Fréttablaðið - 28.01.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 28.01.2007, Síða 74
Enska bikarkeppnin Það verður hart tek- ist á í Röstinni í Grindavík í dag þegar heimamenn freista þess að komast með bæði karla- og kvennalið sín í Laugardalshöll- ina annað árið í röð. Karlaliðið, sem varð bikar- meistari í fyrra, tekur á móti ÍR- ingum í seinni leiknum sem hefst klukkan 19.15 en á undan mun kvennaliðið fá Íslandsmeistara Hauka í heimsókn en stelpurnar byrja að spila klukkan 17.00. Kvennalið Grindavíkur og Hauka hafa mæst þrisvar sinnum í vetur og hefur Haukaliðið unnið alla leikina. Karlalið Grindavíkur hefur verið í vandræðum á sama tíma og ÍR-ingar hafa spilað vel og margt hefur breyst síðan að Grindavík vann öruggan 32 stiga sigur í deildarleik liðanna í október. Hinn undanúrslitaleikur karla fer einnig fram í kvöld þegar Hamar/Selfoss tekur á móti Keflavík klukkan 19.15 í Hvera- gerði. Kvennalið félaganna mæt- ast síðan í Keflavík á morgun. Tvíhöfði í Grindavík í kvöld Það var Serena Williams sem sigraði í kvennaflokki á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Hún lagði Mariu Shara- povu örugglega í úrslitaviður- eigninni í fyrrinótt. Fyrir mótið var Williams í 81. sæti heimslist- ans en búast má við því að hún taki nú stórt stökk upp listann eftir að hafa unnið Sharapovu, 6-1 og 6-2. Þetta er í áttunda sinn sem Williams vinnur sigur í stórmóti og í þriðja sinn sem hún sigrar á Opna ástralska. „Fólk hefur talað um að ég væri búin að vera sem tennisspilari en ég vona að ég hafi þaggað niður í því fólki í dag,“ sagði Williams. Serena Willi- ams fékk gullið Didier Drogba segir að Andriy Shevchenko, félagi sinn hjá Chelsea, þurfi að spila meira fyrir liðið. „Hann var keyptur hingað fyrir háa fjárhæð og virðist ætla að reyna að réttlæta þau kaup með mörkum, en þar af leiðandi gefur hann boltann mjög lítið,“ sagði Drogba en Shevchenko var keyptur á 30 milljónir punda. „Það er gaman að geta gefið en þegar ég geri það þá vil ég fá eitthvað til baka. Það er pláss fyrir tvo í sókninni og við erum ekki keppinautar heldur samherj- ar,“ sagði Drogba. Þarf að gefa boltann meira Wayne Rooney skaut Manchester United áfram í ensku bikarkeppninni í gær eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Liðið tók á móti Portsmouth og var stað- an markalaus þar til Rooney braut ísinn á 77. mínútu og skoraði síðan stórglæsilegt mark stuttu síðar. Portsmouth náði að minnka mun- inn í 2-1 en það kom of seint og er United komið áfram í fimmtu umferð bikarsins. West Ham féll úr leik í gær þegar liðið tapaði 0-1 fyrir Wat- ford en bæði lið eru í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar. Bobby Zam- ora átti sláarskot þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum en eftir það gekk erfiðlega hjá West Ham að skapa sér marktækifæri. Anthony McNamee skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir hálf- leik þegar hann nýtti sér mistök markvarðarsins Roy Carroll. „Okkur gekk erfiðlega að skapa okkur færi en svekktastur er ég með þetta ódýra mark sem við fengum á okkur,“ sagði Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, að leik loknum. Adrian Boothroyd, stjóri Wat- ford, sagðist vera stoltur af sínu liði. „Við höfum nú unnið tvo leiki í röð og vonandi verða þeir fleiri. Ég tel ólíklegt að við tökum tvenn- una en vonandi erum við komnir í gang.“ Leroy Lita skoraði tvö mörk fyrir Reading sem vann Birming- ham 3-2 og er því komið áfram. Birmingham er í toppbaráttu 1. deildar en liðið vann 5-1 sigur á Newcastle í síðustu umferð. Dave Kitson kom Reading yfir með sínu fyrsta marki í langan tíma eftir aðeins þrjár mínútur en sigur liðs- ins var nánast aldrei í hættu. Birmingham minnkaði muninn í 3- 2 á lokamínútunni. Brynjar Björn Gunnarsson lék ekki með Reading vegna meiðsla en Ívar Ingimars- son spilaði allan leikinn að vanda. Úrvalsdeildarlið Middles- brough gerði aðeins jafntefli gegn 2. deildarliði Bristol City 2-2 eftir að hafa náð tveggja marka for- ystu. „Við vorum góðir í fyrri hálf- leik og áttum að skora fleiri mörk. Leikur liðsins í seinni hálfleik hrundi og City nýtti sér það,“ sagði Gareth Southgate, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, að leik lokn- um en liðin þurfa nú að mætast að nýju. Wayne Rooney skoraði bæði mörk Manchester United þegar liðið vann 2-1 sigur á Portsmouth í ensku bikarkeppninni í gær. Watford sló West Ham út 1-0.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.