Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 12
 Verð á 50 stunda námskeiði í íslensku fyrir útlend- inga hefur lækkað víðast hvar um landið úr 35-40 þúsund krónum í 11-12 þúsund krónur þó að ekki sé enn ljóst hvaða styrkur fáist frá menntamálaráðuneytinu. Aðsókn- in hefur að sama skapi aukist víða. Í Borgarbyggð hefur verðið lækkað í 11 þúsund krónur og verða útlendingarnir að hafa 80 prósenta mætingu til að fá þetta verð. Miðað er við að verkalýðsfé- lög greiða verðið niður um 75 pró- sent og eru þá eftir um 2.500 krón- ur. Aðsóknin hefur aukist mikið frá því í haust. Guðrún Vala Elísdóttir, náms- ráðgjafi á Akranesi, kennir útlend- ingunum íslensku og segir að lang- best sé að kenna á laugardögum en þá komi upp það vandamál að menn vilji ekki tapa launum. „Fólk vill vinna og lætur það ganga fyrir. Ég finn ofboðslegan mun á fólki eftir því hvort nám- skeiðið er á laugardegi eða að kvöldi til í miðri viku. Fólk er ekki eins þreytt á laugardögum,“ segir hún. Verð hefur einnig lækkað hjá Fræðsluneti Austurlands. „Við hentum okkur út í djúpu laugina því að við vitum ekki hvað við fáum frá menntamálaráðuneytinu en vonandi gengur þetta upp,“ segir Laufey Eiríksdóttir, verk- efnisstjóri hjá Fræðsluneti Aust- urlands. Aðsókn á námskeið hefur aukist mikið Breska lögreglan yfirheyrði í gær níu menn, sem handteknir voru í Birmingham í fyrradag, grunaðir um samsæri um að ræna breskum hermanni sem játar íslamstrú og ætla að pynta hann og myrða og setja upptöku af ódæðinu á netið. Mannránsáformin, sem að sögn breskra fjölmiðla var ætlað að vera í stíl við aftökur á erlendum gíslum í Írak, kváðu hafa verið komin á lokastig þegar upp um það komst. Er það þakkað mánaðalöngu eftirliti hryðjuverkavarnalög- reglu með hinum grunuðu. Níu grunaðir yfirheyrðir Bæjarstjórnin hefur samþykkt að hefja svokallaðar umönnunargreiðslur til foreldra frá og með 1. febrúar. Greiðslurnar eiga að gera foreldrum auðveldara að vera heima hjá börnum sínum eða greiða dagforeldri. Upphæð greiðslnanna er 31.500 fyrir foreldra í sambúð, en 38.500 fyrir einstæða. „Ég fagna þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson hjá Verkalýðsfélagi Akraness: „Þarna er nýr valmöguleiki sem er að koma upp. Vissulega vildi maður sjá þessar upphæðir hærri.“ Nýjar greiðslur til foreldra Guðlaugur Þór Þórðar- son Sjálfstæðisflokki mælti í gær fyrir frumvarpi um að einkasala ríkisins á sölu léttvíns og bjórs verði afnumin. Er þetta í fjórða sinn sem mælt er fyrir málinu. Guðlaugur sagði núverandi fyrirkomulag úrelt enda uppruni þess frá haftatímum. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr þremur fjölmennustu þingflokkunum og kom fram í máli Guðlaugs að hann hefði orð þingmanna frjálslyndra fyrir stuðningi við það. Þuríður Backman VG lýsti flokk sinn andvígan málinu og sagði mikilvægt að aðgengi að áfengi væri takmarkað þar sem vá stafaði af því. Léttvín í verslanir Opnaður hefur verið nýr vefur Vildarbarna, sem er ferðasjóður fyrir langveik börn. Sjóðurinn var stofnaður af Icelandair. Í ár er stefnt að því að styrkja sjötíu langveik börn til ferðalaga erlendis og er það í tilefni af sjötíu ára afmæli Icelandair. Sigurður Helgason er formaður sjóðsins og segir í tilkynningu að markmiðið sé að sem allra flestir geti nýtt sér sjóðinn. Eitt hundrað fjölskyldur hafi verið styrktar síðan árið 2003, en nú vilji félagið gera enn betur. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Sjötíu börn fái að ferðast í ár TM 6.530 kr. 8.758 kr. 26% Sjóvá 6.839 kr. 10.329 kr. 49% Sjóvá Strax 6.018 kr. 9.089 kr. 31% VÍS 6.750 kr. 9.463 kr. 36% Vörður 6.377 kr. 8.982 kr. 29% Skyldu- og framrúðutrygging % dýrari en m.v. Kaskó- og skyldutrygging* Kaskó- og skyldutrygging* 5.081 kr. 6.951 kr. VERÐSAMANBURÐUR - VERÐ PER MÁNUÐ! * miðað við 50.000 kr. sjálfsábyrgð 2002 árg. · 890.000 kr. · 1600 vél Verðsamanburður gerður 11.01.07 Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 36 00 2 01 /0 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.