Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 72

Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 72
BLS. 12 | sirkus | 2. FEBRÚAR 2007 Aha, Katie Holmes hefur upplýst um leyndarmál Hollywood- kvennanna. Það er ekki mjög sexí, en það greinilega virkar. Er frú Cruise, sem yfirleitt er talin vera mjög grönn manneskja, steig út úr bíl í París á dögunum kom í ljós að hún gengur í grenningar- nærbuxum. Ekki hefði maður haldið að Katie þyrfti á svona nærbuxum að halda, en ef hún gengur í þeim eru án efa tonn af leikkonum sem ganga líka í svona. Það er samt ekki séns að Tom sé slefandi á eftir unnustu sinni er hún labbar um heimili þeirra í þessum. Svona gera þær þetta! MJÖG GRÖNN Katie Holmes er rosalega grönn stelpa og ekki hefði maður haldið að hún þyrfti að ganga í svona shock-up naríum. LEYNDARMÁLIÐ UPPLÝST Katie Holmes flassar hér mest ókynæsandi nærbuxum veraldar. Þær eru án efa í miklu uppáhaldi hjá Tom Cruise. Ah, einu sinni var stúlka sem hét Nicole Richie. Hún var ung og villt með nokkur aukakíló á líkama sínum. Það mikilvæg- asta við hana var að hún var skemmtileg. Í dag er hún nánast óþekkkjanleg og alveg rosalega leiðinleg týpa. Við viljum hressu Nicole til baka. Sirkus gróf upp nokkrar gamlar og góðar myndir af fröken Nicole Richie. Við viljum þessa Nicole aftur VILLTAR VINKONUR Paris Hilton og Nicole Richie voru alltaf saman – og alltaf svolítið villtar. MEÐ GUÐFÖÐUR SÍNUM Hver hefði trúað þessu? Nicole er nánast óþekkjanleg á þessari mynd. Í DAG Hverjum er ekki sama um þessa horrenglu? Það er ekkert spennandi við hana. Hinn bráðskemmtilegi þáttur Grey’s Anatomy kom, sá og sigraði á SAG- verðlaunahátíðinni sem haldin var á dögunum. Leikarar þáttarins skemmtu sér vel eftir sigurinn, en eitthvað vantaði. Leikarinn Isaiah Washington sem leikur dr. Burke í þáttunum mætti ekki á hátíðina en mikið hefur verið deilt um framkomu hans eftir að hann kallaði T.R. Knight, sem leikur George, „fagga“. Isaiah er nú kominn í einhvers konar meðferð vegna orða sinna og framkomu og verður spennandi að sjá hvað framleiðendur þáttarins ákveða að gera við kappann. Já, það er ekkert grín að tala af sér í Hollywood. Isaiah vantaði! MYNDARLEGUR HÓPUR Isaiah Washington sem leikur hinn myndarlega dr. Burke í þáttaröðinni Grey’s Anatomy mætti ekki á SAG-verðlaunahátíðina vegna ummæla um meðleikara sinn. Dita Von Teese sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Marilyn Manson fyrir nokkrum vikum, en svo virðist sem Manson hafi ekki verið hinn fullkomni eiginmaður. Hverjum kemur það svo sem á óvart? Hann er nú þegar kominn með nýja stúlku upp á arminn og er það hin unga Evan Rachel Wood. Marilyn Manson er greinilega með sérstaka týpu og er litla Evan orðin meira og meira eins og Dita — hvít húð og rauður varalitur. Húm, það er eitthvað mjög furðulegt við þetta. GUÐDÓMLEG KONA Við erum fegin að Dita Von Teese skildi við Marilyn Manson. NÝJA KÆRASTAN Evan Rachel Wood er orðin ótrúlega svipuð Ditu í útliti. Þ að er ekkert grín að þurfa að díla við ljósmyndara og venjuleg manneskja myndi örugglega fara yfir um út af öllu flassinu. Madonna, eiginmaður hennar Guy Richie og börn komu öll saman í London á frumsýningu teiknimyndarinnar Arthur and the Invisibles. Það sést langar leiðir að Lourdes litla er orðin vön sviðsljós- inu, en bróðir hennar Rocco er ekki alveg jafn sjóaður í þessum bransa. Á rauða dreglinum gat hann alls ekki haldið augunum opnum, enda hundruð ljósmyndara að smella af með sterkum flössum. Það er alveg fáránlega sætt og segja myndirnar meira en nokkur önnur orð. MADONNA OG FJÖLSKYLDA KÍKTU ÚT Á LÍFIÐ Of mikið flass fyrir litla Rocco ER ALLT Í GÓÐU? Madonna, Guy og Lourdes tékka hvort allt sé ekki í góðu hjá litla Rocco. Hollywood Hanna ÖLL FJÖLSKYLDAN MÆTT Þessi fallega fjölskylda geislaði á frumsýningu Arthur and the Invisibles. Takið eftir því hvað Rocco er kraminn í framan. Hann getur ekki haldið augum sínum opnum vegna flassins. ÓVANUR SVIÐSLJÓSINU Rocco á eftir að venjast flassi ljósmyndara, en systir hans þykir nokkuð sleip á þessu sviði. STELUR STÍL FYRRVERANDI EIGINKONU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.