Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 28

Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 28
Ég verð að segja að það hryggði mig að hlusta á hann Þórarin Tyrfingsson í Kast- ljósinu fimmtudagskvöldið 18. jan. síðastlið- inn, þar sem hann lýsir yfir þeirri skoðun sinni að Samhjálp og meðferðarheimilið í Hlaðgerðarkoti sé rekið af ofsatrúarfólki. Samhjálp heyrir undir Fíladelfíu - Hvíta- sunnumenn og hafa þeir rekið meðferðarstarf síðan á 8. áratugnum, með nokkuð farsælum árangri, eftir því sem ég best veit. SÁÁ hefur einnig verið með farsælt meðferðarstarf og ekki allt sérfræðingar í læknisfræðum, sem þar starfa. Hjá SÁÁ eru gjarnan ráðgjafar starfandi sem þekkja sjúkdóminn af eigin raun. Enda er sú skoðun ríkjandi að óvirkum ölkum gangi best að hjálpa ölkum sem eru að koma úr neyslu. SÁÁ á sínum tíma var með kapellu inni á Vogi, sem fólk var hvatt til að nota og leita til guðs síns, reyna að öðlast einhvern frið í sálina. Á Staðarfelli er falleg sveitakirkja og notuðu vistmenn hana oft á dag, til bæna eða bara að sitja þar inni og hugleiða með sjálfum sér, var það talið gott og uppbyggilegt fyrir sjúklingana. Enda er talað um í AA-bókinni að ómögulegt sé að tak- ast á við alkóhólisma án trúar, í eigin mætti. Ennþá þykir AA-bókin vera eigulegur og góður gripur innan AA-samtakanna. Ég hygg að ennþá sé fólk, sem fer í meðferð hjá SÁÁ, hvatt til að notfæra sér fundina innan AA samtakanna. En eru þá AA-samtökin ekki hættuleg? Þar er trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Þú mátt alveg eins tjá þig um trú þína sem hluta af þinni reynslu, eins og um t.d. vinnuna þína, eða um hvað annað sem þú vilt. Þessi samtök eru fyrir þá sem hafa sjúkdóminn alkóhólisma og þeirra meginþema er 12-spora kerfið. Í sporunum er mikið talað um guð og menn eru hvattir til að vinna sporin. Meðferðin hjá SÁÁ er að jafnaði ekki lengri en 4-6 vikur og læknar ekki sjúkdóminn. Þó er boðið upp á eft- irmeðferð í sumum tilvikum, sem stendur í lengri tíma. AA er meðalið sem alkinn er hvattur til að taka inn, not- færa sér fundina og sporin, sem eru trúarhvetjandi. Eitt af aðaleinkennum sjúkdómsins er afneitunin, sjálfsblekkingin og lygin. Sjúkling- urinn getur lent inni í þessu ferli, jafnvel án þess að vera í neyslu, þá er það kallað þurra- fyllerí. Dómgreind alka sem er á þurrafylleríi er oft og tíðum svipuð og hann væri í neyslu. Og þá er voðinn vís, því að þar sem sjúkdómur- inn er virkur í atferli, þá líða margir þjáningar, sem að sjúklingnum standa og verða meðvirk- ir, ef ekki er gripið inn í. Allir alkóhólistar geta orðið virkir í hegðun sinni, slegið niður í sjúkdómnum. Þetta veit Þórarinn, en hann minnist ekki á þetta einu orði, heldur eyðir öllu púðrinu í að úthrópa Samhjálp. Mér finnst það mjög ábyrgðarlaust að ráðast á stofn- un eins og Samhjálp á opinberum vettvangi, sem hefur unnið gott og göfugt starf og kalla þá trúarofstækis- menn. Með hvaða hætti komu Samhjálparmenn að Byrginu? Voru þeir þar innan veggja með eftirlit? Bera þeir ábyrgð á þessum harmleik? Staðreyndin er nú sú að meðferðin í Hlaðgerðarkoti er byggð á þekkingu á sjúkdómnum alkóhólisma og þar koma læknar að og greina sjúklinga. Alkar sem fá með- ferð í Hlaðgerðarkoti sækja einnig fundi hjá AA eftir meðferð og eru hvattir til þess. Við lifum í þjóðfélagi þar sem við viljum að jafnrétti og bræðralag sé haft að leiðarljósi. Með því að hengja bakara fyrir smið er réttlætið ekki í hávegum haft. Í Byrginu voru einstaklingar sem ekki voru velkomnir í meðferð hjá SÁÁ, þar sem þeir voru jafnvel búnir að fá þar fleiri en eina meðferð og talið að sú meðferð dygði þeim bara ekki. Ég vona að stjórnvöld og þeir sem inni á Alþingi starfa sjái að sér og hafi umræðuna lausa við fordóma, þegar þeir fjalla um mál Byrgisins og vímuvarnarmál almennt. Að menn sem sitja á þingi geti tekið undir þessi ábyrgðarlausu orð Þórarins um Samhjálp er þekk- ingarleysi. Þess í stað ættu þeir hinir sömu að koma með einhverjar raunhæfar lausnir. Hvað á að gera við skjólstæðinga Byrgisins, þessu fólki duga engar 4-6 vikur hjá SÁÁ, né annars staðar, heldur þarf þetta fólk mikið meiri stuðning en svo. Það þarf líka einhvern samastað. