Fréttablaðið - 28.01.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 28.01.2007, Síða 70
Frábær íslenskur sigur Íslenska liðið byrjaði leikinn í gær gífurlega vel og leikmenn voru virilega heitir. Liðið spilaði 6-0 vörn sem virkaði mjög vel með Birki sterkan fyrir aftan. Liðið var ógnandi, spilaði góða vörn og beytti hraðaupphlaupun- um grimmt. Sóknarlega gekk bolt- inn hratt og liðið skapaði sér fín færi. Logi var sjóðheitur og spil- aði fyrri hálfleikinn virkilega vel. Þegar hann fékk síðan hvíldina kom Markús sterkur inn. Það komu alls sjö mörk úr stöðu rétthentu skyttunnar í fyrri hálfleiknum sem er mjög gott en það sama er því miður ekki hægt að segja um hægri vænginn. Þar spilaði Óli allan hálfleikinn og lét boltann fljóta vel en skot-ógnin var engin og þar munar um minna. Snorri stjórnaði sóknarleiknum vel auk þess að eiga sjálfur fín skot og gerði fimm mörk úr jafn- mörgum skotum. Nokkur vand- ræðagangur var með stöðu línu- manns þar sem þrír skiptust á að leysa stöðuna. Vignir leysti Sverre af um tíma í vörninni vegna tveggja brottrekstra þess síðar- nefnda en voru nokkuð mislagðar hendur og misnotaði meðal ann- ars tvö góð færi. Seinni hálfleikurinn hófst svip- að og sá fyrri og hafði íslenska liðið frumkvæðið þó Slóvenar hafi ekki verið langt undan. Eftir að hafa spilað 6-0 vörn sýndi Alfreð ákveðin klókind með því að breyta í 5+1 vörn á Rutenka sem hafði fram að því verið allt í öllu í leik Slóvena. Með því náðum við betri tökum á leiknum og virtist sigur- inn vera okkar þegar tíu mínútur voru eftir. Þá hófst æsispennandi kafli þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Slóvenar söxuðu smátt og smátt á forskotið og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Rolands undir lokin hefði leikur- inn eða stig hugsanlega tapast. Niðurstaðan þó sætur og sann- gjarn sigur. Liðið í heild sinni á allt það besta skilið fyrir frammistöðu sína. Leikmenn sýndu að liðið á svo sannarlega heima meðal átta bestu. Allt annað var að sjá til Óla í seinni hálfleik og var hann ógn- andi þó öll skot hefðu ekki ratað í netið. Snorri hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og spilaði af yfirvegun. Að öllum ólöstuðum var Logi þó besti sóknarmaður liðsins, gríðarlega ógnandi og fylginn sér. Bestu leikmenn Íslands voru þó markverðirnir tveir. Birkir var frábær allan leikinn og þegar hann fór aðeins að þreytast í lokin kom Roland sterkur inn. Liðið er nú öruggt í átta liða úrslitin og fer þangað ásamt Þjóðverjum, Frökk- um og Pólverjum. Spurningin er einungis í hvaða sæti við lendum en það kemur í ljós eftir leikinn gegn Þjóðverjum. Liðið er nú komið þangað sem við vissum að það gæti náð, nú er bara spurningin hvort það komist enn lengra og nái sínum besta árangri á HM til þessa. Liðið hefur alla burði til þess. Var skipað að rífa áhorfendur með Strákarnir okkar eru komnir í átta liða úrslit á HM. Það varð ljóst er liðið lagði Slóveníu með einu marki, 32-31, í svakaleg- um spennuleik í Gerry Weber-höll- inni. Íslensku markverðirnir – Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Valur Eradze – áttu stór- kostlegan leik og þeir eiga mestan heiður í sigrinum. Fyrri hálfleikur byrjaði frekar brösuglega hjá strákunum en Alfreð byrjaði með Birki í mark- inu og bæði Guðjón Valur og Logi Geirsson voru í byrjunarliðinu en þeir meiddust báðir gegn Pólverj- um. Slóvenar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en þá fór íslenska liðið í gang. Vörnin small og Birkir byrjaði að verja eins og berserk- ur. Fyrir vikið komu hraðaupp- hlaupin og ekki leið á löngu þar til Ísland var komið með fjögurra marka forystu, 9-5. Eins og áður hjá íslenska liðinu missti það niður drjúgt forskot eftir að hafa komist í vænlega stöðu en reif sig upp á ný og Ísland leiddi með tveim mörkum í leik- hléi, 17-15. Síðari hálfleikur fór ekki vel af stað hjá Íslandi og áður en varði voru Slóvenar búnir að jafna, 21- 21. Þá tók íslenska liðið kipp eins og venjulega. Birkir datt í stuð á nýjan leik og þegar tíu mínútur lifðu leiks var Ísland með mjög vænlega stöðu, 29-24. Þá urðu leikmenn stressaðir og fóru að glata boltanum hvað eftir annað. Slóvenar gengu á lagið og minnkuðu forskotið jafnt og þétt. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark, 32-31, þegar tvær mínútur lifðu leiks og fór þá um fjölmarga Íslendinga í höllinni. Síðustu tvær mínútur leiksins eru einhverjar þær mest spennandi í manna minnum og má segja að Roland Valur Eradze hafi bjargað íslenska liðinu með frábærri markvörslu þegar útileikmenn virtust vera að fara á taugum. Sigurinn var svo sannarlega sætur og leikmenn geta verið stoltir af eigin frammistöðu. Áður hefur verið minnst á markverðina en frammistaða Loga Geirssonar var aðdáunarverð; hann skoraði frábær og mikilvæg mörk og það sárþjáður. Snorri stýrði leik liðs- ins af myndarbrag og gaman var að sjá innkomu Markúsar. Það verður áhugavert að fylgj- ast með strákunum gegn Þýska- landi í dag og vonandi að þeir nái að blómstra í þeirri frábæru umgjörð sem verður í kringum leikinn. Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Valur Eradze sýndu stórbrotin tilþrif í leik Íslands og Slóveníu í gær og vörðu Ísland í átta liða úrslit HM. „Við vorum klaufar í dag að hleypa þeim inn í leikinn en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði línutröllið Sigfús Sigurðs- son, sem var geysilega ánægður með markverðina í liðinu. „Ég held að Roland ætti oftar að fá tveggja mínútna brottvísun því þá ver hann allt sem á markið kemur. Það er léttari pressa á okkur eftir þennan leik og það verður æðislegt að mæta Þjóð- verjunum,“ sagði Sigfús. Roland á oftar að fá tvær „Þetta hafðist en alltaf þurfum við að búa til spennu. Ég skil ekki af hverju. Mamma er búin að kvarta yfir þessu meðal annars,“ sagði brosmildur Sverre Andreas Jakobsson eftir leik. „Við vissum að þetta yrði jafnt en við höfðum þetta á viljanum. Ég var sannfærður um að við myndum vinna. Markmiðinu var náð þannig að við erum kátir.“ Mamma kvartar undan spennu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.