Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 28.01.2007, Qupperneq 63
Sonic Youth sendi frá sér frábæra breiðskífu á árinu 2006, Rather Ripped, og þrátt fyrir að meðlimir sveitarinnar séu um eða yfir fimm- tugt hefur sveitin sýnt það og sann- að með síðustu skífum að hún er enn í fullu fjöri. Önnur skífa sveit- arinnar á árinu 2006 kom síðan út í síðasta mánuði. Platan inniheldur b-hliðalög, óútgefið efni og lög sem ekki hefur farið mikið fyrir áður. Elsta lagið á plötunni er frá árinu 1994 en það yngsta frá 2004. Flest eru lögin þó frá þeim tíma þegar Jim O’Rourke var fullgildur með- limur sveitarinnar (2000-2004) en hann sagði skilið við sveitina fyrir um ári síðan. Eins og með aðrar safnplötur falla lögin fyrir ofan garð og neðan. Flest laganna eru tilraunakennd með eindæmum og því kannski ekki skrýtið að þau hafi ekki endað á breiðskífum sveitarinnar. Fæst lögin eru nógu áhugaverð til þess að mann langi að hlusta á þau aftur og eru þess í stað hálf einsleit og óáhugaverð. Hver er til dæmis til- búinn að hlusta á 26 mínútna útgáfu af hinu annars frábæra lagi The Diamond Sea í endurtekn- ingu? Nokkur lög hafa samt sem áður efnilegan eiginleika. Lög eins og Kim’s Chord, Fauxhemians og Queen Anne Chair hefði alveg hægt að vinna betur með og úr hefðu orðið sérstaklega frambæri- leg lög. Ég reyndar trúi því varla að hljómsveit eins og Sonic Youth eigi ekki fleiri betri lög á lager sem ekki hafa komið út áður. Eyðilagða herbergið hjá Sonic Youth er því ekki nógu áhugavert þrátt fyrir að hér sé ein allra besta sveit heimsins síðustu tuttugu ára. Platan gefur samt sem áður ágæta sýn á hversu uppátækjasöm, hug- myndarík og tilraunakennd sveitin í raun og veru er. Þau ykkur sem enn hafið ekki kynnt ykkur Sonic Youth ættuð því ekki að byrja á þessari plötu því erfitt gæti reynst að komast í gegnum óreiðuna. Hins vegar ættuð þið að skammast ykkar fyrir að vera ekki enn búin að kynna ykkur þessa stórfeng- legu sveit. Ekki nógu áhugaverð Fyrrverandi bassaleikari Hjálma, Svíinn Petter Winnberg, gaf nýverið út þessa fyrstu plötu sína í samvinnu við hljómsveit sína The Pix. Upptökustjóri er Stephan Stephensen úr Gus Gus og honum til halds og trausts við vinnslu plötunnar voru m.a. Gunnar Tynes úr Múm, Samúel J. Samú- elsson, Urður Hákonardóttur úr Gus Gus og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi liðsmaður Hjálma. Hljómurinn á Easily Tricked er mjög afslappaður, rétt eins og félagarnir í Hjálmum voru þekktir fyrir. Þó er ekki hægt að líkja tónlist Petters við Hjálma því hún er mun poppaðari og eru reggíáhrifin afar lítil. Má helst má heyra þau í titillaginu. Fyrsta lagið As a Soul er flott og gefur rétta tóninn fyrir plöt- una. Sálaráhrifin eru þar greini- leg og hlýleg rödd Petters áber- andi. Strengirnir koma sterkir inn í Nevermind og Weak er einnig fallegt, nokkuð í anda The Cardigans. Shine er líka létt og skemmtilegt undir greinilegum áhrifum frá Jack Johnson. Helsti gallinn er að það er aðeins of stutt, rétt eins og platan öll sem er einungis 27 mínútur. Easily Tricked er þægileg áheyrnar. Þetta er ekki beint plata til að skella á fóninn til að koma sér í stuð heldur frekar þegar partíið er að byrja, rétt til að hafa í bakgrunninum. Platan er mjög jöfn og erfitt er að tína til eitt áberandi gott eða slakt lag. Helsti gallinn er líkast til hversu stutt hún er en hún er góð á meðan hennar nýtur við. Hlýtt