Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 72
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með frammistöðu sinni á heimsmeistara- mótinu í handknattleik sem fer fram í Þýskalandi þessa dagana. Í spjalli við Henry Birgi Gunnarsson talar Alexander meðal annars um lífið í Lettlandi og hversu sæll hann sé að hafa komist til Íslands því líf hans var á rangri braut áður en hann kom hingað til lands. A lexander Petersson er 26 ára gamall drengur sem er fæddur og uppalinn í höfuðborg Lett- lands, Ríga. Þar bjó hann allt til 18 ára aldurs er menn frá Gróttu/KR fengu Alex, eins og hann er kallaður, til að koma til Íslands. Það átti eftir að reynast mjög góð ákvörðun fyrir þennan ljúfa og einlæga dreng því líf hans hefur batnað með hverju ári síðan og í dag segist hann vera ham- ingjusamur maður sem eigi fátt skylt með þeim manni sem hann var áður en hann kom til Íslands. „Ég var í svolitlu rugli. Var meðal annars í klíku í Ríga og allt- af að slást við mann og annan. Framtíðin var ekki björt á þessum tíma. Ágúst Jóhannsson, þáver- andi þjálfari Gróttu/KR, og Björg- vin Barðdal stjórnarmaður komu til Lettlands og voru að leita að leikmönnum. Ég var þá að æfa með landsliðinu og þeir tóku eftir mér. Í kjölfarið buðu þeir mér að koma til Íslands og ég ákvað að láta slag standa enda hafði ég litlu að tapa,“ sagði Alexander en aðlög- unin tók sinn tíma og honum leið lengi vel mjög illa. „Fyrsta árið á Íslandi var rosalega erfitt. Ég var óreyndur ungur drengur sem vissi lítið um lífið og var staddur í öðrum heimi þar sem voru margar hindranir á borð við tungumálavanda. Þetta fyrsta ár var alveg hræðilegt fyrir mig. Næsta ár kom vinur minn til mín og þá leið mér strax betur.“ Alexander á tvö systkini, eitt eldra og eitt yngra. Hann segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa fjölskyldu sína og þar sem fjöl- skylda hans hafði takmörkuð fjár- ráð gat hún aldrei heimsótt Alex þann tíma sem hann bjó á Íslandi. „Ég fór samt til Lettlands og hitti fólkið mitt. Það var verulega erfitt að fara aftur til Íslands eftir mína fyrstu heimsókn til Lettlands. Ég yfirgaf fólkið mitt með tár í aug- unum. Mér leið það illa og ég var að fara aftur í umhverfi sem mér leið ekki nógu vel í. Ég ákvað samt að bugast ekki,“ sagði Alex og leyndi sér ekki á látbragði hans að minningarnar voru ekki góðar. Eftir að Alexander varð atvinnu- maður í handbolta í Þýskalandi hefur fjölskylda hans komist reglulega í heimsókn, sem honum finnst gott. Alex var orðinn 23 ára gamall þegar hann gerði samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Düsseldorf. Þá var hann orðinn stjarna í íslensku handboltalífi þar sem hann fór á kostum með liði Gróttu/KR. Hann hafði tekið ótrú- legum framförum á stuttum tíma á Íslandi og þjálfarar hans á Íslandi segja það eljusemi hans og aga að þakka. „Þá var ég líka kominn með íslenska kærustu og það var miklu auðveldara að flytja til Þýskalands en nokkurn tímann til Íslands,” sagði Alex brosmildur en unnusta hans, Eivor Pála Blöndal, spilaði handbolta með Val á sama tíma og Alex var að spila með Gróttu/KR. Þau eiga einn son sem heitir Lúkas Jóhannes Blöndal Petersson og er tæplega þriggja ára gamall. „Samanborið við fyrsta árið mitt á Íslandi er allt annað auð- velt. Það er yndislegt að eiga góða konu og barn og ég veit að ég verð aldrei einn. Fjölskyldan skiptir mig öllu. Svo á ég allt í einu fullt af peningum og get keypt hvað sem mér sýnist. Ég er reyndar lélegur með peninga og aldrei kunnað að fara með þá. Eivor hefur hjálpað mér mikið á því sviði,“ sagði Alex og hló dátt. „Líf mitt hefur svo sannarlega breyst mikið og ég sé ekki eftir því að hafa komið til Íslands á sínum tíma og yfirgefið það líf sem ég var að lifa í Ríga. Ég veit ekki hvað hefði orðið um mig ef ég hefði búið áfram í Lettlandi. Ég var á rangri braut í lífinu og hafði ekki hugmynd um hvað yrði um líf mitt. Ég var skapheitur ungur maður og erfiður í samskiptum. Ég hef breyst mikið sem persóna á þessum tíma en í dag er ég ham- ingjusamur,“ sagði Alex af ein- stakri einlægni. Áður en hann kom til Íslands tók Alex handboltann ekki alvar- lega. „Ég mætti samt á æfingar því þjálfarinn var alltaf að hringja í mig og krefjast þess að ég mætti. Hann sagði að ég hefði mikla hæfi- leika og mætti ekki gefast upp. Hann sagði alltaf við mig að ég gæti náð langt en ég tók það ekki alvarlega á þeim tíma,“ sagði Alex sposkur en þessi ágæti þjálfari vissi greinilega sínu viti enda er Alex einn besti hægri hornamaður heims í dag og er þess utan í stöðugri framför. Alex fór frá Düsseldorf eftir tvö góð ár þar sem hann hélt áfram að taka stórstígum framförum. Grosswallstadt var liðið sem hreppti Alex og hann skrifaði síð- asta sumar undir samning við félagið sem gildir til ársins 2008. Alex sagði að stærri félög hefðu haft samband við sig en vildi ekk- ert um það tala þar sem ekkert væri í hendi fyrr en búið væri að skrifa undir pappírana. Ekki er ólíklegt að það sé félag landsliðs- þjálfarans Alfreðs Gíslasonar, Gummersbach, enda hefur Alfreð hrifist af Alex eins og allir sem með honum fylgjast. Þeirri kenn- ingu er þó kastað fram án nokk- urra sannana. „Að sjálfsögðu hef ég metnað til að spila með stærri liðum en Grosswallstadt. Draumurinn er að leika í Meistaradeildinni og fá meiri reynslu svo ég geti orðið betri leikmaður,“ sagði Alex, sem sagði það mjög sérstakt að byrja að leika með íslenska landsliðinu. Hans fyrsta stórmót var HM í Túnis árið 2005 en þá hafði hann verið íslenskur ríkisborgari í þrjú ár. „Ég var pínu stressaður að leika við hlið Óla því hann hafði verið mitt átrúnaðargoð sem ég leit upp til og hafði gert lengi. Ég játti öllu sem hann sagði og reifst aldrei við hann. Það var skemmti- leg reynsla sem ég gleymi seint,“ sagði þessi ljúfi strákur frá Ríga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.