Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 73
[Hlutabréf]
Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand Group
nam 1.469 milljónum norskra króna eftir skatta í fyrra sem
eru um 17,4 milljarðar króna. Þar af var hagnaður félags-
ins, sem er að níu prósentum hluta í eigu Kaupþings, rúmir
5,8 milljarðar á fjórða ársfjórðungi.
Hlutabréf í Storebrand hækkuðu í kjölfarið, enda var
afkoma fjórða ársfjórðungs um 24 prósentum umfram spár
markaðsaðila. Hagnaður jókst um 7,2 prósent á milli ára.
Arðsemi eiginfjár var nítján prósent á síðasta ári.
Storebrand selur að stærstum hluta líftryggingar og líf-
eyrissparnað en fæst einnig við aðra tryggingastarfsemi,
fjárfestingar og bankarekstur. Hagnaðaraukning er ein-
ungis tilkomin vegna fjárfestingastarfseminnar þar sem
hagnaður jókst um 550 prósent á milli ára.
Um 15.500 fyrirtæki, sem eru með 200 þúsund starfs-
menn í vinnu, eru í viðskiptum við Storebrand.
Heildareignir samstæðunnar voru um 2.430 milljarðar
króna í lok árs og hækkuðu um tíu prósent á milli ára.
Storebrand fór fram úr spám
Betri afkoma skýrist af hagnaði af fjárfestingum.
Stjórn Marels leggur fyrir aðal-
fund félagsins í mars tillögu um að
færa hlutafé fyrirtækisins úr krón-
um í evrur.
Árni Oddur Þórðarson, stjórn-
arformaður Marels, upplýsti þetta
á kynningarfundi sem haldinn var í
gærmorgun fyrir fjárfesta á árs-
uppgjöri fyrirtækisins.
Afkoma félagsins á fjórða árs-
fjórðungi var undir meðalspá bank-
anna, en að sögn Árna Odds skýrist
það af nokkru af hökti í söludeild
eftir stóra samruna á síðasta ári.
„Sölumenn selja ekki meðan þeir
sitja á innanhússfundum,“ segir
hann, en kveður starfsemina að
komast í réttan gír. „Bjart er fram
undan og mjög góð sala á mörkuð-
um,“ segir hann og kveður áætlan-
ir fyrirtækisins um vöxt halda.
Eyrir Invest, stærsti hluthafi í
Marel, flaggaði í Kauphöll í gær í
kjölfar þess að félagið jók eignar-
hlut sinn um tæpar 4,2 milljónir
hluta á genginu 74,5. Félagið hefur
um nokkurt skeið aukið jafnt og
þétt við eignarhlut sinn. Árni
Oddur er forstjóri Eyris.
Evruhlutabréf
fyrir aðalfund
Iðntæknistofnun kannar samkeppn-
ishæfni Íslands í samvinnu við
Alþjóðaefnahagsstofnunina, World
Economic Forum (WEF) og sendir
á næstu vikum út spurningalista.
Velt er upp spurningunni hvers
vegna hagkerfi sumra þjóða vaxi
hraðar en annarra.
Hallgrímur
Jónasson, for-
stjóri Iðntækni-
stofnunar, vonar
að sem flestir
stjórnendur taki
þátt í könnuninni.
Svör þurfa að
berast frá fimm-
tíu fyrirtækjum
til að Ísland verði
gjaldgengt í næstu úttekt WEF.
Skýrsla um samkeppnishæfni
þjóða kemur að hausti og kynnti
ekki ómerkari maður en bandaríski
hagfræðingurinn Michael E. Porter
hana hér í fyrra.
Ísland tók fyrst þátt í könnun
WEF fyrir tólf árum og var í fimmta
sæti í fyrra. Hallgrímur segir að í
ár verði stuðst við alþjóðlega sam-
keppnisvísitölu hagvaxtar í fyrsta
sinn. Sé samkeppnishæfni Íslands
umreiknuð fellur þjóðin niður um
níu sæti.
Samkeppnis-
hæfnin skoðuð