Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 96

Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 96
Nýverið sá ég áhugaverða heimildarmynd um gerð meistarverks hljómsveitarinnar Pink Floyd, Dark Side of the Moon. Síðan platan kom út árið 1973 hefur hún selst í tugum milljónum eintaka og ekkert lát er á sölunni. Í myndinni kom fram að platan hafi ekki selst mikið til að byrja með, sérstaklega í Bandaríkjunum. Plötufyrirtæki sveitarinnar sá samt eitthvað við plötuna og ákvað að ráða mann til að auglýsa hana og hljómsveitina upp á hinum gríðar- stóra Bandaríkjamarkaði, þar sem Pink Floyd hafði áður farið í vel heppnaða tónleikaferð. Smáskífan Money var gefin út og við það brustu allar flóðgáttir. Meðlimum Pink Floyd hafði tekist ætlunarverk- ið, sem var að þeirra eigin sögn að verða ríkir og frægir. Hvaða lag hentaði betur til þess að láta drauminn rætast en Money? Eftir vinsældir Dark Side of the Moon sátu þeir Pink Floyd-liðar eftir í tilvistarkreppu með spurninguna; „hvað næst?“ Miðað við það sem kom fram í myndinni áttu þeir erfitt með að fóta sig eftir þessar vinsældir og virtust í raun vera orðnir saddir, enda markmiðinu náð. Það er ekki oft sem maður heyrir það hreint út að meginmarkmið hljómsveita sé að verða ríkar og frægar. Vafalítið er þetta raunin með flestar hljómsveitir en fáar eru tilbúnar að viðurkenna það hreint út. Meðlimir Pink Floyd voru snemma á ferlinum búnir að ákveða þetta sín á milli og þá hlýtur maður að spyrja sig hvar tónlistarlegi metnað- urinn liggi, ekki nema hann sé bara aukaatriði í stóru heildarmyndinni. Hvað sem þessu líður þá er Pink Floyd einn af risunum í tónlistarsög- unni og mun verða það um ókomna tíð. Vitaskuld var mikill metnaður að baki plötunum þeirra en spurningin er bara hvort rétt sé að stofna hljómsveit einungis með þeirri forsendu að verða rík og fræg. Hvað næst? Sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman leggur Benna Hemm Hemm lið í einu lagi á vínylútgáfu plötu hans, Kajak, sem kom út nýverið hjá Morr Music. Umrætt lag heitir Aldrei og er á Kajak. Á vínylútgáfunni er lagið líka í annarri útgáfu og þar syng- ur Lekman með Benna á íslensku. Tónlistarvefurinn Pitchforkmedia greinir frá þessu og segir raddir Benna og Lekman passa vel saman. „Lagið er á íslensku svo við getum ekki greint hvort sungið er um hjólastóla eða sætar stelpur,“ segir í greininni. Jens Lekman spilaði á Air- waves-hátíðinni í Reykjavík í október á síðasta ári. Þá aðstoðuðu meðlimir Benna Hemm Hemm hann lítil- lega í einu lagi. Jens Lek- man tók upp söng sinn í Aldrei í þessari heimsókn sinni hingað í október. Benni og Lekman syngja saman Hin alþjóðlega Bloc Party mun senda frá sér sína aðra breiðskífu í næstu viku. Steinþór Helgi Arnsteinsson skoðaði gripinn og komst í leiðinni að ýmsu sem ekki hefur áður komið fram hjá þessari fínu sveit. Hljómsveitin Bloc Party gerði fyrst usla í bresku tónlistarlífi með smáskífum sínum, Banquet og She’s Hearing Voices. Snemma árs 2005 kom síðan út fyrsta breið- skífan, Silent Alarm. Platan seld- ist gríðarlega vel í Bretlandi og náði platínumsölu auk þess að vera valin plata ársins af NME. Margir urðu hins vegar fyrir von- brigðum með plötuna og náði Bloc Party ekki alveg að standast þær væntingar sem gerðar höfðu verið til sveitarinnar. Hinn nígeríski aðalmaður bandsins, Kele Okereke, ásamt gítarleikaranum Russel Lissack, bassaleikarunum Gordon Moakes og trommuleikaranum Matt Tong, sem er hálf kínverskur, stefndu að því að gera betur á næstu plötu sinni. Strax um hálfu ári eftir útgáfu Silent Alarm sagðist sveit- in eiga nógu mikið af efni fyrir tvær nýjar breiðskífur. A Weekend in the City heitir grip- urinn sem er ætlað að fylgja eftir vinsældum Silent Alarm og kveða niður gagnrýnisraddir í leiðinni. Nafnið á plötunni endurspeglar vel innviði plötunnar. „Fyrir mér er platan algjörlega um lífið í borginni og ég held að mörg af þeim þemum sem óma á plötunni séu að miklu leyti um hversdags- legt líf í stórborginni,” sagði Oker- eke í viðtali á síðasta ári þegar platan var enn í vinnslu. Þemað um lífið í stórborginni kemur bersýnilega fram í textum plötunnar. Fjallað er meðal annars um eiturlyf, líf innflytjenda og lífsstíl úthverfakrakka. Nokkur lög, til dæmis Kreuzberg og I Still Remember bera síðan með sér augljósan keim af samkynhneigð. Kynhneigð Okerekes hefur lengi verið umfjöllunarefni bresku pressunnar og verður vafalaust enn fyrirferðarmeiri eftir þessa plötu. Í nýlegu viðtali við The Guardain sagði Okereke ekki með berum orðum að hann væri sam- kynhneigður en ýjaði samt nokkuð að því. „[...] það eru lög á þessari plötu sem virðast fjalla um þrá, löngun,” sagði Okereke meðal ann- ars í viðtalinu. Platan var tekin up af Jacknife Lee sem áður hefur til dæmis unnið með U2, Snow Patrol og Kasabian. Lee á að hafa gert mixteip handa strákunum áður en þeir mættu í upptökuverið og inni- hélt það meðal annars teknóhaus- inn Isolée, lög með ungverska tón- skáldinu György Ligeti og lagið One Thing með r&b gellunni Amerie og segir Okereke að það lag hafi haft sérstaklega mikil áhrif á sig. Aðrir áhrifavaldar voru víst einnig Philip Glass og Timbaland. Hljómurinn á nýju plötunni er vissulega frábrugðinn þeim sem heyrðist á Silent Alarm. Tónninn er mun alvarlegri og rólegri en jafnframt væminn, tilraunkennd- ari og ekki eins rokkaður. Þannig fær hinn frábæri trommari sveit- arinnar Matt Tong ekki að njóta sín nógu vel. Tong lenti reyndar í því eftir tónleika sveitarinnar í Atlanta í nóvember síðastliðnum að lungu hans féllu saman. Hvað sem því líður verður hins vegar að viðurkennast að platan er örlítil vonbrigði. Ekkert lag heltekur mann líkt og Banquet gerði eða gefur manni gæsahúð eins og Like Eating Glass. Sæmilegur gripur engu að síður en það býr meira í Bloc Party. – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.