Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Eins og veðrið er alltaf gott. Er þetta tragíkó- medía? Sorglegt Bangsaspítali er verkefni sem Lýðheilsufélag lækna- nema stendur fyrir í dag og snýst um að minnka ótta barna við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. „Börn munu koma með bangsana sína til okkar í húsakynni Lækna- vaktarinnar í Smáranum í Kópa- vogi og eiga þá að vera búin að finna upp einhvern sjúkdóm eða meiðsli sem hrjá þá. Við verðum að sjálfsögðu með hlustpípur, sjúkrabindi, saumagræjur og hvaðeina sem að gagni má koma til að bangsarnir geti farið heil- brigðir heim,“ segir Stefán Ágúst Hafsteinsson, einn af forsprökk- um Lýðheilsufélags læknanema. Hann segir svona bangsadag haldinn hér á landi í fyrsta skipti í dag en fyrirbærið sé vel þekkt víða erlendis sem eitt af stærstu sjálfstæðu verkefnum læknanema inni á spítölum. „Meiningin með verkefninu er sú að uppræta ótta barna við heilbrigðisstofnanir og þá sem þar starfa. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að áhrifin vara fram á fullorðinsár. Börn sem kynnast heilbrigðisstarfsfólki á þennan hátt eru óhræddari við að leita sér læknisþjónustu síðar, þegar á þarf að halda,“ lýsir hann. Stefán Ágúst segir börn af eldri árgöngum á leikskólum taka þátt í verkefninu. „Gestir okkar þennan fyrsta bangsadag verða 40 fjögurra ára börn af leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði sem koma með bangs- ana sína til skoðunar og lækninga,“ segir hann glaðlega og hlakkar greinilega til. Einnig getur hann þess að Ávaxtabíllinn muni bjóða börnunum upp á ferska ávexti og kveðst þakklátur fyrir það. Stefán Ágúst er á öðru ári lækna- deildar en segir félaga í lýðheilsu- félaginu vera af öllum árgöngum deildarinnar. „Við erum blandaður hópur sem höfum ýmislegt á stefnuskránni, höfum meðal ann- ars skrifað í Fréttablaðið um heilsutengd málefni. Nýlega vorum með stóran fræðslufund um blóð- gjafir og stefnum að því að fá um 50 læknanema til að gefa blóð í þessum mánuði,“ segir hann, spurður um starfsemi félagsins. Nú er það bangsaspítalinn sem allt snýst um. „Við mætum í hvítum sloppum og reynum að setja þetta upp eins vel og við getum, “ segir Stefán Ágúst og um framhaldið segir hann. „Dagurinn í dag sker úr um það hvort framhald verður á. Það fer eftir því hvernig gengur og hver áhuginn verður.“ Bangsar læknaðir á bangsaspítala Þurfum að staldra við Óskað eftir þátttakendum í rannsókn á erfðaþáttum sem tengjast áhættu á að fá úensu og aukaverkarnir í kjölfar hennar Á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Veirufræði-, Smitsjúkdóma- og Sýklafræðideilda Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH), er í samvinnu við Heilsugæsluna og Sóttvarnalækni unnið að rannsókn á erfðum ónæmis gegn alvarlegum sýkingum og svörun við bólusetningum. Rannsóknin er styrkt af við vísindamenn við Háskóla Nýju Mexíkó í Albuquerque og Erfðarannsóknastofnun í Santa Fe í Bandaríkjunum. Hluti rannsóknarinnar beinist að erfðaþáttum sem tengjast áhættu á að fá in- ú r úensu eða fá hana á næstu vikum og mánuðum. Góð þátttaka er skilyrði þess að rannsóknin beri tilætlaðan árangur. úensu á næstunni og hefur áhuga á að taka þátt í rannsókninni eða fræðast um hana ertu beðin(n) að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna á heimasíðu hennar http://rannsokn. is/Fyrirspurn.htm eða í síma 520 2800. Starfmenn Þjónustumiðstöðvarinnar munu þá senda þér kynningarefni um rannsóknina og upplýsingar um í hverju þátttakan felst. Forsvarsmaður rannsóknarhópsins er Magnús Gottfreðsson, læknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum við Smitsjúkdómadeild Landspítala háskólas- júkrahúss (magnusgo@landspitali.is) en prófessor Ingileif Jónsdóttir veitir rannsókninni forystu innan Íslenskrar erfðagreiningar (ingileif@decode.is). Bruce Jilk, arkitekt Ingunnar- skóla í Grafarholti, hlaut í síð- ustu viku viðurkenningu Sam- taka fræðslustjóra í Bandaríkjunum fyrir hönnun skólans. Þá hlaut Gerður G. Ósk- arsdóttir, fyrrverandi fræðslu- stjóri Reykjavíkur, viðurkenn- ingu fyrir undirbúning að byggingu skólans. Þetta er í annað sinn síðan verðlaunin, sem nefnast Shirley Cooper-verðlaunin, voru fyrst veitt árið 1975 að þau falla í hlut skóla utan Bandaríkjanna. Árlega eru þessi verðlaun veitt fyrir hönnun skólabyggingar sem þykir mæta einstaklega vel þörfum nemenda. Með þessu vilja Samtök fræðslustjóra í Bandaríkjunum, sem velja arki- tektinn í samráði við samtök bandarískra arkitekta og alþjóða- samtök hönnuða skólabygginga, undirstrika mikilvægi hvetjandi námsumhverfis. Sérstaða Ingunnarskóla er stórt miðrými sem er miðpunkt- ur skólastarfsins og samkomu- staður skólans, en þar er meðal annars að finna skólasafnið og mötuneytið. Mætir þörfum nemenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.