Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 64

Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 64
! Fyrsta stofuspjallið á Gljúfrasteini Norður í landi eru menn að ræða um endurkomu Frels- arans og í bakhúsi einu í Listagilinu er fólk að storka þyngdarlögmálum og þenja mörk leikhússins. Innblástur Kristjáns Ingimars- sonar er kominn úr bók bókanna en verk hans „Frelsarinn“ sækir sitthvað í Biblíuna en annað í lífs- máta nútímamannsins - sem síst hefur minni þörf fyrir hjálpræðið þessa dagana. Aðalpersóna verks- ins er ósköp venjulegur maður sem fær þau skilaboð að hann sé Frelsarinn. Fyrst er hann svolítið efins en með hjálp dyggra stuðn- ingsmanna öðlast hann trúna. Hann æfir sína „yfirnáttúrulegu krafta“ og kraftaverk, sem virðast þó vera nokkuð tilviljanakennd. Að lokum kemur hann út úr skápn- um sem Jesú Kristur, en það hefur skelfileg afleiðingar í för með sér. Tákn verða á lofti og jörðin bifast. Líf hans tekur breytingum sem hann alls ekki átti von á. Dagur dómsins er í nánd. „Í verkinu er ekki aðeins verið að fjalla um hugmyndina um Jesú: „Hver sé okkar frelsari?“ heldur um eftirvæntingar fólks,“ útskýr- ir Kristján og staðfestir að verkið sé nokkuð pólitískt. „Frelsarinn í dag er bisnessmaður eða stjórn- málamaður enda er sáluhjálpin fólgin í peningum - það er leið fólks til þess að komast í snert- ingu við hið guðdómlega. Frelsar- inn er það sem fólk vill fá og þannig búum við hann til sjálf.“ Kristján kveðst sjálfur vera trú- aður maður og útskýrir að hann sé alls ekki að draga Jesú í efa með þessu verki sínu heldur leitist hann við að sýna hlutina frá öðru sjónarhorni. „Þetta verk fjallar líka um lýðræðið - það er pöpull- inn sem ræður en hann er auð- keyptur,“ segir Kristján og bætir við að Jesú hafi jú sjálfur þurft að fremja kraftaverk og höfða til fólksins til þess að vinna hylli þess. Hinn nútímalegi Frelsari er þannig pólitískur á „populískan“ hátt. Höfundurinn hefur augljósan húmor fyrir sjálfum sér þegar hann bendir aukinheldur á eigin „Messíasar-komplex“. Kristján er fæddur 24. desember og rifjar góðlátlega upp þá staðreynd að hann fékk á sínum tíma ekki að leika aðalhlutverkið í Jesus Christ Superstar. „En Frelsarinn snýr aftur,“ segir hann með sterkum norðlenskum hreim. Kristján er nýfluttur heim til Akureyrar eftir langa dvöl í Dan- mörku en hann hefur sýnt nokkrar sýningar sinna hér á landi, þar á meðal verkið Mike Attack sem hlaut lof og prís bæði meðal áhorf- enda og gagnrýnenda. Hann segist bæði vilja efla samskipti milli landanna og eins gefa fjölskyld- unni sinni tækifæri til þess að rækta tengslin við Ísland. „Frelsarinn“ verður frumsýnd- ur í K2 leikhúsinu í Kaupmanna- höfn í mars og síðan tekið til sýn- inga hér næsta vetur. Verkið var einnig valið til að fara á sýningar- ferðalag um Danmörku á vegum danska leiklistaráðsins. Meðleikarar hans eru Bo Madvig og Camilla Marienhof, hæfileikafólk sem bæði hafa sér- hæft sig í leiklist líkamans. Það má berlega sjá á sviði sýningar- innar, sem sérsmíðað er af vini Kristjáns og dyggum samstarfs- manni til margra ára, Kristian Knudsen, að „Frelsarinn“ er engin venjuleg sýning. Hægt er að halla sviðinu og reisa það alveg upp á rönd með þar til gerðum rafbún- aði og Kristján sýnir blaðamanni hvernig sérstyrktar „kolafíber- stangir“ og vogarafl vinna saman. Það þarf sterkar hendur og hug- rekki til að nýta sér möguleika sviðsins og