Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 4
 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, mót- mælir því harðlega að Samkeppn- iseftirlitið hvetji starfsfólk fyrir- tækja sem vinni við dreifingu, framleiðslu og sölu á matvöru til að tilkynna um hugsanleg brot á samkeppnislögum. Hann segir að með því sé verið að innleiða rannsóknaraðferðir svipaðar þeim sem tíðkast í lög- regluríkjum. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að við rann- sóknir samkeppnisyfirvalda verði að gæta eðlilegs meðalhófs og slíkar rannsóknir megi ekki íþyngja einstaklingum eða fyrir- tækjum meira en nauðsynlegt er. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tekur undir orð Andr- ésar í fréttatilkynningu. Hann segist telja að með þessum mál- flutningi sé Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að hvetja starfsmenn í matvöru- verslunum til að bregðast trúnað- arskyldu til atvinnuveitenda sinna. Eftirlit hins opinbera sé með því komið út fyrir þau mörk sem hægt er að samþykkja. Samkeppnisyfirlitið hvatti ein- staklinga og fyrirtæki til að benda á hugsanleg brot á samkeppnis- lögum í fyrradag. Hægt er að senda ábendingu í gegnum vef- síðu samtakanna, og þarf ekki að skrifa undir hana með nafni. Aðferðir minna á lögregluríki Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil VEISTU AÐ VATN ER BESTI SVALADRYKKURINN? ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 59 11 0 1/ 07 Búið er að eyða flest- um af sjónvarpsþáttum Ólafs Ragnars Grímssonar frá áttunda áratugnum og sömu sögu er að segja af Kastljóssþáttunum sem Vilmundur Gylfason starfaði við. Þeir Vilmundur og Ólafur inn- leiddu nýjan stíl á áttunda ára- tugnum, sem markaði tímamót í blaðamennsku. Þérun var afnum- in og viðtöl áttu helst að vera í beinni útsendingu. Áður voru við- töl stundum tekin aftur þangað til ráðamenn voru sáttir við útkom- una. Nú var þeim engin vægð sýnd. Þátturinn Bankavaldið frá 1970 vakti til að mynda mikla athygli, en þar mætti Ólafur bankastjórum og gagnrýndi. Alls mun Ólafur Ragnar hafa gert á bilinu tuttugu til þrjátíu þætti í svipuðum dúr. Þessu efni var eytt kerfisbund- ið af starfsmönnum Ríkisútvarps- ins, en þeir áttu engra kosta völ, segja heimildarmenn Fréttablaðs- ins. Þrýstingur mun hafa komið frá fjársnauðri tæknideild RÚV um að endurnýta hin dýru mynd- bönd og hins vegar frá filmusafn- inu, sem skorti rými á meðan RÚV var enn til húsa á Laugavegi. Heimildarmönnum ber saman um að það hafi verið framkvæmda- stjóri RÚV sem skar úr um að end- urnýta ætti myndböndin, en end- anleg ákvörðun um hvað skyldi geymt og hvað grisjað hafi verið tekin af yfirmönnum innlendrar deildar og umsjónarmönnum þátt- anna. Þannig er til í skjalasafni RÚV fyrirskipun frá Eiði Guðna- syni, þáverandi umsjónarmanni Kastljóss, um að ekki skuli geymd filma úr einum þættinum. „Þetta snýst um peninga,“ segir Elín S. Kristinsdóttir, safnastjóri RÚV: „Á þessum árum voru bönd- in dýr og þegar þrengt er að fjár- hagslega, þá er spurning hvað lendir undir niðurskurðarhnífn- um. Grisjun er vanþakklátt starf og menn geta auðvitað verið mis- vitrir. Til dæmis sá það enginn fyrir að Ólafur Ragnar yrði for- seti Íslands.“ Árið 2003 tóku lög um skyldu- skil safna gildi. Í þeim er ákvæði um að öll útsend dagskrá RÚV skuli varðveitt. Áður voru reglur um að geyma ætti efni í átján mán- uði áður en þeim væri eytt. Elín segir þó að upp úr 1990 hafi litlu sem engu verið eytt. Hún bendir á að enn séu til verðmæt gögn hjá RÚV. Áherslu ætti að leggja á varðveislu þeirra, en ekki einblína á hluti úr fortíðinni sem ekki verða bættir. Meðal efnis frá þessum árum sem finnst í spjaldskrá RÚV og því líklega á filmu, er Kastljóss- þáttur frá árinu 1976 í umsjá Ómars Ragnarssonar. Þar ræddu þeir Ólafur Ragnar og Þorsteinn Pálsson, sem síðar varð forsætis- ráðherra, um „hugsanlega litvæð- ingu sjónvarps“. Þáttum forsetans hefur verið eytt Búið er að eyða flestum sjónvarpsþáttum Ólafs Ragnars frá áttunda áratugn- um. Einnig Kastljóssþáttum Vilmundar Gylfasonar sem mörkuðu tímamót í blaðamennsku. Orökin er fyrst og fremst bágur fjárhagur Ríkisútvarpsins. Stefnt er að því að framboðslistar Frjálslynda flokksins vegna þingkosninganna í vor verði tilbúnir fyrir 1. mars. Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir þann hátt hafðan á að kjördæmafélög geri tillögu til miðstjórnar sem svo tekur lokaákvörðun um skipan listanna. „Menn eru rétt að byrja að skoða þessi mál,“ segir Magnús Reynir sem vonast til að febrúarmánuður dugi til verksins þó stuttur sé. Af þeim flokkum sem eiga menn á þingi eru Frjálslyndir skemmst á veg komnir við frágang lista. Unnið að skipan framboðslista Tæplega fimmtugur maður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir kynferðisbrot gagn- vart fimm stúlkubörnum og vörslu barnakláms. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur stytti dóminn um hálft ár að teknu tilliti til dómaframkvæmdar réttarins í málum sem varða hliðstæð brot. Manninum var einnig gert að greiða telpunum samtals 2,6 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Dómur barna- níðings styttur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hvetur þingmenn til að ræða ekki um samgöngumál fyrr en vegaá- ætlun er komin fram. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunni vildi vita hvaða áform væru uppi um lagningu Suðurlandsveg- ar í kjölfar frétta Sjónvarpsins um að stefnt væri að því að leggja 2+1 veg í fyrstu en tvöfalda hann síðar. Sturla sagði samgönguáætlun verða lagða fram á næstunni og bað þingmenn um að bíða rólega. Tók hann þó fram að hann væri fullfær um að ræða um hönnun vega þar sem hann væri sérstaklega menntaður í þeim efnum. Björgvin fékk ekki svör við spurningum sínum. Samgöngumál ekki rædd nú Talsmenn Samtaka atvinnulífsins telja þungatak- markanir á flestum vegum landins hafa í för með sér að afhending vöru tefst, vöruverð er hærra en ella og alls kyns óvissa og óþægindi skapist. Þetta segir í fréttabréfi Samtaka atvinnulífs- ins sem kom út í gær. Reglulega megi heyra af umkvörtunum flutningafyrir- tækja vegna þessara mála. Samtökin telja mikilvægt að á þessu verði ráðin bót og taka undir hvatningu Samtaka verslunar og þjónustu um tíu ára stórátak í vegamálum. Gegn þunga- takmörkunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.