og þægilegt Leikarinn Forest Whitaker, sem er tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðu sína í The Last King of Scotland, lagði ýmislegt á sig fyrir hlutverkið. Whitaker leikur í myndinni ein- ræðisherran Idi Amin frá Úganda, sem er talinn hafa borið ábyrgð á dauða um 300 þúsund manns í valdatíð sinni. Leikarinn lærði m.a. Swahili-tungumálið fyrir hlutverkið og var í fjóra mánuði að losna við Úganda-hreiminn eftir að tökum myndarinnar lauk. Auk þess hlustaði hann á gríðar- legt magn af ræðum sem Amin hélt á sínum tíma. Whitaker eyddi einnig miklum tíma á mörkuðum í höfuðborg Úganda, Kampala, og hitti þar fólk sem þekkti einræðisherrann. „Allir höfðu sínar sögur að segja,“ sagði Whitaker í spjalli við BBC. „Sumir áttu skyldmenni sem höfðu verið drepin í valdatíð hans en það var einnig talað um að hann hefði gert nokkra jákvæða hluti fyrir landið. Ég þurfti á þessum sam- skiptum að halda til að geta leikið persónuna.“ Fjóra mánuði að losna við hreiminn Meðan úrtölumenn spá ís- lenskunni hægum dauðdaga spyrna hinn belgíski Josef Braekman og Pétur Þor- steinsson, prestur Óháða safnaðarins, við fótum. og boða hreintungustefnu há- frónskunnar. Háfrónska er hugarfóstur Belg- ans Josefs Braekmans, eða Timbur-Helga eins og hann snar- ar nafni sínu yfir á ástkæra ylhýra, og er endurbætt útgáfa af íslensku laus við öll tökuorð. Þegar við hin segjum Ameríka, arfi, arkitekt og Cadillac grípa fylgismenn háfrónskunnar til orð- anna Heimríkisland, stjarngresi, húsamestingi og uggabakur. Braek byrjaði að hreinsa til í ranni íslenskrar tungu árið 1992. Fyrir tveimur árum stofnaði hann Miðstöð háfrónska tungumálsins eftir að hann komst í kynni við Pétur Þorsteinsson, prest Óháða safnarins á Íslandi, sem orðlagður er fyrir nýyrðasmíð. Í fyrra leit svo heimasíða háfrónskunnar dagsins ljós, en þar má finna öll þau orð sem búin hafa verið til á þessari alíslensku, sem kemur stundum spánsk fyrir sjónir. „Orka þessa belgíska sómamanns og vilji við að koma þessari heima- höfn upp eru ótrúleg,“ segir Pétur. „Hann er síhugsandi og alltaf að biðja mig um uppástung- ur og tillögur að háfrónskum orðum sem geta leyst tökuorðin af hólmi. Hann á heiðurinn af þessu öllu saman, ég er bara messugutti í hans þjónustu.“ Eins og gefur að skilja eru Fjölnismenn í hávegum hafðir meðal þeirra sem aðhyllast háfrónsku. Á síðunni má finna ótal áróðursmyndir í þágu hreint- ungustefnu, oftar en ekki með sjálfum Jónasi Hallgrímssyni í hlutverki „tökuorðatortímand- ans“. Pétur áréttar hins vegar að þótt þeir séu oft léttir á bárunni séu þeir Braekman einlægir í þeirri trú sinni að þessi orð ætti að taka upp á íslensku. „Orðin eiga það flest hver sameiginlegt að vera hnitmiðuð og lýsandi, til dæmis orðið gnæfingur sem hann bjó til yfir gíraffa. Andans menn spá því að íslenskan verði útdauð eftir eina öld, þannig að það er ekki seinna vænna að stemma stigu við því.“ Pétur segir að Braek hafi sent þar til bærum aðilum uppástung- ur um nýyrði en verið tekið fálega. „Þetta eru kerfiskarlar sem halda að þetta sé bara eitthvað grín. Hugsanlega spilar einhver þjóð- ernisrembingur inn í þetta líka en það er algjör óþarfi því orðsifja- fræðin er ótrúlega vönduð og mörg þessara orða eru glæsileg.“ Heimasíðu háfrónskunnar má finna á léninu hafronska.org. VERKEFNASTJÓRAAKADEMÍA STJÓRNENDASKÓLA HR F A B R IK A N 2 0 0 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.