Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 2

Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS TOYOTA YARIS SOL VVTI Nýskr. 07.05 - Sjálfskiptur - Ekinn 9 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.570 .000. - Fasteignir er nýtt blað sem fylgir Fréttablaðinu á mánudögum. Fasteignaauglýsing- ar, sem áður birtust í Allt- hluta Fréttablaðs- ins, eru meginuppi- staða blaðsins, ásamt fréttum af fasteigna- markaðnum. Auk þess er þar fjallað um ýmislegt sem tengist húsum og heimilum, birtir gagnlegir pistlar og fróðleikur til handa húseigendum og fólki í fasteignahugleiðingum. Blað fyrir fólk í fasteignahug- leiðingum fasteignir Mest lesna fasteignablað landsins Draumahús eru með til sölu stórt sex her- bergja parhús á tveimur hæðum í Fossvogi. Húsinu, sem er 237,2 fermetrar, er í dag skipt í tvær íbúðir en auðvelt er að breyta því í einnar íbúðar hús. Komið er inn í flísalagða forstofu á neðri hæð og úr henni er gengið inn í minni íbúðina. Íbúðin er björt með parketti á gólfum og panelklædd- um loftum með innfelldum ljósum. Eldhús er með Alno-innréttingu. Stofa er með stórum gluggum og útgengi í suðurgarð. Svefnherbergi er með innfelldum skápum. Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og tengingu fyrir þvottavél og þurrkara. Miðrými neðri hæðar er með flísum á gólfi og góðum fataskáp. Í miðrými er þvottahús með innréttingu, geymsla með hilluplássi, köld matargeymsla og útgengi á hellulagða verönd. Stigi með viðarþrepum liggur upp á aðra hæð. Eldhús er með Alno-innréttingu, parketti á gólfi, borðkrók við glugga og búri. Stofurými er með parketti á gólfi, gluggum með þreföldu gleri, uppteknu panelklæddu lofti með innfelldri lýsingu, arni og útgengi á suðvestursvalir. Svefnherbergi eru tvö, bæði með skápum og parketti á gólfum. Baðherbergi er flísalagt í með sturtuklefa og innréttingu. Geymslurými er yfir svefnherbergisálmu. Innangengt er í bílskúr með sjálfvirkum hurðaopnara frá miðrými neðri hæðar. Bílaplan er hellulagt með snjóbræðslukerfi og garður í góðri rækt. Ásett verð er 69,9 milljónir. Innfelld lýsing í loftum Markarvegur 12 er á fallegum stað í Fossvoginum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 12. FEBRÚAR 2007 ÁRBORGIR 26 ÁS 10- 11 DRAUMAHÚS 24-25 EIGNASTÝRING 37 EIGNAVAL 17 FAST. OG FYRIRT.SALAN 2 FAST.SALA MOSFELLSBÆJAR 9 FAST.MIÐLUN VESTURL. 16 HOF 3, 27 HÚSIÐ 14 HÚSAKAUP 32-33 HÚSAVÍK 13 HRAUNHAMAR 18-20 ÍSL. AÐALVERKTAKAR 7, 21 KLETTUR 34-36 LUNDUR 22-23 LYNGVÍK 6 NÝTT HEIMILI 15 REMAX 42 STÓRBORG 31 VALHÖLL 28-29 VIÐSKIPTAHÚSIÐ 39 FASTEIGNASÖLUR 18,7% 37,5% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í nóvember 2006. Lestur á fasteignablöðum LESTUR MEÐAL 18-49 ÁRA 10 5 0 25 20 15 40 30 35 M b l. M b l. fa st e ig n a b la ð ið fa st e ig n a b la ð ið fa st e ig n a b la ð ið fa st e ig n a b la ð ið Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 29.1.2007. 3,2% Frjálsi fjárfestingarbankinn býður afar hagstæð lán í erlendri mynt með lánstíma til allt að 40 ára. Lántaki getur valið að greiða einungis vexti af láninu fyrstu þrjú árin og lágmarkað þannig greiðslubyrði sína. Reiknaðu hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband við lánafulltrúa okkar. Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A Rafrænt greiðslumat Ráðgjöf og aðstoð Lánsumsóknir rafrænt á Netinu Svar innan fjögurra daga F A B R I K A N HRAUNHAMAR er með til sölu einlyft einbýli á Álftanesi með innbyggðum bílskúr. DRAUMAHÚS FASTEIGNASALA er með til sölu parhús á besta stað í Seljahverfi. HOF FASTEIGNASALA hefur til sölu einbýlishús við Kleifarsel. EIGNASTÝRING FASTEIGNASALA er með til sölu vel staðsettan heilsárs- bústað við Vesturbrúnir á Ásgarðslandi. Fjöldi sjálfboðaliða á vegum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Rauða krossins kynnti starfsemi sína á 112 deginum um land allt í gær. Á hádegi keyrði 112 lestin um höfuðborgarsvæðið, en í henni voru yfir þrjátíu farartæki lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Í Smáralind í Kópavoginum kynntu sjálfboðaliðar starf sitt og sviðsettu björgun á „slas- aðri“ brúðu úr bílflaki. Hápunktur sýningarinnar var þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sveif yfir bíla- stæði Smáralindar og björgunarsveitarmenn hífðu þann slasaða upp. Garðar H. Guðjónsson verkefnisstjóri segir dag- inn hafa heppnast gríðarlega vel. „Það skiptir miklu máli að geta kynnt starfið fyrir fólki í návígi og mér sýnist fólk sýna starfinu mikinn áhuga. