Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 38
fréttablaðið brúðkaup 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR4
Það er stór stund í lífi barna
að fá að vera brúðarmær eða
brúðarsveinn og þar spila
fallegir kjólar og herraleg
jakkaföt stórt hlutverk.
Hvaða stelpa vill ekki
fá að vera prinsessa í
einn dag og fá heilmikla
athygli?
Brúðarmeyjar og -sveinar geta verið
á öllum aldri en hér má sjá nokkuð af
því sem fæst í Monsoon í Kringlunni
og Adams í Smáralind fyrir þau
yngstu. Fallegir prinsessukjólar og
jakkaföt með skyrtu, bindi og vesti
eru dæmigerður klæðnaður fyrir
börnin sem spila stórt hlutverk á
brúðkaupsdeginum. - sig
Skyrta og bindi úr Adams í
Smáralind, 2.995 kr.
Teinótt jakkaföt úr Adams í Smáralind.
Buxur: 2.995 kr. Jakki: 4.995 kr.
Skyrta og bindi úr Adams í
Smáralind, 2.995 kr.
Brúðarmeyjarkjóll frá Monsoon í Kringlunni, 4.399 kr.
Vesti úr hör undir jakkaföt frá Mons-
oon í Kringlunni, 1.599 kr.
Hörjakkaföt úr Monsoon í Kringlunni.
Buxur: 2.500 kr. Jakki: 2.999 kr.
Herraskyrta úr Monsoon í
Kringlunni, 2.499 kr.
Bólerópeysa úr Adams í
Smáralind, 2.995 kr.
Stutt, hneppt peysa úr Monsoon
í Kringlunni, 3.299 kr.
Sveinar
meyjar
Blómvöndur þykir flestum brúðum ómissandi.
Blómum skreyttur brúðkaupsdagur er langt frá því
að vera nýr af nálinni því rómverskar brúðir, og
reyndar brúðgumar líka, báru blómakransa sér um
háls sem tákn um langlífi og frjósemi. Einnig hefur
viðgengist í hundruð ára að bera á brúðkaupsdag-
inn blóm, hvítlauk og jurtir sem gefa frá sér sterka
lykt til þess að fæla frá illa anda.
Sú venja að brúðir kasti vendinum til kvenkyns
ættingja sinna og vinkvenna er ekki nándar nærri
jafn gömul og brúðarvöndurinn sjálfur. Fyrstu
heimildir um þessa hefð koma frá Bandaríkjunum
en síðan hefur hún náð mikilli útbreiðslu. Reyndar
má við bæta að sums staðar er líka vani að brúð-
gumar kasti ermahnöppunum sínum í sama til-
gangi!
Vendinum kastað