Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 95

Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 95
Bókaforlagið Veröld hefur gengið frá samningum við China Times í Taívan um útgáfu á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur. Þar með er ljóst að þessi frumraun Yrsu á glæpasagnasviðinu kemur á markað á 26 tungumálum um víða veröld, auk þess sem þýskur framleiðandi hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á henni. Þá mun önnur glæpasaga Yrsu, Sér grefur gröf, koma út á þrettán tungumál- um en samningaviðræður standa nú yfir um útgáfu á bókinni í fleiri löndum. Það er China Times, sem er eitt öflugasta bókaforlag Taívan, sem hefur keypt réttinn á Yrsu en það gefur meðal annars út bækur Dans Brown, höfundar Da Vinci lykils- ins. Forlagið festi kaup á útgáfu- réttinum á bók Yrsu fyrir Taívan og Hong Kong en samningavið- ræður standa nú yfir við forlög í Kína um útgáfu á Þriðja tákninu þar í landi. Yrsa í Kína Fyrr í vetur frumsýndi Lincoln Centre tvö verk úr þríleik breska leikskáldsins og handritahöfundar- ins Tom Stoppard. Verkið heitir Coast of Utopia – Strönd staðleys- unnar og lýsir hugmyndahræring- um um aldamótin 1900 í andlegu lífi Rússlands. Það spannar þrjátíu ára sögu og þótti mönnum vonlítið að það kæmi aftur á svið eftir að það var frumflutt í London fyrir fáum árum: persónur eru feikimargar og það er ekki á færi nema auðugustu leikhúsa að setja slíkar sýningar á svið. Í verkinu rekur Stoppard þróun í hugmyndalegum átökum um þriggja áratuga skeið og um leið sögu Rússlands. Hann byggir á frægu safnriti ritgerða eftir Isaiah Berlin, Russian Thinkers, en þar er frægust ritgerða The Hedgehog and the Fox – Broddgölturinn og hérinn. Sala á þessu safni hefur verið heldur dræm um margra ára skeið: Penquin segist hafa selt 36 eintök á mán- uði í Bandaríkjunum öllum. En eftir að fyrri verkin tvö í þríleiknum hafa komið á svið, það þriðja verður frumsýnt í þessum mánuði, hefur salan rokið upp. Nú er bókin upp- seld og 2.000 pantanir liggja fyrir. Er nú verið að flytja 3.500 eintök yfir hafið til að mæta eftirspurn. Kannast menn ekki við álíka smit síðan English Patient leiddi til vax- andi áhuga á verkum Heródótusar og Il Postino vakti áhuga fólks á ljóðum Pablo Neruda. Strönd staðleysunnar er gríðar- lega stórt verk í umfangi hvað varð- ar svið, búninga og fjölda leikara. Það tæpir á andstæðum hugmynd- um um lýðræði, einræði og stjórn- leysi og var Stoppard heillengi að koma því saman. Því hefur verið feikilega vel tekið vestanhafs, en sýningin er af slíkri stærðargráðu að vonlítið er að það fari víða. Það vekur svo umhugsun um stöðu bókarinnar í Bandaríkjunum að það skuli talið fréttnæmt að bók seljist í par þúsundum eintaka. - Um rússneska hugsuði Jakob Jóhannsson heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og opnar sýningu á Kaffi Sólon á morgun, laugardag. Á sýningunni sýnir listamaðurinn myndir sem hann hefur málað á undanförnum fjórum árum í Svíþjóð og á Íslandi en þær eru ýmist málaðar með akríl eða olíu á striga. Jakob stundaði nám við Mynd- listaskólann á Akureyri og á mynd- listarbraut MA og útskrifaðist þaðan árið 1986. Þaðan lá leiðin í grafíska hönnun í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Yfirskrift sýningarinnar er „Listin að lifa“ en Jakob leggur mikið upp úr því að myndir hans sýni augnablik sem geta komið áhorfandanum skemmtilega á óvart og vakið upp jákvæðar og ánægjulegar tilfinningar hjá sem flestum. Sýningin stendur til 2. mars og er opin á þjónustutíma veitinga- staðarins. Listin að lifa Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is ..."Ófagra veröld er að mínu mati besta leiksýningin sem sést hefur á stóra sviði Borgar- leikhússins um nokkurt skeið..." ÞES/Víðsjá “Ekki missa af þessari” SA/Tímarit Máls og menningar “Ef þér finnst gaman að Lísu í Undralandi en finnst ekki nóg af kynlífi og ofbeldi í henni þá er Ófagra veröld leikritið fyrir þig” Anthony Neilson höfundur verksins “Þetta er falleg sýning, samstillt, skopleg, grimm og grátleg” PBB/ FBL “Flott frammistaða LR” PBB/FBL ÓFAGRA VERÖLD ÓFAGRA VERÖLD EFTIR ANTHONY NEILSON SÝNING LAUGARDAG 3.FEB áður 31.000 núna á 19.800 Sófi + stólar 3+1+1, áður 269.800 nú 199.800 Sófi 3ja sæta, áður 129.800 nú 99.800 Leður. Litir: Svart og hvítt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.