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvað starfið er umfangsmikið og hvað verkefnin eru fjöl- breytt. Allir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörk- um á þessu sviði geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Garðar. Þátttaka sjálfboða- liða skiptir sköpum 112 dagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í gær. Í Smáralind kynntu sjálfboðaliðar úr Landsbjörg og Rauða krossinum starf sitt og sviðsettu björgun á slösuðum úr bílflaki. Mörg þúsund manns taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Samkvæmt útgöngu- spá í gærkvöldi merktu 57 til 61 prósent Portúgala við „já“í þjóðar- atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær um að leyfa bæri fóstureyð- ingar fram í tíundu viku með- göngu. Hins vegar benti spáin til þess að kjörsókn hefði einungis verið 34 til 40 prósent en hún þarf að vera yfir 50 prósent til að atkvæðagreiðslan teljist gild. Sams konar þjóðaratkvæða- greiðsla árið 1998 var dæmd ógild vegna dræmrar kjörsóknar. For- sætisráðherra Portúgals, José Sócrates, sagði í aðdraganda kosninganna að ef sagan frá 1998 endurtæki sig og „já“ atkvæðin yrðu fleiri en „nei“ atkvæðin myndi hann freista þess að koma frumvarpinu í gegnum þingið í krafti meirihluta flokks síns. Portúgal er eitt fjögurra Evr- ópuríkja þar sem lög um fóstur- eyðingar eru ströngust og eru þær aðeins leyfðar ef um er að ræða nauðgun, vansköpun fósturs eða heilsa móðurinnar sé í hættu og þá aðeins á fyrstu tólf vikum meðgöngu. Í hinum 23 ríkjum Evrópu eru lög um fóstureyðing- ar mun frjálslegri. Í Bretlandi geta konur farið í fóstureyðingu fram á 24 viku meðgöngu og fram á tólftu viku í Þýskalandi, Frakk- landi og á Ítalíu. Stjórnvöld í Portúgal segja kosningarnar mælingu á vilja landsmanna til að taka upp nútímalegra viðhorf. Tilraun þeirra til að breyta þessum lögum hefur mætt mikilli andstöðu frá kaþólsku kirkjunni sem hefur mikil áhrif í Portúgal þar sem yfir níutíu prósent landsmanna eru kaþólskrar trúar. Halla, er þetta stærsta karla- vígi landsins? Á næstu dögum mun skýrast hvort byggðar verði nýjar fimmtán þúsund fermetra höf- uðstöðvar fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Fang-elsismálastofnun. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgar- stjóra, segir að það sé ljóst að nýju höfuðstöðvarnar verði byggðar miðsvæðis í Reykjavík og verði við helstu umferðaræðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að ekki sé komið á hreint á hvaða lóð húsið verði reist. Böðvar Jónsson, aðstoðar-maður Árna Mathiesen fjármálaráðherra, sendi borgarstjóra bréf fyrir hönd fjármálaráðuneytisins í lok janúar þar sem falast er eftir lóð fyrir húsnæðið. Um síðustu áramót sameinuðust lögregluembætt- in þrjú á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfi Böðvars kemur fram að höfuðstöðvar hins nýja embættis séu á að minnsta kosti fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu auk hverfisstöðva og þess vegna sé heppilegra að starfsemin verði sameinuð á einum stað. Böðvar nefnir að samkvæmt grófri áætlun þurfi lögreglan um tíu þúsund fermetra húsnæði og að auki þurfi að reisa 3.500 fermetra gæsluvarðhaldsfangelsi. Jafn- framt þurfi Fang-elsismálastofnun um 1.500 fer- metra húsnæði. Húsnæðið verður því samtals um fimmtán þúsund fermetrar. Til samanburðar má geta þess að lögreglustöðin við Hverfisgötu er tæpir sjö þúsund fermetrar. Nýja húsnæðið verður því meira en helmingi stærra. Fimmtán þúsund fermetrar Réttarhöld sem verða að líkindum umfangsmestu réttarhöld Íslandssögunnar hefjast í dag, þegar aðalmeðferð- in í þeim hluta Baugsmálsins sem eftir stendur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sakborningarnir þrír; Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullen- berger, munu gefa skýrslu fyrir dómi. Reiknað er með að um eina og hálfa viku þurfi til að spyrja þá um málavexti, áður en önnur vitni verða kölluð fyrir. Fyrstur í vitnastúkuna verður Jón Ásgeir. Hann kallar réttar- höldin „umfangsmestu sýndar- réttarhöld Íslandssögunnar“ í grein í Fréttablaðinu í dag. Jón Ásgeir fyrir dóminn í dag Ættflokkahöfðingjar í afskekktum norðausturhluta Indlands bjóða þeim konum peningaverðlaun sem fæða fleiri en tólf börn í viðleitni til að halda í við fjölgun aðkomumanna á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hefur leiðtogi Khasi-ættbálksins, sem tæplega milljón manns teljast til, greitt fjórum konum tæplega 24.000 krónur hverri. Þeirra á meðal er hin 45 ára gamla Amilia Sohtun sem á sautján börn. Framtakið hefur verið gagn- rýnt af mörgum, meðal annars út frá heilsufarslegu tilliti. Verðlaun fyrir þrettánda barn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.