Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 66
25 26 27 28 29 30 31 Von sjálfstæðra leikhópa sem starfa án fastrar aðstöðu, sem ýmist er leigð, gefin eða veitt fyrir lágt endurgjald, er að tekjurnar af miðasölu dugi fyrir gjöldum. Opin- berir styrkir ef gefast eru þá fyrir undirbúningi, sem annars er unn- inn í sjálfboðaliðavinnu. Um þess- ar mundir eru sýningar í boði milli sextíu og áttatíu árlega. Þá eru ekki taldar með sýningar á vegum skóla og félagasamtaka eða áhuga- mannafélaga. Allt talið er þetta gríðarlegt framboð og hart keppst um athygli þeirra sem vilja fara í leikhús og borga fyrir það. Ekkert bendir til að sá hópur minnki. Nýja hópa sem erfiðari eru í taumi verður að ná í með verkum sem virðast henta meira fyrir þá, popp og rokksöngleiki. Það sem á viðmiðun er kallað leik- hús fyrir ungt fólk. Sem er þegar að er gáð innantómur frasi, rétt eins og hinn „við viljum ungt fólk í leikhúsið“. Leikhúsmenn standa aldrei við dyrnar og læra að þekkja gesti sína, þeir eru með nefið ofan í kassanum, sminkinu eða launaumslaginu sínu. Það er áhugaverð sem Studio 4 ræðst í: gamalt leikhús sem end- aði sína daga rétt eftir 1970 með aldarfjórðungssögu, besta stað í bænum, blandaðan rekstur. Það heimtar nýja umgengni, annan svip: liðið sem kemur hert af búsi og spítti kl. 1 eftir miðnætti er annað en liðið sem vill vera komið heim kl. 23. En þá verður til dæmis að þrífa húsið reglulega, gólf, borð og handrið. Verkið, Misery eftir Stephan King, sem valið er gæti tekið sneið af kökunni sem ekki er hirt: spennuverk sjást hvergi, Ólafía var talin mikið aðdráttarafl þar til Stórfengleg afsannaði það, en hér er reynt að búa til leikhús með áherslu á vandaða skemmtun með sterkum og þekktum kröftum. Með öðrum orðum fetuð sú slóð sem Leikfélag Íslands og Loftkast- alinn troðu síðast og Leikfélag Akureyrar hélt inn á undir stjórn Magnúsar Geirs með góðu tilleggi frá sveit og borg. Það hefur lengi verið skoðun undirritaðs að nauð- syn væri á leikhúsi hér á landi sem væri rekið á algerum bisnissnót- um til móts við Þjóðleikhúsið, LA, LA og hópahroðið sem yfirleitt er vanfjármagnað. Hvernig tekst þá til? Handritið ber þess glöggt merki að vera samið fyrir allt annan miðil, miðla væri nær að segja; hér vantar gríðarlega mikið af því aukaefni sem skrifleg frásögn gefur og kvikmynd veitir með öðrum brögðum. Raunar er sýningin skólabókardæmi hvar skilur milli feigs og ófeigs í dramatískri frá- sögn. Hér vantar gríðarlega mikið: bakland, vonir, framtíð, valdastað- an er bundin við líkamlegan van- mátt annars vegar sem kallar á kyrrstöðu, og hinsvegar líkamlega ógn sem í eðli sínu er líka kyrr- stæð og vomandi - en gerir lítið. Það kallar ekki margt á aksjón. Ofan í kaupið eru átakasvæðin í samræðunni frekar þröng. Leikmynd og lýsing hjálpa lítið: leikmyndin tætingsleg og skilaði helst sundurgerð. Aftur á móti sannar Lárus Grímsson hér end- anlega að hann er maður til að skrifa tónlist fyrir kvikmyndir. Inn í alla sýninguna er lögð músík sem hefði sómað sér vel í hvaða spennumynd sem er. Sviðsetningin snýst býsna mikið kringum einn pól: Ólafíu Hrönn. Henni tekst bærilega upp í frekar þröngum stakki. Hún vinn- ur hlutverkið með útfærðum