Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 44

Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 44
BLS. 8 | sirkus | 2. FEBRÚAR 2007 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn á skjánum undanfarið og er nýjasta verkefnið hennar að kynna í undankeppni Eurovision-keppninnar. Sigríður Hjálmarsdóttir hitti Ragnhildi og fékk að vita hvernig líf hennar hefur gjörbreyst frá því hún flutti frá Keflavík. R agnhildur kemur svífandi inn á kaffihús í Kringlunni til fundar við blaðamann Sirkus. Það er mikið að gera hjá sjónvarps- konunni ungu en henni tókst að losa sig í svolitla stund fyrir viðtalið. „Það hefur mikið gerst frá því ég var lítil stelpa í Keflavík,“ segir Ragnhildur og brosir á meðan hún lítur á matseðil kaffihússins. „Ég hef verið alveg ótrúlega lánsöm og fengið að gera alveg fullt,“ bætir hún við og fer yfir það helsta sem hún hefur gert á undanförnum árum. „Ég er að mennta mig, hef leikið í söngleik og bíómynd og er í einum stærsta sjónvarpsþætti Íslands auk þess að fá að kynna allar þessar skemmtilegu hátíðir og nú síðast Eurovision- forkeppnina,“ segir Ragnhildur. „Þannig að það er alveg ótrúlegt að horfa til baka. Ég hefði aldrei trúað því þegar ég bjó í Heiðarhvamminum í Keflavík að þetta ætti allt eftir að gerast.“ Ragnhildur segir það rosalega gaman að fara inn í stór verkefni sem eiga hug hennar allan eins og er með Eurovision. „Það verður svo mikil stemmning í kringum þetta og þá sérstaklega í hópnum sem vinnur að þessu.“ Það er margt sem Ragnhildur þarf að huga að fyrir hvern þátt af Eurovision-forkeppninni en hún þarf að finna fatnaðinn, skrifa handritið, bóka viðmælendur og fleira auk þess að funda um uppbyggingu hvers þáttar ásamt öðru starfsfólki. „Ég vildi vera sem minnst inni í þáttun- um sjálf og leyfa lögunum að njóta sín frekar en að vera kynnirinn sem treður sér alls staðar,“ segir Ragnhild- ur brosandi. Trommaði í Fame „Við Haukur Ingi, sambýlismaður minn, fluttum til Reykjavíkur fyrir þremur og hálfu ári til að fara í Háskólann. Ég fór í sjúkraþjálfun og hann í sálfræði,“ segir Ragnhildur og bætir því við að það hafi verið ofsalega skemmtilegt í náminu og gengið vel. „Síðan fékk ég hlutverk sem dansari í söngleiknum Fame. Það var æðislega gaman en ég var bara að dansa á bak við aðalleikarana.“ Það var síðan lán í óláni fyrir Ragnhildi að ein stúlkan í sýningunni meiddist en hún var með ágætt hlutverk. „Ég fékk það krefjandi verkefni að hoppa inn í hennar hlutverk í sýningunni daginn eftir,“ segir Ragnhildur og rifjar hlæjandi upp undirbúning sinn fyrir hlutverkið. „Ég lærði textann um nóttina og Haukur hjálpaði mér með setningarnar á móti. Síðan átti ég að vera á trommum í sýningunni en það hafði ég aldrei prófað áður þannig að við drógum fram potta og pönnur sem ég barði með sleifum til að reyna að ná smá tilfinningu fyrir trommun- um. Þetta gekk að minnsta kosti nógu vel til þess að ég fengi að halda hlutverkinu þangað til hún kom inn aftur.“ Eftir að sýningum lauk á Fame var Ragnhildur boðuð í prufu fyrir unglingaþáttinn Óp á Ríkissjónvarp- inu og var valin til að stjórna þættinum ásamt Þóru Tómasdóttur og Kristjáni Inga. „Við vorum einn vetur með þáttinn sem var mjög skemmtilegt og alveg frábær reynsla.