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þeim málum? Menn hrópa oft hátt að þeir sem kenna sig við Krist séu fullir af fordómum, en hvað er þetta? Hvar er umbyrðarlyndi þeirra sem hæst hafa nú? Er ekki mál að linni og menn sýni andlegan þroska, ef þeir hafa hann? Höfundur er söngkona og leirlistamaður. Hefur Þórarinn gleymt einhverju? Staðreyndin er nú sú að meðferðin í Hlaðgerðarkoti er byggð á þekkingu á sjúk- dómnum alkóhólisma og þar koma læknar að og greina sjúklinga. Ég hef hingað til haft lítið að klaga upp á íslensku þjóðkirkjuna. Að vísu er ég ekki í henni og er hlynnt því að kirkjan ræki sitt starf án stuðnings ríkis- ins. Sú staðreynd að ég er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju hefur þó hingað til haft lítil áhrif á viðhorf mín til kristinnar trúar og framgöngu þeirra sem aðhyll- ast slík trúarbrögð og forsvars- manna þjóðkirkjunnar hér á landi. Þó svo að ég trúi ekki hef ég alltaf borið virðingu fyrir rétti annarra til að trúa. Þessi lífssýn mín hefur tekið miklum breytingum eftir að þjóð- kirkjan hóf að stunda trúboð meðal grunnskólabarna. Ég get ekki virt rétt annarra en um leið sætt mig við að minn réttur sé fótum troðinn. Þegar dóttir mín mun hefja nám í grunnskóla vona ég svo sannarlega að hún fái notið óhlutdrægs uppeldis í skólanum líkt og ég leitast við að veita henni sjálf. Hér er ég að vísa til svokallaðrar „Vinaleið- ar“ þjóðkirkjunnar sem er að sögn talsmanna kirkjunnar kristileg sál- gæsla sem fer fram í opinberum skólum. Að mínu mati á ekkert trú- félag erindi með trúboð í grunnskóla landsins enda geri ég þá kröfu til íslenska menntakerfisins að það sé fullfært um að sinna sálgæslu nemenda án aðstoðar trúfélaga, djákna og presta. Ég geri kröfu til jafnréttis og hlutleysis í íslensku mennta- kerfi þar sem borin er virðing fyrir trú eða trúleysi nemenda. Einhliða trúarbragðafræðsla líkt og kristinfræði er sömuleiðis tímaskekkja í nútímasamfélagi enda tel ég að nemendur myndu græða mun meira á lærdómi í sið- fræði, mannréttindum og trúar- bragðafræðum. Virðum rétt hvers annars. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Trúboðar veikja stoðir menntakerfisins Efnahagsstjórn, hag- vöxtur og Vestfirðir Ég var að lesa furðu-lega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Von- brigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evr- ópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krón- unnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarút- vegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verð- bólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahags- batinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanafram- kvæmdum, aðgerðum ríkis- stjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæð- ismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verð- bólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrir- tækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efna- hagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vega- framkvæmdum á Vest- fjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á ein- staklinga og smærri fyr- irtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslu- fjárlaga ríkisstjórnar- innar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármála- ráðherra og núverðandi forsæt- isráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekju- skatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkis- stjórnarinnar, kalla ég stjórn- leysi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþing- menn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúa- þróuninni? Hver fer með sam- göngumálin? Stuðlaði sala Land- símans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðl- uðu helmingaskipti ríkisstjórnar- innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í upp- kaupum þeirra sem fengu bank- ana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi. Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.