Fréttablaðið - 28.01.2007, Síða 61

Fréttablaðið - 28.01.2007, Síða 61
Hlustendaverðlaun útvarpstöðvarinnar FM 95,7 voru afhent við veglega athöfn í Borgar- leikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld. Margt var um manninn og mikið um að vera, ekki síður utan sviðsins en á því. Steinþór Helgi Arn- steinsson var innan um hnakka, þotulið, mið- bæjarrottur og annað fólk á hátíðinni og lýsir því sem fram fór. Fáar útvarpsstöðvar á landinu, lík- legast engin, verða fyrir barðinu á eins miklum fordómum og FM 95,7. Fordómarnir endurspegluð- ust til dæmis í gagnrýni á tilnefn- ingum til hátíðarinnar. Fullt af sjálftilnefndum tónlistarspeking- um út í bæ benti á fáránleika þess að tilnefna sveitir og plötur til hlustendaverðlauna fyrir árið 2006 þegar þær komu út á árinu 2005. Útvarpsstjóri FM, hinn svali Svali, steig þá fram og benti á þá aug- ljósu staðreynd að þetta hefði verið það sem skarað hefði fram úr á árinu 2006 á FM og verið í mestri spilun hjá stöðinni. Að mínu mati áttu því allar tilnefningarnar rétt á sér, fyrir utan kannski að til- nefna Ampop í flokknum sem nýliðar ársins þar sem sveitin hefur verið starfandi frá því á seinustu öld. En fordómarnir leynast víða. Þannig fannst mér ég vera örlítið kjánalegur þegar ég labbaði inn í Borgarleikhúsið á hátíðina sem annálaður indíhaus og andstæðing- ur mikils af þeirri tónlist sem spil- uð er á FM. Um leið og ég labbaði inn var Sprite Zero þrusað í hönd- ina mína og ég stóð eins og asni í miðju anddyrinu, sérstaklega með tilliti til útlit míns sem var á skjön við allt og alla þarna inni. Ákvað hins vegar þá og þegar að losa mig við þessa fordóma úr hausnum og reyna að hafa gaman af hátíðinni. Og það tókst svo sannarlega. Var svo frægur að ná að plögga mér í ,,Græna herbergið“ þar sem allar stjörnurnar voru og síðan auðvitað fríi bjórinn. Þar settist ég niður, sötraði ölið og virti fyrir mér mannlífið, sem var afar fjöl- breytt. Þarna voru til dæmis „Hnakkamellan“ Brynja Björk, Sölvi úr Quarashi, allir úr Ampop, Jeff Who? og Trabant, Magnific- ent, Nylon og kærastar þeirra (svolítið svekkjandi að vita að engin þeirra sé á lausu), Orri, trommuleikari Sigur Rósar (hvað í andskotanum er hann að gera hérna spurði ég sjálfan mig en mundi síðan að Sigur Rós var til- nefnd) og Sigmundur Ernir (??? jú hann afhenti víst ein verðlaun). Flottustu innkomuna átti hins vegar Silvía Nótt með öllu sínu hafurtaski. Þögn sló á hópinn og meira að segja Hnakkamellan stóð agndofa. Fékk mér síðan sæti í salnum og hátíðin hófst. Hjó strax eftir því hvað sviðið var rosalega flott og líka hvað gaurinn sem hljóp á eftir einum myndatökumanninum með snúrur var duglegur. Aðstandend- ur hátíðarinnar fá stóran plús í kladdann fyrir margt á þessari hátíð. Fyrir utan hvað sviðið var flott þá voru flest atriðin skemmti- leg og hátíðin virtist líta alveg hreint svakalega vel út á skjánum. Einu mistökin sem voru eftirtekt- arverð voru þegar Barfly var óvart spilað þegar Nylon fékk verðlaun fyrir besta myndbandið og síðan þegar Magni fékk að spila. ÁMS spilaði eitthvað plebbalegt lag sem var hundleiðinlegt og var beinlínis lúðaleg. Magni hlýtur að fara í skólabækurnar sem hallærisleg- asti poppari Íslandssögunnar. Meira að segja Bjartmar Guð- laugsson er svalari en hann. Þegar útsendingu lauk þusti VIP-liðið hins vegar aftur í Græna herbergið sem var skemmtilega staðsett við stigann á efri inn- gangnum inn í salinn. Allir sem þar löbbuðu niður gátu því séð inn í Græna herbergið (sem var reynd- ar ekki herbergi heldur afgirt svæði) og svekkt sig yfir því að vera ekki nógu frægir til þess að fá að vera með þotuliðinu. Allir virtust gríðarlega sáttir með hátíð- ina, brostu og hlógu. Þrátt fyrir að segja annað fannst mér samt sumir örlítið svekktir yfir því að hafa ekki allavega unnið einn verð- launagrip. Þegar upp er staðið held ég ekki annað en að hátíðin hafi gengið prýðilega vel. Þó að FM 95,7 sé ekki endilega minn tebolli hafði ég allavega gaman af henni og afþrey- ingarstig hennar var hátt. Kjartan Guðjónsson leikari sagði einmitt á hátíðinni að hann hefði haldið að þetta væri krakkahátíð en komist síðan að því að hún væri hámenn- ingarleg. Hvorugt er reyndar rétt, hátíðin er ekki hámenningarleg en vissulega er hún þroskuð og skemmtileg. Í fylgd með FM-hnökkunum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.