blaðamanni verður hugsað til tryggingamála lista- fólksins enda virðist það ekki hættulaus iðja að svífa svona, hvað þá þegar þrír nota sviðið í einu. „Þetta er algjör draumur,“ segir Kristján stoltur um þetta verkfræðiundur og sveiflar sér niður. Hann bætir því kankvíslega við að samstarfskona hans Camilla sé bæði sérmenntuð í bardaga- tækni og þrautþjálfuð í nokkurs konar súlusporti. Kristján segist hafa gengið með hugmyndina að þessu verki nokk- uð lengi og nú hafi hann í fyrsta sinn verið krafinn um handrit. „Það var verulega strembið,“ segir hann sannfærandi en leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson, sem er íslenskum leikhúsunnendum að góðu kunnur og stýrði meðal ann- ars verkinu Maríubjöllunni hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta leikári, setti þumalskrúfurnar á höfundinn, sem vanur er að þróa verk sín „úti á gólfi“ og á eigin skinni. Verkið er þó að mestu án orða og gerist að hluta til í nokk- urs konar hægagangi (slow mot- ion). Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján og Jón Páll vinna saman en höfundurinn segir leikstjórann hafa strax tekið vel í hugmyndina. Þeir deila ástríðu fyrir möguleik- um leikhússins en Kristján útskýr- ir að sér finnist íslenskir áhorf- endur og gagnrýnendur full uppteknir af því að hólfa verk niður. Hann segist frekar kjósa að hrista upp í hlutunum. „Mér finnst skrýtið að fólk velji að ganga sífellt sömu göturnar í stað þess að prófa nýjar leiði. Fyrir mér er það algjört grunnatriði.“ Kl. 17.00 Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur heldur erindi á vegum Akureyrar- Akademíunnar í Þórunnarstræti 99. Sumarliði ræðir um íslenska matarmenningu í erlendum ritum um Ísland en einnig mun Friðrik V. meistarakokkur útbúa matarbita sem er undir áhrifum frá þessum gömlu erlendu hugmyndum. Sýningum Jóhanns Ludwigs Torfa- sonar og Hlyns Helgasonar í Lista- safni ASÍ lýkur í dag. Jóhann sýnir tölvugerð mál- verk af skálduðum leikföngum í Ásmundarsal auk silkiþrykktra þrauta þar sem hann vinnur til dæmis með myndgátur. Sýningin er samvinna Jóhanns og fyrirtæk- isins Pabba kné ehf. sem framleið- ir verkin. Efnistök Jóhanns eru rammpólitísk í eðli sínu, en við- fangsefnin sem hann fjallar um í list sinni eru fyrst og fremst á vettvangi mannlegrar tilveru, í þjóðlegu jafnt sem alþjóðlegu samhengi og vega þau salt milli hins kómíska og hversdagslega. Hlynur Helgason sýnir í Arin- stofu og Gryfju en verk hans „63 dyr Landspítala við Hringbraut“ er fjölþætt skrásetning lista- mannsins á þessari þungamiðju íslensks samfélags. Skrásetning listamannsins tekur á sig margar myndir, hann birtir okkur dyrnar skipulega í kvikmynd og ljós- myndum, en nýtir einnig teikn- ingu og málverk á skematískan hátt í tilraun sinni til að lýsa spít- alanum og fjölbreytileika hans. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga og er aðgangur að safninu ókeypis. Sýningarlok í Listasafni ASÍ LÁTTU DRAUMINN RÆTAST 2007 Hin árlega stórsýning á fasteignum á Spáni: Í Perlunni 3–4. febrúar kl. 12–18 Síðumúla 13 – Simi 530-6500 www.heimili.is Síðumúla 13 – Sími 517-5280 www.gloriacasa.is Fasteigna- og leigumiðlun Íslendinga á Spáni Ókeyp is skoðu narfer ð! – ef þ ú kaup ir. – ferð in er e ndurg reidd við af sal á notað ri íbúð og við kaups amnin g á ný rri. Þú getur unniðflugferð tilAlicantemeð Plúsferðum!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.