma í æviminningum: „Orð eins og þetta hafa sjálfstætt líf og áferð og hljóm og geta lifað lengi með lesandanum, eru ómissandi fótgönguliðar í orustunni við gleymskuna.“ Valhenda kallast sú tegund brag- hendu þegar allar línur enda á stýfðum lið: Næðir yfir norðanáttin nístings- köld drungalegt þá dimmir kvöld og dapurleikinn tekur völd. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Leystu krossgátuna! þú gætir unnið bíómiða fyrir tvo á sýningu að eigin vali! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Ég sit í fancy smancy íbúðinni minni í Teheran og horfi á fréttir, á stærsta risaskjá sem ég hef séð, um að Bandaríkin og Bretar hafi verið að senda sprengjuvélar til Suður-Íran. Og ég sem er bara búin að vera hérna í tvo daga. Gátu þeir ekki beðið aðeins. Einhvern veginn hef ég samt engar áhyggjur af því að stríð brjótist hér út. Ekki frek- ar en hver annar í Teheran. Fólk heima spurði mig hvað ég væri að pæla að ætla til Íran. Ég veit ekki af hverju en ég vissi bara að ég yrði að fara. Ég er smám saman að reyna að skilja hvernig lífið er hérna. Teheran er brjáluð borg. 14 milljónir búa hér og lifa algjörlega tvöföldu lífi. Annars vegar er Teh- eran á yfirborðinu og hins vegar Teheran undir yfirborðinu, eða það sem þeir kalla „black Tehran“ og vísar til alls þess sem er ólöglegt í Íran og er verslað með á svarta markaðnum. Fólkið og ríkisstjórn- in er tvennt ólíkt. Ég hef engan hitt sem styður forsetann og flestir gera grín að honum. Íran er á suðu- punkti núna og pólitískt ástand mjög viðkvæmt, bæði innan Íran og utan. Í dag fór ég að hitta Niki Karimi, einu írönsku konuna sem ég þekkti áður en ég kom til Teheran. Hún er ein frægasta leikkonan í Íran og er að leika í mjög „commercial“ mynd núna eftir einn vinsælasta leik- stjóra Íran. Soldið eins og íranska Hollywood en samt allt öðruvísi. Það var mjög fyndið að fylgjast með dramatískri íranskri ástarsögu verða til og í útiskotunum flykktist fólk á staðinn og heilu fjölskyld- urnar mættu til að fylgjast með. Milli atriða kom fólk að heilsa Niki og láta taka myndir af sér með henni. Þegar ég mætti á settið sprakk Niki úr hlátri og sagði, „Guð minn góður, Hanna hvað kom fyrir þig, þú ert nákvæmlega eins og írönsk kona.“ Eina sem var öðruvísi var að trefillinn sem ég er vanalega með um hálsinn var núna vafinn yfir hausinn á mér og huldi hárið. Ann- ars var ég í svarta millisíða H&M jakkanum mínum, gallabuxum og stígvélunum. Nákvæmlega eins og heima. En gæti samt verið „uni- form“ fyrir íranska stelpu. Niki sagði mér að hafa ekki áhyggjur, ég gæti tekið af mér slæðuna þó að settið væri fullt af fólki. Þannig er lífið í Teheran algjörlega tvöfalt. Maður vefur slæðu um hausinn þegar maður fer út og fer í jakka sem nær niður fyrir rass en annars eru stelpurnar algjörlega vestrænt klæddar. Niki var mjög glöð að sjá mig og gest- risnin og kurteisin skín alls staðar í gegn. Íranir eru súper næs, annað verður ekki sagt. Það er stanslaust borið í mann te, hnetur, þurrkaðir ávextir og súkkulaði. Pístasíur og appelsínur eru á öllum borðum. Fólk rembist við að tala ensku og allir vilja allt fyrir mann gera. Eftir tökur fórum við heim til Niki og hún býr eins vel og aðrir Íranir sem ég hef komið heim til. Inni á heimilunum gæti maður hald- ið að maður væri staddur í hvaða stórborg sem er. Það fyrsta sem manni er boðið er víski eða vodka. Annars er áfengi ólöglegt eins og allt annað en það stoppar engann. Áfengi er selt á svarta markaðnum, rétt eins og DVD-diskar með Holly- wood-bíómyndum sem eru að sjálf- sögðu bannaðar og geisladiskar með allra nýjustu tónlistinni. Þetta er „underground“ Teheran. Gervihnattasjónvarp er líka bannað en samt sem áður eru öll heimili með gervihnetti með enda- lausum stöðvum. MTV er mjög vin- sælt og persneskar tónlistarstöðv- ar rembast við herma eftir MTV með íranskri tónlist. Soldið eins og Bollywood. Öðru hvoru ruglast samt útsendingin og þannig reynir stjórnin að koma í veg fyrir að fólk sé að horfa á aðrar stöðvar en hún samþykkir. Þannig ruglast til dæmis BBC World alltaf rétt áður en fréttir byrja. Klerkarnir reyna að stjórna hvaða fréttir fólk fær utan úr heimi enda hefur enginn áhyggjur af því hvað Bush og félag- ar eru að spá og lífið gengur sinn vanagang í Teheran rétt eins og New York, London eða Reykjavík. Af hverju er ég hér? Hanna Björk Valsdóttir talar frá Teheran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.