Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 21

Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 21
Landsbankinn – Fyrirtækjasvið Laust er til umsóknar starf í ábyrgðadeild á fyrirtækjasviði Landsbankans. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf í lifandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á frumkvæði, sterka liðsheild og árangur. Nánari upplýsingar veita Árni Þór Þorbjörnsson forstöðumaður útlánaþjónustu í síma 410 7450 / 820-6342 og Berglind Ingvarsdóttir á starfsmannasviði í síma 410 7914. Umsókn og ferilskrá sendist á netfangið berglind.ingvarsdottir@landsbanki.is merkt „Fyrirtækjasvið – Ábyrgðadeild“. Einnig er mögulegt að sækja um starfið á www.landsbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk. Helstu verkefni: • Gerð allra tegunda af bankaábyrgðum • Samskipti við erlenda og innlenda banka og fyrirtæki • Úrvinnsla gagna • Skráning og eftirfylgni Hæfniskröfur og eiginleikar: • Þekking og reynsla af inn- og útflutningi og alþjóðlegum flutningsskjölum • Afburða enskukunnátta er skilyrði auk þess sem Norðurlandamál er kostur • Háskólamenntun á sviði viðskipta er kostur • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 58 55 0 1/ 07

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.