Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 90
Stundum er eins og maður sé ein- hvern veginn á skjön við alla í kringum sig og einmitt þannig er mér búið að líða upp á síðkastið. Þetta byrjaði þegar ég hringdi í vinkonu mína eitt kvöldið og þar sem hún er venjulega frekar róleg brá mér töluvert þegar hún svaraði með því að öskra á mig: „Emilía! Það eru þrjátíu sekúndur eftir!“ Svo heyrðust skruðningar þegar hún henti símanum frá sér. Það passaði akkúrat að ég var ekki búin að átta mig þegar hún kom aftur í símann og útskýrði að hún hefði verið að horfa á Íslendinga spila handbolta og spurði svo hvernig ég gæti verið svona ómeðvituð. Ég skammast mín bara ekkert fyrir að vera ómeðvituð um hand- bolta. Þrátt fyrir almennt áhuga- leysi mitt á íþróttum kemst ég líka venjulega ekki hjá því að verða vör við stórmót og get endalaust pirrað mig á því að barnaefni og frétta- tímar sé látið víkja fyrir einhverju jafn léttvægu og gaurum sem hlaupa um á stuttbuxum. Hingað til hef ég ekki talið mig vera eina í liði en allt í einu virðast allir í mínu nánasta umhverfi vera farnir að horfa á handbolta. Fyrst fannst mér svolítið leiðinlegt að vera svona ein í heiminum alltaf þegar Íslendingar voru að keppa en svo uppgötvaði ég kosti þess. Þegar allir aðrir eru heima að horfa á handbolta er hægt að athafna sig að vild á hefðbundnum háannatíma í Kringlunni án þess að þurfa nokkurs staðar að bíða, helstu umferðaræðar borgarinnar eru eins og fáfarnir sveitavegir og á Læknavaktinni þar sem er venju- lega fullt út úr dyrum er tómt. Núna finnst mér ágætt að svona mót séu haldin annað slagið og er hætt að hafa áhyggjur af barnaefn- inu. Sonur minn er nefnilega hætt- ur að gráta það og er orðinn jafn upptekinn og aðrir af boltanum. Á þeim tíma sem hann hefur hingað til setið rólegur og horft á barna- efnið heyrast nú stanslaus öskur úr stofunni: „Mamma! Þeir skoruðu!“ Eins og mér sé ekki sama. ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.