lima- burði og hreyfingum, fasi og ein- tóna tali. Það er býsna sannfærandi en ekki ógnandi. Valdimar Flygen- ring er bundinn við erfiðustu stöðu leikara serm til er: liggur í rúmi og leikur upp við dogg mestan tím- ann. Hann verður undarlega mikið B í sviðsetningunni sem ætti í raun að vera aðalatriðið. Það er hann sem við eigum að finna til með en ekki böðullinn. Svo það næst ekki mikil spenna, ekkert ris og áhorfendur voru hálf ringlaðir í endann sem virtist vera en var ekki. En svona er það: Maður ríður ekki feitum hesti frá öllum viðskiptum. Sagan Misery við Austurvöllinn Þjóðleikhúsið sendi frá sér eftirfarandi athugasemd seint á föstudag vegna um- ræðu í fjölmiðlum um stöðu stofnunarinnar. Tilkynning- in er birt í heild sinni hér á eftir. Fyrirsögn er Þjóðleik- hússins. „Samanlagður fjöldi þeirra gesta sem sótt hafa sýningar Þjóðleik- hússins það sem af er þessu leikári er skv. miðasölu þann 25. janúar 43 þúsund gestir. Á þessu leikári hefur leikhús- gestum þegar verið boðið upp á 17 mismunandi leiksýningar á vegum Þjóðleikhússins. Af þeim fjölda hafa 12 sýningar verið framleiddar af Þjóðleikhúsinu, en 5 verið gesta- sýningar. Leikferðir hafa verið farnar í framhaldsskóla vítt landið auk þess sem Þjóðleikhúsið hefur þegið boð um að sýna leiksýningar í þremur heimsborgum. Allt tal um að brösuglega gangi er því úr lausu lofti gripið. Aðsókn hefur hinsvegar ekki verið jafngóð á allar sýningar leikársins. Aðsókn að leiksýningum er aldrei hægt að reikna út fyrirfram og þó vænting- ar séu vitaskuld alltaf þær að fullt sé út úr dyrum á allar sýningar, gengur slíkt ekki alltaf eftir. Þannig er það í Þjóðleikhúsinu og þannig er það í leikhúsum um allan heim. Sumar leiksýningar hitta í mark, aðrar síður. Sumum er réttilega hampað eða hafnað og öðrum rang- lega. Sagan sýnir að mörg af þeim leikritum sem síðar áttu eftir að teljast snilldarverka, þóttu afspyrnu vond þegar þau kom fyrst fram. Auk þeirra sýninga sem nú eru í boði í Þjóðleikhúsinu, eru næstu frumsýningar í undirbúningi. Á Stóra sviðinu standa yfir æfingar á söngleiknum Legi eftir Hugleik Dagsson, bráfyndnu verki með hár- beitta skírskotun til samtímans. Í Kassanum er það kanadískt verð- launaleikriti, Hálsfesti Helenu á Smíðaverkstæðinu nýtt íslenskt leikrit, Amma djöfull og í Kúlunni brúðusýningin Pétur og úlfurinn. Auk þess er verið að pakka leik- myndinni úr Pétri Gaut í gám fyrir væntanlegar sýningar Þjóðleik- hússins í Barbican leikhúsinu í London. Í Þjóðleikhúsinu er boðið upp á fjölbreytt úrval leiksýninga þar sem hver sýning markar sér þó sína sérstöðu. Þar er hágæða list fyrir öll skilningarvit sett í öndvegi sam- hliða ögrandi og áhættusamri nýsköpun. Þar er boðið upp á vand- aðar barna- og fjölskyldusýningar, brúðusýningar og smábarnasýning- ar. Þar er boðið upp á unglingasýn- ingar og umræður á eftir, fræðslu- pakka, fyrirlestra og málþing. En þar er einnig og samhliða boðið upp á léttvægari afþreyingu sem miðar að notalegri kvöldstund fyrir þá sem vilja njóta þess að sjá frábæra listamenn fara á kostum og hlægja og skemmta sér um leið. Það er allt að gerast í Þjóðleik- húsinu!“ 43 þúsund gestir á leikárinu „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.