“ Útskrifast í vor Eftir að Ópið hafði verið á skjánum í eitt ár var ákveðið að setja saman Magasín þátt í Ríkissjónvarpinu. „Þar voru Mósaík, Óp og Kastljós sameinuð í einn þátt og við Þóra áttum að sjá um unglingaefni. Við vorum ótrúlega heppnar að koma beint inn í þessa hrúgu af reynslu- miklu fólki,“ segir Ragnhildur. „Það eru líka algjör forréttindi að fá að klára námið sitt með fullri vinnu en ég fæ alveg rosalega góðan stuðning úr vinnunni. Þar eru allir í því að stappa í mig stálinu og hvetja mig áfram. Það er alveg ofboðslega gott.“ Spurð hvort hún sjái það fyrir sér að hún muni vinna sem sjúkraþjálfari á næstunni segir Ragnhildur: „Þetta er ein erfiðasta spurningin sem ég fæ og ég fæ hana oft. Mér líkar alveg ofboðslega vel í sjónvarpinu og finnst þetta rosalega gaman. Ég get nýtt þekkingu mína sem sjúkraþjálfari líka í sjónvarpinu. Þannig að ég held að ég verði eitthvað í sjónvarpinu í einhver ár, annað hvort þangað til fólk er orðið þreytt á mér eða ég þreytt á sjónvarpinu.“ Ragnhildur segir sjúkraþjálfunina nokkuð sem hún geti alltaf farið í en sjónvarpið sé meira bara núna í dag, ekki endilega eftir tvö ár. Á hvíta tjaldinu Eitt af því sem Ragnhildur Steinunn hefur gert meðfram náminu er að leika í kvikmyndinni Astrópíu þar sem hún er í einu af lykilhlutverkunum. Aðspurð hvernig hafi verið að leika í kvikmynd segir Ragnhildur: „Það var mjög skemmti- legt en ég hef ákveðið að ég ætla ekkert að tala um Astrópíu fyrr en að henni kemur. Það er bara eitthvað sem er ekki í gangi núna og mér finnst eiga að koma bara seinna.“ Spurð út í Hostel 2, í leikstjórn Eli Roth, sem hún hefur verið orðuð við segir hún: „Hostel var bara einhver hugmynd. Þeir töluðu við mig en á þeim tíma var ég í Kastljósinu, sem átti hug minn allan. Þannig að ég veit ekki hvernig það hefði farið ef það hefði gengið eitthvað lengra. Svo er ég ekkert viss um að Hostel sé mynd sem ég myndi vilja leika í. Maður verður líka að passa sig á að velja sín verkefni.“ Góðar barnapíur Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi eru búin að vera saman í tíu ár en eru enn ógift: „Já, ég er bara enn að bíða,“ segir Ragnhildur og hlær. „Nei, nei. Við erum bara að reyna að finna tíma. Okkur langar ekki að hafa brúðkaupið meðan við erum svona mikið upptekin heldur kannski frekar þegar allt fer að róast aftur.“ Ragnhildur segir þau bæði vera ofboðslega mikið barnafólk og fullt af fólki í kringum þau sé komið með börn. „Vinkonur mínar eru komnar með börn og systir Hauks Inga er með tvær stelpur. Eins og stendur erum við bara alveg ofboðslega góðar barnapíur. Við vonum náttúrlega að Guð gefi að við getum eignast börn. Ég hugsa stundum um það eftir þann missi sem ég hef upplifað að það er örugglega ekkert yndislegra en að fá að takast á við að vera foreldri. En það kemur bara þegar það kemur.“ sigridur@frettabladid.is SJÓNVARPSDROTTNINGIN RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR ER UPPTEKIN UNG KONA STÓRGLÆSILEG Það er óhætt að segja að Ragnhildur Steinunn hafi verið stórglæsileg þegar hún kynnti annan riðil í forkeppni Eurovision um síðustu helgi. SIRKUSMYND/VALGARÐ GÓÐAR BARNAPÍUR Ragnhildur Steinunn segir að hún og Haukur Ingi séu góðar barnapíur nú um stundir. Barneignir komi seinna. BRÚÐKAUP OG BARNEIGNIR VERÐA AÐ BÍÐA BETRI TÍMA „ÉG HEF VERIÐ ALVEG ÓTRÚLEGA LÁNSÖM OG FENGIÐ AÐ GERA ALVEG FULLT.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.