Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 61
Hlustendaverðlaun útvarpstöðvarinnar FM 95,7 voru afhent við veglega athöfn í Borgar- leikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld. Margt var um manninn og mikið um að vera, ekki síður utan sviðsins en á því. Steinþór Helgi Arn- steinsson var innan um hnakka, þotulið, mið- bæjarrottur og annað fólk á hátíðinni og lýsir því sem fram fór. Fáar útvarpsstöðvar á landinu, lík- legast engin, verða fyrir barðinu á eins miklum fordómum og FM 95,7. Fordómarnir endurspegluð- ust til dæmis í gagnrýni á tilnefn- ingum til hátíðarinnar. Fullt af sjálftilnefndum tónlistarspeking- um út í bæ benti á fáránleika þess að tilnefna sveitir og plötur til hlustendaverðlauna fyrir árið 2006 þegar þær komu út á árinu 2005. Útvarpsstjóri FM, hinn svali Svali, steig þá fram og benti á þá aug- ljósu staðreynd að þetta hefði verið það sem skarað hefði fram úr á árinu 2006 á FM og verið í mestri spilun hjá stöðinni. Að mínu mati áttu því allar tilnefningarnar rétt á sér, fyrir utan kannski að til- nefna Ampop í flokknum sem nýliðar ársins þar sem sveitin hefur verið starfandi frá því á seinustu öld. En fordómarnir leynast víða. Þannig fannst mér ég vera örlítið kjánalegur þegar ég labbaði inn í Borgarleikhúsið á hátíðina sem annálaður indíhaus og andstæðing- ur mikils af þeirri tónlist sem spil- uð er á FM. Um leið og ég labbaði inn var Sprite Zero þrusað í hönd- ina mína og ég stóð eins og asni í miðju anddyrinu, sérstaklega með tilliti til útlit míns sem var á skjön við allt og alla þarna inni. Ákvað hins vegar þá og þegar að losa mig við þessa fordóma úr hausnum og reyna að hafa gaman af hátíðinni. Og það tókst svo sannarlega. Var svo frægur að ná að plögga mér í ,,Græna herbergið“ þar sem allar stjörnurnar voru og síðan auðvitað fríi bjórinn. Þar settist ég niður, sötraði ölið og virti fyrir mér mannlífið, sem var afar fjöl- breytt. Þarna voru til dæmis „Hnakkamellan“ Brynja Björk, Sölvi úr Quarashi, allir úr Ampop, Jeff Who? og Trabant, Magnific- ent, Nylon og kærastar þeirra (svolítið svekkjandi að vita að engin þeirra sé á lausu), Orri, trommuleikari Sigur Rósar (hvað í andskotanum er hann að gera hérna spurði ég sjálfan mig en mundi síðan að Sigur Rós var til- nefnd) og Sigmundur Ernir (??? jú hann afhenti víst ein verðlaun). Flottustu innkomuna átti hins vegar Silvía Nótt með öllu sínu hafurtaski. Þögn sló á hópinn og meira að segja Hnakkamellan stóð agndofa. Fékk mér síðan sæti í salnum og hátíðin hófst. Hjó strax eftir því hvað sviðið var rosalega flott og líka hvað gaurinn sem hljóp á eftir einum myndatökumanninum með snúrur var duglegur. Aðstandend- ur hátíðarinnar fá stóran plús í kladdann fyrir margt á þessari hátíð. Fyrir utan hvað sviðið var flott þá voru flest atriðin skemmti- leg og hátíðin virtist líta alveg hreint svakalega vel út á skjánum. Einu mistökin sem voru eftirtekt- arverð voru þegar Barfly var óvart spilað þegar Nylon fékk verðlaun fyrir besta myndbandið og síðan þegar Magni fékk að spila. ÁMS spilaði eitthvað plebbalegt lag sem var hundleiðinlegt og var beinlínis lúðaleg. Magni hlýtur að fara í skólabækurnar sem hallærisleg- asti poppari Íslandssögunnar. Meira að segja Bjartmar Guð- laugsson er svalari en hann. Þegar útsendingu lauk þusti VIP-liðið hins vegar aftur í Græna herbergið sem var skemmtilega staðsett við stigann á efri inn- gangnum inn í salinn. Allir sem þar löbbuðu niður gátu því séð inn í Græna herbergið (sem var reynd- ar ekki herbergi heldur afgirt svæði) og svekkt sig yfir því að vera ekki nógu frægir til þess að fá að vera með þotuliðinu. Allir virtust gríðarlega sáttir með hátíð- ina, brostu og hlógu. Þrátt fyrir að segja annað fannst mér samt sumir örlítið svekktir yfir því að hafa ekki allavega unnið einn verð- launagrip. Þegar upp er staðið held ég ekki annað en að hátíðin hafi gengið prýðilega vel. Þó að FM 95,7 sé ekki endilega minn tebolli hafði ég allavega gaman af henni og afþrey- ingarstig hennar var hátt. Kjartan Guðjónsson leikari sagði einmitt á hátíðinni að hann hefði haldið að þetta væri krakkahátíð en komist síðan að því að hún væri hámenn- ingarleg. Hvorugt er reyndar rétt, hátíðin er ekki hámenningarleg en vissulega er hún þroskuð og skemmtileg. Í fylgd með FM-hnökkunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.