Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2007, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 22.02.2007, Qupperneq 25
Agnar Már Jónsson, fyrrverandi forstjóri Opinna kerfa, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Titan Invest. Þá mun hann jafnframt taka sæti í stjórn Titan ehf. Markmið Titan er að leita uppi fjárfest- ingartækifæri erlendis á sviði upplýsinga- tækni, þar sem veitt er sam- bærileg þjón- usta og Titan veitir á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá félaginu. Titan er upplýsingafyrirtæki sem einbeitir sér að lausnum fyrir stærri fyrir- tæki, auk þess að bjóða þjónustu þeim erlendu fyrirtækjum á Íslandi sem nota Orange Business Solutions. Titan Invest er í eigu Símans og F. Bergson Holding. Nýr stjóri hjá Titan Invest Stjórnendur Alfesca gera ráð fyrir að ráðast í stór fyrirtækja- kaup á næstu tólf til átján mánuð- um, þegar og ef rétt tækifæri gefst. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu með uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung reikningsársins sem var birt í gær. Stjórnendur félagsins áætla jafnframt að kaupa minni félög á næstu mánuðum til að styðja við ytri vöxt sinn. Í fyrradag tilkynnti Alfesca um kaup á franska rækju- framleiðandanum Adrimex fyrir 1,9 milljarða íslenskra króna. Alfesca hagnaðist um 19,4 milljónir evra á öðrum fjórðungi reikningsárs síns. Það jafngildir um 1,7 milljörðum króna, sem er í takti við spár greiningardeilda bankanna. Sala á öðrum ársfjórðungi nam 235 milljónum evra, um 20,5 millj- örðum íslenskra króna. Er það 6,1 prósents aukning frá síðasta ári. Rekstrartekjur fyrir afskriftir (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi námu 34,7 milljónum evra, eða rúmum þremur milljörðum króna. Síðasti ársfjórðungur var sá mikilvægasti í rekstri Alfesca. Sextíu til sjötíu prósent af fram- legð félagsins myndast á því tíma- bili. Í fyrrahaust lækkaði laxa- verð á mörkuðum eftir að hafa hækkað mjög á fyrri hluta ársins 2006. Það voru félaginu góð tíð- indi enda kom fjörutíu prósent af veltu félagsins frá sölu á reyktum laxaafurðum á síðasta ári. Í fréttatilkynningu frá Alfesca segir að margt bendi nú til þess að laxaverð sé að ná meiri stöðug- leika. Alfesca stefnir að stórum kaupum MP Fjárfestingarbanki varð aðili að OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi frá og með gærdeginum. Fyrir var bankinn aðili að kauphöllunum í Reykjavík, Tallin, Ríga og Vilníus. Haft er eftir Styrmi Þór Braga- syni, forstjóra MP Fjárfestingar- banka, í fréttatilkynningu að þetta sé í samræmi við þá stefnu bank- ans að auka við starfsemi sína erlendis. Unnið sé að því að fá aðild að öllum OMX-kauphöllun- um. Tíðinda sé að vænta af því innan skamms. Aðild að OMX í Stokkhólmi Metafkoma varð af rekstri Frjálsa fjárfestingarbankans í fyrra þegar félagið skilaði 694 milljóna króna hagnaði. Það er ríflega fimmtungi meiri hagnað- ur en árið áður. Hreinar rekstrartekjur jukust meira en önnur rekstrargjöld. Alls námu hreinar rekstrartekjur 1.345 milljónum króna og hækk- uðu um 14,4 prósent. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 827 milljónir króna, þjónustutekjur 103 milljónir og aðrar rekstrar- tekjur 415 milljónir. Önnur rekstrargjöldu voru 437 milljónir og hækkuðu um 10,1 prósent. Kristinn Bjarnason, framkvæmastjóri Frjálsa, segir að mikill útlánavöxtur hafi verið árin 2005 og 2006 og býst við að sama verði uppi á teningnum í ár. Útlánasafnið er traust en 99 pró- sent útlána er bundið í fasteign- um. „Vanskil eru lág í sögulegu samhengi en hafa þó verið að auk- ast lítillega á síðustu mánuðum,“ segir hann í fréttatilkynningu. Eignir Frjálsa, sem eru útlán að langmestu leyti, stóðu í 55,3 milljörðum í árslok sem var 47,4 prósenta aukning. Eiginfjárhlutfall (CAD) var 13,3 prósent. Frjálsi hagnast Stjórnendur búast við áframhaldandi útlánavexti. Morgan Stanley hefur breytt ráð- gjöf sinni á Kaupþingi úr mark- aðsvogun í yfirvogun og hækkar verðmatsgengið um fimmtung frá fyrra verðmati. Verðmatsgengið hækkar því úr 884 krónum á hlut (94 SEK) í 1.062 (113 SEK). Sérfræðingar Morgan Stanley horfa fram á gott ár á sviði fjár- festingabankastarfsemi á Norður- löndum þar sem Kaupþing hefur náð styrkri fótfestu. Þóknunar- tekjur af fjármálastarfsemi ættu að aukast verulega frá fyrra ári og þá hefur dregið verulega úr óvissu um fjármögnun bankans. Gengi bréfa Kaupþings stóð í 972 krónum við lokun markaða í gær. Kaupþing verð- metið á 1.062 Sögusýning Landsbankans er þátttakandi í Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Sýningin er til húsa í Aðalstræti 6 og spannar 120 ára sögu bankans og þjóðarinnar. Allir velkomnir. Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM). Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00, um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir - Barnahorn – Alltaf heitt á könnunni Fimmtudagskvöld opið kl. 20:00-23:00: Leiðsögn í boði kl. 21:00 Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur, og Sveinbjörn Guðbjarnarson deila sérfræði- kunnáttu sinni á sýningargripum og gefa aukna innsýn í sögu banka og þjóðar. Laugardagur kl. 15:00: Leiksýningin Brot úr sögu banka, leikdagskrá í léttum dúr þar sem rakin er saga Landsbankans í tónum og tali. Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðarinnar sam- tvinnuð á ýmsan hátt. Á sýningunni má m.a. sjá skrifstofuherbergi frá árinu 1886, nýtt líkan sem sýnir miðbæinn eftir brunann mikla 1915, tækniþróunina allt frá pennastöng til samskiptatækja nútímans og líkan af framtíðarskipulagi miðborgarinnar. Landsbankinn 120 ára SÖGUSÝNING Vetrarhátíð í kvöld ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 36 36 4 02 /0 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.