Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 78
Varð ekki heimsfræg poppstjarna Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 hafa síðustu daga notið góðs af baráttu vakstjóranna Hauks Holm og Loga Bergmanns Eiðssonar um hylli þeirra. Haukur vildi þó ekki kannast við að raunverulegrar baráttu væri þörf. „Ég nýt óskor- aðrar hylli fréttastofunnar, Logi er bara að reyna að troða sér inn,“ sagði hann léttur í bragði, enda kært á milli fréttamannanna tveggja og baráttan háð í góðu gamni. Leikurinn hófst fyrir um tíu dögum síðan, þegar Logi mætti til vinnu með það sem Haukur sagði hafa verið útrunnin lakkrísrör upp á vasann. „Ég vildi gleðja hann með því að leika aðeins við hann með þessum hætti og fór að gefa nammi líka,“ sagði Haukur. Síðastliðið mánudagskvöld hafði Logi svo hvítvín meðferðis við mikinn fögnuð samstarfs- manna, en Haukur segir af og frá að hann hafi þar með náð undir- tökunum í leiknum. „Nei, ég bauð til dæmis upp á utanlandsferð á miðvikudaginn. Ferð til London og gistingu fyrir einn,“ sagði Haukur hreykinn. „Að vísu var það ekki á minn kostnað, og það þarf að vinna svolítið í leiðinni,“ bætti hann við. Þegar Fréttablaðið talaði við Hauk var hann að búa sig undir að færa baráttuna yfir á annað svið. „Logi var að stæra sig af einhverju heimabökuðu brauði, en ég benti honum á það að maðurinn lifði ekki af brauðinu einu saman, hann þyrfti líka kærleika og væntum- þykju. Þannig að tilboð mitt til starfsmanna í dag verður það. Ég er að fara að senda út tilkynningu um að vaktstjóri bjóði upp á faðm- lag,“ sagði Haukur. „Ég ætla að snúa af þeim vegi efnishyggju og græðgi sem hann er að innleiða hérna á þessum vinnustað og fara að hlúa að innri og varanlegri verðmætum.“ Logi Bergmann vildi ekki meina að Haukur færi með sigur af hólmi í keppninni. „Ég held að þetta sé allt að koma hjá mér. Haukur er líka svolítið að nota hluti sem koma upp í hendurnar á honum,“ sagði Logi. Hann hafði þó ekki gert upp við sig hvort starfs- menn ættu von á faðmlögum frá honum líka. „Ég veit það ekki, en þessu er ekki lokið enn að minnsta kosti. Ég er í smá fríi núna en svo kem ég sterkur inn aftur, ég veit að Haukur er órólegur,“ sagði Logi sposkur. Keppast um hylli starfsfólksins „Einhver þarf að gera þetta. Reyndar eru þetta ekki algeng þrif en kannski má líka segja að þau séu allt of algeng,“ segir Einar Már Gunnlaugsson hjá hreingern- ingaþjónustunni Þveglinum. Einar tekur að sér það vandasama verk að þrífa íbúðir eftir andlát og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fyrirtækið það eina sem býður upp á slíka þjónustu. Þessi þjónusta er mörgum hulin og fæstir vildu eflaust þurfa að nýta sér hana. Einar segir að yfir- leitt setji fjölskyldudeild lögregl- unnar sig í samband við hann. Enda sé starfið nánast óhugsandi fyrir ættingja, sérstaklega ef and- látið er sviplegt eða um sjálfsmorð er að ræða. „Stundum er einfald- lega ekki hægt að leggja þetta á ættingjana og þá erum við kallaðir til,“ útskýrir hann. Einar segist finna fyrir miklu þakklæti þegar hann kemur á stað- inn en viðurkennir að þeir þurfi að fara varlega að fólki. „Starfið krefst mikillar nákvæmni og vand- virkni,“ útskýrir hann. „Aðstand- endur vilja ekki sjá nein ummerki og því verður að vanda til verks- ins,“ segir hann. „Við reynum að láta lítið fyrir okkur fara og yfir- leitt fara aðstandendur burt á meðan, enda getur þetta bæði verið sársaukafullt og erfitt ferli,“ segir Einar. Hann hefur verið lengi að. Byrj- aði fyrst á þessu samfara námi en faðir hans, Gunnlaugur Gunnars- son, stofnaði fyrirtækið árið 1969. Einar hefur nú tekið við fyrirtæk- inu og hefur sinnt þessu vanda- sama verki frá árinu 1980. Þrátt fyrir mikla reynslu segir hann að stundum komi aðstæðurn- ar honum í opna skjöldu. „Þetta er sérstaklega erfitt þegar ungt fólk fer,“ segir Einar. „Ég tel mig vera kominn með breitt bak en viður- kenni líka að ég hef fengið draum- farir út af starfinu,“ bætir hann við. Einar segir oft erfitt að þurfa að rukka fyrir þjónustuna og það hafi komið fyrir að þeir hafi hrein- lega sleppt því. Farið þá með reikn- inginn til lögreglunnar. „Við reyn- um að vera eins sanngjarnir og við hugsanlega getum,“ útskýrir hann og telur að þetta ætti að eiga sér sinn stað inni í almannatrygging- um. ...fær Siv Friðleifsdóttir, sem skokkar af lífs og sálar kröft- um með rapptónlist Eminem dúndrandi í eyrunum og er þannig til fyrirmyndar fyrir fólk á öllum aldri. F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.