Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 39

Fréttablaðið - 02.02.2007, Síða 39
2. FEBRÚAR 2007 | sirkus | BLS. 3 1. 80 Eiði Smára Guðjohnsen Eiður Smári kostaði átta milljónir punda, rétt rúman milljarð, þegar Barcelona keypti hann frá Chelsea í fyrrasumar. Kaupþing gæti stillt upp sjö knattspyrnu- liðum með mönnum í hans verð- og gæðaflokki. 2. 1.215 einkatónleika með Elton John Ólafur Ólafsson borgaði Elton John 70 milljónir króna fyrir að halda klukkutíma tónleika í afmæli sínu. Kaupþing gæti boðið upp á Elton John á hverju kvöldi í þrjú ár og fjóra mánuði. 3. 40 þúsund Toyota Corolla Toyota er vinsælasti fjölskyldubíll- inn í dag. Kaupþing gæti gefið 7. hverjum Íslendingi nýjan Toyota Corolla. 4. 306 þúsund Sony- sjónvörp Kaupþing gæti gefið hverjum einasta Íslendingi 40“ Sony LCD flatskjá sem fæst í BT. 5. 425 milljónir af kók og prins Kaupþing gæti boðið hverjum Íslendingi upp á hina vinsælu blöndu kók og prins í rétt tæp fjögur ár fyrir hagnaðinn í fyrra. hlutir sem Kaupþing gæti keypt fyrir 85 milljarða hagnað H ljómsveitin Skítamórall mun skemmta Íslendingum á árlegu þorrablóti Íslendingafélagsins í London sem fram fer í Kensington Hall á laugardaginn. „Þetta verður skemmtilegt. Þar sem Íslendingar í útlöndum koma saman er öruggt fjör. Hákarl og brennivín er blanda sem klikkar ekki,“ segir Addi Fannar, gítarleikari Skítamórals, um þorrablótið um helgina. Skítamórall hefur ekki áður spilað á þessu blóti í London en sveitin skemmti Íslendingum í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum við góðan orstír. Addi Fannar segir að hljómsveitin hafi sérsniðna dagskrá fyrir þorra- blótið enda nauðsynlegt að ná til allra. „Við spilum okkar eigin lög í bland við klassískar íslenskar dægurflugur. Á svona skemmtanir mætir fólk á öllum aldri, frá námsmönnum til eldri borgara, og því er nauðsynlegt að gera öllum til hæfis. Þannig næst besta stemning- in.“ Skítamórall í London SKEMMTA Í LONDON Hljómsveitin Skítamórall mun halda uppi stuðinu á þorrablóti Íslendingafé- lagsins í London á morgun, laugardag. A ð vera fangelsismálastjóri er annasamt starf. Einn daginn eru það eftirlitslausir fangar í Byrginu. Þann næsta er það ömurleg öryggisgæsla í fangelsinu á Akureyri og þann þriðja hrynja uppsagnir fangavarða inn um lúguna. Valtýr Sigurðsson, sem gegnir þessu erilsama starfi, kann hins vegar ráð við því að gleyma starfinu. Hann fer í jóga í Laugum og klífur fjöll. „Jú, það er rétt. Ég stunda jóga og hef gert í tvö og hálft ár. Ég reyni að fara tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Valtýr eldhress í samtali við Sirkus, augljóslega búinn að hreinsa líkama og sál eftir erfiði dagsins sem fólst í því að glíma við óánægða fangaverði og Helga Seljan í Kastljósi Ríkissjón- varpins. „Það er gott að losna frá amstri hversdagsins og komast í annað umhverfi. Þetta gerir manni mjög gott, hreinsar hugann og er fyrirtaks afslöppun,“ segir Valtýr, sem vill þó ekki gera mikið úr deilum við fangaverðina sem vilja hærri laun. „Þetta eru nú bara skoðanaskipti, ekki deilur. Fangaverðir eru með gilda kjarasamninga til 2008 og því erum við ekki í kjaradeilu eða viðræðum við þá,“ segir Valtýr léttur. Augljóst er á Valtý að menn verða yfirvegaðri og rólegri við að stunda jóga enda íþróttin sérhönnuð til að samhæfa hug og hönd, líkama og sál. Þetta er þó ekki eina heilsuræktin sem Valtýr stundar því hann er einnig mikill útivistarmaður. „Ég lifi lífinu, er mikið fyrir útivist og er í toppformi. Við förum alltaf í sund í hádeginu hér í Fangelsis- málastofnun og síðan er ég mikið fyrir fjallgöngur. Ég komst meðal annars upp á toppinn á Mont Blanc síðasta sumar og það var ekki síst jóganu að þakka,“ segir Valtýr stoltur yfir því að hafa sigrað þennan hæsta tind Mið- Evrópu. Á TOPPNUM Valtýr kleif upp á tind Mont Blanc í ágúst á síðasta ári og sést hér sigri hrósandi fyrir miðju ásamt Guðmundi Halldórssyni og argentínska leiðsögumanninum Octavio. MYND ÚR EINKASAFNI HEILSAN NÚMER EITT Valtýr hugsar afar vel um sig, stundar jóga, syndir og klífur fjöll. Það er sennilega nauðsynlegt til að halda sönsum í annasömu starfi. Í LAUGUM Valtýr mætir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga í Power-Yoga í Laugum til að hreinsa líkama og sál. FANGELSISMÁLASTJÓR- INN VALTÝR SIGURÐS- SON HUGSAR VEL UM HEILSUNA FÆR FRIÐ FRÁ FANGELSISMÁLUM Í JÓGATÍMUM REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 NÝJAR OG SPENNANDI VÖRUR FYRIR JÓLIN. ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR Lokadagur útsölu er á morgun 27.01.07 50%-70% afsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.