Fréttablaðið - 21.02.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 21.02.2007, Síða 50
Vonast til að spila áfram erlendis Knattspyrnuáhugamenn safnast örugglega fyrir framan skjáinn í kvöld þegar Evrópu- meistarar tveggja síðustu ára, Barcelona og Liverpool, mætast á Nou Camp í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu. Það eru búin að vera mikil læti utan vallar í her- búðum Barcelona og Liverpool á undanfarinni viku og fjölmiðlar hafa smjattað á fréttum af ósátt- um og ólátum leikmanna liðanna. Frank Rijkaard, þjálfari Barce- lona, sá jákvæðu hliðina á því að tapa á móti Valencia um síðustu helgi. „Þessi leikur var góður fyrir leikinn á móti Liverpool. Hann minnir okkur á að við megum ekk- ert slaka á í þeim leik. Í hvert skipti sem við töpum þá þurfum við að svara með því að vinna næsta leik,“ sagði Rijkaard. Barcelona þarf að skora mörk í kvöld en það hefur ekki tekist í þremur heimsóknum enska liðsins til þessa. Það má búast við að Liverpool spili varlega og reyni að sleppa með hagstæð úrslit heim til Englands, eða hvað? „Við erum ekki komnir til Barcelona til þess að gera 0-0 jafntefli. Við erum komnir til þess að vinna leikinn og vitum að það getur verið okkur mjög dýrmætt að taka með okkur mark heim til Liverpool. Við vitum vel að Barcelona getur spilað góðan fótbolta en við komum í leikinn fullir af sjálfstrausti og trú á eigin getu,“ sagði Rafel Ben- itez, stjóri Liverpool. Aðrir leikir kvöldsins eru heim- sókn Chelsea til gamla félags stjórans Jose Mourinho, Porto, leikur Roma og Lyon á Ítalíu og viðureign Internazionale og Val- encia CF á San Siro en þetta er tvö heitustu liðin í Evrópu í dag, Inter búið að vinna 16 deildarleiki í röð og Valencia nýbúið að vinna Evr- ópumeistara Barcelona 2-1. Meistararnir mætast Meistaradeild Evrópu: SS-bikar kvenna: Argentínski knattspyrnu- kappinn Javier Mascherano hefur loksins fengið keppnisleyfi frá enska knattspyrnusambandinu og hann getur því byrjað að leika með Liverpool. Mascherano gekk í raðir Liver- pool frá West Ham í janúarglugg- anum en hefur orðið að bíða lengi eftir keppnisleyfi þar. Hann flaug beinustu leið til liðs við félaga sína hjá Liverpool og er löglegur í leiknum gegn Barcelona í kvöld þó ekki sé líklegt að hann spili. Löglegur með Liverpool F í t o n / S Í A Það gekk mikið á innan sem utan vallar í leik Lille og Man. Utd í Frakklandi í gær. Vandamál kom upp í stúkunni á 15. mínútu leiksins en þá varð mikill troðningur á áhorfenda- svæði Man. Utd sem gerði það að verkum að fjöldi áhorfenda lenti í troðningi upp við grindverk við völlinn. Stuðningsmenn United brugðust ókvæða við þessum vandræðum og linntu ekki látum fyrr en lögreglan hafði kastað táragassprengjum inn á áhorfendasvæði þeirra og tveir áhorfendur sem voru hætt komnir voru fluttir á brott. Talið er að of mörgum áhorfend- um hafi verið hleypt inn á svæðið og því hafi þessi hættulegi troðningur átt sér stað. Lille má búast við ákúrum vegna málsins. Hætt komnir í Frakklandi Fyrstu fjórir leikirnir í sextán liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu fóru fram í gær. Real Madrid lagði Bayern Munchen á Spáni, 3-2, og Man. Utd vann góðan útisigur á Lille, 0-1. Celtic og AC Milan gerðu marka- laust jafntefli í Glasgow wn PSV Eindhoven vann nokkuð óvæntan heimasigur á Arsenal, 1-0. Mesta fjörið var í leik Real Madrid og Bayern Munchen á Santiago Bernabeau. Fyrri hálf- leikur var sannkölluð flugeldasýn- ing þar sem Real Madrid fór mik- inn með David Beckham í broddi fylkingar. Real skoraði þrjú mörk gegn einu marki Bæjara í fyrri hálfleik og var í góðum málum. Liðið gerði síðan þau afdrifa- ríku mistök að bakka allt of mikið í síðari hálfleik í stað þess að láta kné fylgja kviði. Mark hjá Bayern Munchen lá í loftinu allan síðari hálfleikinn og Þjóðverjarnir upp- skáru sanngjarnt mark tveim mín- útum fyrir leikslok er Vam Bomm- el skoraði með laglegu skoti. Man. United hefndi sín á franska félaginu Lille í gær er það mætti á heimavöll franska félags- ins. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það skoraði velski vængmaðurinn Ryan Giggs með glæsilegu skoti beint úr auka- spyrnu. United þar af leiðandi í mjög góðum málum fyrir síðari leikinn í Manchester. Arsenal reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við PSV í Hol- landi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins. Seinni viður- eignin verður áhugaverð þar sem það gæti reynst Arsenal dýrt að hafa ekki tekist að skora á úti- velli. Að lokum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Glasg- ow og Ítalirnir því í fínum málum en þeir hafa vafalítið náð þeim úrslitum sem þeir ætluðu sér. Hollendingurinn Mark Van Bommel skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir Bayern gegn Real Madrid undir lok leiks liðanna í gær. Man. Utd vann mikil- vægan útisigur á Lille en Arsenal er í erfiðum málum eftir tap gegn PSV.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.